Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
B 9
Góðar bamabækur eru
dásamleg veröld
-segir Sigrún Árnadóttir, sem hefur nýlokið við þýðingu á
„Rasmus fer á flakk“ eftir Astrid Lindgren
Sigrún Árnadóttir (Morgunblaðið/Einar Falur)
að síðan er kiljuklúbburinn „Uglan“
stofnaður og hefur sömu markmið
og reglur og Mál og menning hafði
upphaflega. Félagar verða að kaupa
allar bækumar í pakkanum, en á
móti kemur að þær em hræódýrar.
En hvort stofnendur Máls og menn-
ingar væru ánægðir með allar
Uglubækumar. Það er kannski ann-
að mál.“
En svo við snúum okkur að
þínu viðfangsefni, Tímariti Máls
og menningar. Hvernig kom það
til i þeirri mynd sem það er í dag?
„Heimskringla hóf, að tilhlutan
Félags byltingarsinnaðra rithöf-
unda, útgáfu tímarits sem nefndist
„Rauðir pennar" árið 1935. Það
kom út einu sinni á ári í ijögur ár.
Tímarit Máls og menningar kom
hinsvegar fyrst út árið 1938. Það
var upphaflega smárit, einskonar
félagsrit, og fylgdi með félags-
bókum. Þar var gjaman verið að
segja bókafréttir og fréttir úr
þjóðlífinu. í því voru líka stuttar
bókaumsagnir, ekki bara um bækur
Máls og menningar og Heims-
kringlu, heldur einnig um bækur
frá öðrum forlögum. En þetta var
allt í skötulíki.
Svo var það árið 1940, að ákveð-
ið var að sameina litla tímaritið og
Rauða penna og Tímarit Máls og
menningar fór að koma út í núver-
andi mynd. Rauðir pennar hafði
verið sjálfstætt tímarit. Þessi sam-
eining hefur áreiðanlega komið til
af því að betra þótti að tímartið
tengdist útgáfunni. Auk þess var
varla markaður fyrir tvö tímarit af
þessu tagi.
í ritstjómargrein Kristins í fyrsta
heftinu eftir sameiningu segir að
um stefnu þessa nýja tímarits sé
óþarft að eyða mörgum orðum. Hún
verði hin sama og Mál og menning
hafi markað með útgáfustarfsemi
sinni og útgáfufyrirætlunum á und-
anfömum ámm. Og hann segir
ennfremur: „Ritið er ekki, fremur
en bókmenntafélagið sjálft, gert út
af neinum stjómmálaflokki og hef-
ur ekki neina flokkspólitíska
hagsmuni." En það er greinilegt
að pólitík hefur komið miklu meira
fram í tímaritinu, en hjá bókaútgáf-
unni. í tímaritinu reifuðu menn
hugmyndir sínar.
Miklir smekkmenn á bókmenntir
stóðu að útgáfunni og ég held að
þeir hafí ekki prentað greinar, eða
gefíð út skáldverk, bara afþví að
þau höfðu réttan pólitískan lit, held-
ur vegna þess að þeir mátu hlutina
góða út frá listrænu sjónarmiði.
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
RASMUS harkaði af
sér og lagði kuðung-
inn á rúmstokkinn.
Drykklanga stund
stóð hann kyrr og
hlustaði á djúpan andardrátt
Gunnars. Hann barðist við grát-
inn. Síðan teygði hann fram
höndina að höfðinu á koddanum
og strauk með óhreinum, hrjúfum
vísifingrí gætilega yfir gróft há-
rið á Gunnari. Hann var svo sem
ekkert að klappa honum, hann
langaði bara rétt aðeins að snerta
besta vin sinn af því að hann
mundi sjálfsagt aldrei fá tækifæri
til þess framar.
—Bless, Gunnar, muldraði
hann lágt. Svo læddist hann til
dyra, staðnæmdist þar sem
snöggvast og hlustaði. Hjartað
barðist ákaft og hann var þvalur
í lófunum af óró þegar hann greip
um hurðarhúninn og bölvaði
hurðinni í hljóði vegna þess hvað
brakaði hræðilega í henni.
