Morgunblaðið - 13.09.1987, Síða 11

Morgunblaðið - 13.09.1987, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 B 11 Hótel Selfoss: Byrja með stórkabarett 3. okt. Samningur staðfestur við nýja aðila Selfossi. NÝIR rekstraraðilar Hótels Sel- foss ætla að breikka markað hótelsins, ná til fleiri aðila og þannig að auka framboð á skemmtunum í hótelinu. Þannig hyggjast þeir meðal annars ná meiri veltu og hagstæðum rekstri. 3. október fer af stað stórkabarett í hótelinu með Ladda, Eddu Björgvinsdottur og Júlíusi Brjánssyni. Samningur við nýja rekstrarað- ila, Ara Pál Tómasson og Guðmund I. Gunnlaugsson, var staðfestur í bæjarstjóm í gær. Þeir hafa stofnað hlutafélag, G.O.M.A. hf., um rekst- urinn. Ari Páll verður hótelstjóri og annast daglegan rekstur og skemmtanastjóri verður Ólafur Þór- arinsson hljómlistarmaður. Hljóm- sveitin Karma verður aðalhljóm- sveit hússins. Búið er að ráða allt fast starfsfólk hótelsins til starfa frá 1. október. í starfsemi hótelsins verður að- aláherslan á vetuma á skemmtanir og á sumrin á hótelreksturinn. Að sögn Ara Páls hótelstjóra og Ólafs Þórarinssonar skemmtanastjóra hafa þegar borist pantanir fram í tímann og mikið er um fyrirspumir frá starfsmannahópum á höfuð- borgarsvæðinu um skemmtanir og gistingu. Sig. Jóns. Bók um líf- verur og að- skotaefni í matvælum Iðnskólaútgáfan hefur gefið út bókina Matvæli, fersk eða feyruð. Þessi bók er þýdd úr dönsku af Aðalsteini Geirssyni og Önnu Gísladóttur. Kaflarnir í bókinni eru fjórtán og er hver kafli sjálfstæður. ' í frétt frá útgefanda segir m.a.: „I bókinni er margvíslegur fróðleik- ur um matarsjúkdóma, greint er frá þeim umhverfísþáttum sem ráða starfsemi gerla og annarra örvera í matvælum, hvemig örverur berast í matvæli og hvemig unnt er að draga úr tjóni af völdum þeirra. Bókin er handa öllum þeim sem meðhöndla matvæli." Á frummálinu heitir bókin „Levnedsmiddelhygiejne" og er eft- ir Grete Bertelsen, Charlotte Rasch og Elin Kirkegaard. Hún kom fyrst út árið 1981 og önnur útgáfa endur- skoðuð þremur árum síðar. Við þýðingu bókarinnar var stuðst við báðar útgáfumar. Erling Ólafsson dýrafræðingur, Sigurður Richter dýrafræðingur og Þorkell Jóhannesson lásu yfír ein- staka kafla í bókinni. Heimspeki- námskeið fyrir börn Heimspekiskólinn mun ásamt Heimspekistofnun Háskóla ís- lands, bjóða börnum fæddum 1976 og 1977 að sækja heimspek- inámskeið nú í vetur. Notað verður námsefni sem heimspekingurinn Mattew Lipman hefur samið fyrir þennan aldurshóp, en í því er lögð áhersla á að efla rökvísa og gagnrýna hugsun. Námsefnið er sett fram sem skáld- saga þar sem segir frá bekkjar- félögum sem velta eðli hugsunar fyrir sér. Tekið er á margvíslegum spumingum sem upp koma og byggist námskeiðið aðallega á um- ræðum um þær. Fyrirhugað er að í hverjum hóp verði 12-16 nemendur, sem hittast tvisvar í viku, klukkutíma í senn. Leiðbeinandi verður dr. Hreinn Pálsson. Námskeið verða haldin á tveim stöðum í vetur, í húsnæði Háskól- ans og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Kennsla hefst 21. sept- ember og henni lýkur 11. desember. Fríkirkjan í Reykjavík: Ferming’arstörf að hefjast FYRSTI fermingartíminn í Fríkirkjunni í Reykjavík á þessu hausti verður laugardaginn 19. september ki. 14.00. Böm sem fædd eru árið 1974 byija þá að ganga til prestsins til þess að fermast á vori komanda. Væntanleg fermingarböm eru beð- in að hafa með sér Nýja testamenti, fermingarkverið „Líf með Jesú“, stílabók og penna. 315 LÍTRA 545 LÍTRA 1fi5 LÍTRA stjörnu frystigaeði. Stórt hrað- jlf. Hitastilling meö orkuspar- [illingu. Hraðfrystihnappur. Sil im.MÁL: 60x86,5x64,5 945 LÍTRA 450 LÍTRA 1 geymslukarfa • 4ra stjömu frystigæði. Stórt hraðfrystihólf. Hitas orkusparandi stillingu. H1 Kistansituráhjólum. MÁL: 81 x 86,5 x 64,5 cm. 330 LÍTRA Stórt h raöfrystihólf. • 4ra stjörnu f ry 2 geymslukörfur stillingu. Hraðfrystihnappur. MÁL: 134,5 x CC," - aA ig með orkusparandi Rennur á hjólum. 88,5 x 64,5 cm. .ÐERUM.ÐUÐVmSt^W tiqæði. Ein stór geymsluskuffa. meðlokiaöframan.Oflug tillir, affrystingarskuffa, stillan- 60 x 160 x 60 cm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.