Það brakaði líka í stiganum
sem lá niður i eldhúsið. Guð minn
góður, ef hann mætti Hauknum,
hvað ætti hann þá að segja?“
Munaðarleysingjaheimilið á Vest-
urmörk er heimili Rasmusar, átta
ára gutta sem dreymir fallegt heim-
ili og ríka, góða foreldra, helst
kaupmannshjón, svo hann geti orðið
verslunarstjóri í karamelludeild. Svo
óralangt frá draumnum er daglegt
líf á Vesturmörk, þar sem fröken
Haukdal er forstöðukona, að dag
einn ákveður Rasmus að stijúka og
leita sér sjálfur að foreldrum. Á
nokkrum dögum kynnist Rasmus
þjófum, bófum, kátu bændafólki,
forríkri ekkju og síðast en ekki síst,
flakkaranum Óskari.
„Rasmus fer á flakk,“ eftir Astrid
Lindgren, er um þessar mundir að
koma út hjá Máli og menningu.
Þýðandi bókarinnar er Sigrún Árna-
dóttir, sú hin sama og þýddi
bækumar um Einar Áskel. Sigrún
þýddi einnig söguna um Madditt,
yndislega litla óþekktarorminn eftir
Astrid Lindgren. En svo við höldum
okkur við Rasmus og hans heim sem
er svo órafjarri okkar, hvenær skyldi
þessi saga eiga að gerast?
„Margar af sögum Astrid Lind-
gren gerast fyrr á þessari öld,“ segir
Sigrún. Maður getur séð það á lýs-
ingum á vinnubrögðum og heimilisá-
stæðum. Að því er varðar Rasmus
er kannski best að greina það á því
að flakkarar eins og Óskar eru ekki
lengur til. Reyndar er Óskar leigu-
liði og lýsingin á búskaparháttum á
hans heimili gefa gamla tímann
glöggt til kynna. Ég hafði mjög
gaman af því um daginn, að til mín
kom ungur maður og spurði hvað
orðið „spenna" þýddi. Ég sagði hon-
um að það væri sérstök lítil fata,
emeleruð og með loki. Þessar fötur
eru ekki til lengur en ég man sjálf
mjög vel eftir þeim þegar ég var að
alast upp.
Reyndar eru aðrir hlutir sem
styðja það að þessi saga gæti gerst
enn fyrr. Á einum stað er sagt frá
því að Rasmus og Óskar koma í
þorp sem er í eyði. Allir íbúamir eru
famir til Ameríku, en kofamir sem
þeir bjuggu í standa enn uppi. Ef
við athugum söguna, sjáum við að
ferðir íslendinga til Vesturheims
hófust ekki að ráði fyrr en upp úr
1870, en Svíar streymdu vestur
miklu fyrr.“
En geta böm sett sig í spor
Rasmusar. Er hann ekki ólíkur
bömum yfirleitt?
„Jú Rasmus er óvenjulegt bam.
Það er vegna þess sem hann flýr
af heimilinu, ekki hin bömin. Ras-
mus er ákaflega vel gerð persóna,
eins og önnur böm hjá Astrid Lind-
gren. Hann hefur óvenjulega fijótt
ímyndunarafl og leitar í sinn
draumaheim til að flýja veruleikann
og lífið sem munaðarleysingi. Það
er svo skemmtilegt hvemig Astrid
Lindgren lýsir hugarheimi þessara
barna. Rasmus er alltaf að láta sig
dreyma um að eignast heimili, og
það á að vera fallegt fólk, ríkt fólk
og gott fólk sem tekur hann að sér.
En þegar hlutskipti hans verður
annað, sættir hann sig fullkomlega
við það og er mjög hamingjusamur,
því að þegar öllu er á botninn hvolft
er það þetta sem skiptir mestu máli;
að fá að vera samvistum við þá sem
þykir vænt um mann.
Svo fínnst mér ákaflega gaman
að velta því fyrir mér hvað fær hann
til að flýja. I fyrsta lagi hafði hann
beðið lægri hlut fyrir stelpu með
krullað hár, þegar kaupmannshjón
komu til að velja bam til ættleiðing-
ar. í öðru lagi á hann von á fleng-
ingu. En ég held hann sé ekki
hræddur við sársaukann sem fylgir
flengingunni, heldur er hann að flýja
smánina. En þótt Rasmus sé öðruví-
si en önnur börn í kringum hann er
hann eðlilegt bam, með hugsun og
tilfínningar bams og því held ég að
böm finni samsömun með honum,
þótt aðstæður geri hann að ævin-
týrapersónu.
Hin aðalpersóna verksins, Óskar
flakkari, er ekki síður eftirminnileg
persóna. Hann er í rauninni að flýja
sinn raunveruleika á sama hátt og
Rasmus, flýja á verganginn. Hann,
er „bóhem" i sjálfu sér. Hann er
mjög músíkalskur, kann ógrynni af
ljóðum og talar í málsháttum. Á
flakkinu vinnur hann fyrir sér með
því að syngja fyrir fólk. Á einum
stað neyðist hann til að höggva við
þegar frúin vill ekki sönginn. Óskar
er leiguliði, en hann vinnur ekki
nema þegar sá gállinn er á honum
og er þá ákaflega góður verkmaður.
En þetta líf á ekki við hann.
Astrid Lindgren leitast líka við
að lýsa fólki út frá þeim forsendum,
að þrátt fyrir ýmsa galla, eigi allir
þegnrétt í því samfélagi sem hún
er að lýsa. Það er enginn skilinn
utundan. Og hún lýsir á mjög lif-
andi hátt lífí og viðbrögðum almúga-
fólks. Það þekkir ekki tilfínningalega
bælingu. Til dæmis get ég nefnt,
þegar Óskar kemur heim til konu
sinnar. Þá eys hún yfír hann reiði
sinni yfír því að hann skuli leyfa sér
að hverfa, skilur bara eftir sig miða
þar sem segir „er farinn aftur á
rölt,“ þegar nóg er að gera heima
fyrir. En þegar hún hefur ausið úr
sér, rýkur hún upp í fangið á Óskari
og er himinlifandi að sjá hann og
allt er gott. Hún hefur sagt það sem
segja þarf og getur snúið sér að
öðru.“
Að aðalstarfi er Sigrún umsjón-
armaður ræðuhluta Alþingistíð-
inda. Því starfi hefur hún gegnt
í 13 ár. Þýðing og lestur barna-
bóka finnst manni vera hinn
endinn á veröldinni. Afhveiju
barnabækur?
„I góðum barnabókum kynnumst
við dásamlegrli veröld," segir Sigr-
ún. „Það má kannski segja að þetta
sé minn flótti frá veruleikanum. Ég
er oft spurð að því hvort ekki sé
leiðinlegt að lesa þingræður alla
daga. Auðvitað getur það verið leið-
inlegt eins og allt annað, en þá tekur
maður upp viðhorfíð sem Astrid
Lindgren kennir og segir, það er
auðvitað mjög gaman að geta fylgst
með öllu sem er að gerast. En þýð-
ing bamabóka er það sem ég vildi
helst dunda við, í ellinni, og ég er
til dæmis ákaflega ángæð með það
að vera „amma“ hans Einars
Áskels."
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Djöflaeyjan
í Skemmimni á ný
STARF Leikfélags Reykjavíkur
er nú hafið af fullum krafti og
verður fyrsta sýning vetrarins
í Skemmunni við Meistaravelli,
miðvikudaginn 16. september,
þegar „Djöflaeyjan" verður tek-
in upp.
Djöflaeyjan er, sem kunnugt er,
leikgerð Kjartans Ragnarssonar á
sögum Einars Kárasonar, „Þar
sem djöflaeyjan rís, og „Gulleyj-
an.“ Leikritið var frumsýnt 1.
febrúar síðastliðinn og var sýnt
alls 60 sinnum á síðasta leikári
við mikla aðsókn.
í Djöflaeyjunni segir í senn með
gamansömum og alvörugefnum
(Morgunblaflií/Ámi Sœberg)
Karl Guðmundsson í hlutverki
Tomma í „Djöflaeyjunni"
hætti frá mjög litríku mannlífí í
Reykvísku braggahverfí eftirst-
ríðsáranna. í verkinu er mikið
sungið og margir slagarar og al-
kunnar dægurflugur liðinna ára
skapa andrúmsloft sýningarinnar.
Þær breytingar hafa orðið á
hlutverkaskipan að Karl Guð-
mundsson tekur nú við hlutverki
Tomma af Guðmundi heitnum
Pálssvni. Aðrir leikarar eru Margr-
ét Olafsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Margrét Ákadóttir,
Harald G. Haraldsson, Edda H.
Backmann, Guðmundur ólafsson,
Kristján Franklín Magnús, Þór
Tuliníus og Helgi Bjömsson. Leik-
stjóri er Kjartan Ragnarsson,
leikmynd og búninga hannaði
Gretar Reynisson með leikhópnum
og Jóhann G. Jóhannsson aðstoðar
við tónlistarflutning.