Morgunblaðið - 13.09.1987, Síða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
Þjóðgarðaríim
Þjónustumiðstöðin og tfaldsvæðin. Þama gista ferðamenn 20 þúsund næt-
ur yfir sumarið. Leggja þaðan upp í gönguferðir um stórbrotið landslag
þjóðgarðsins.
Svartifoss befur mikið aðdráttarafl MorgunbUðið/Emar Faiur
Við Skaftáijökul og Kristínartinda.
g nú er Þjóð-
garðurinn í
Skaftafelli, sem
stofnaður var
formlega 15.
september
1967, orðinn 20
ára. Landið var
upphaflega keypt með aðstoð al-
þjóðasamtakanna World Wildlive
Fund og er þetta nú einn af þremur
þjóðgörðum landsins. í Skaftafelli
mótaðist stefnan í uppbyggingu
þjóðgarða á íslandi samkvæmt
náttúruvemdarlögum, þar sem
markmiðið er vemdun slíkra svæða
svo að náttúran geti þróast sem
mest ósnortin um leið og almenn-
ingi er búin þar aðstaða til að njóta
án þess að spilla. Við vígsluna var
sagt: „Þjóðgarður í Skaftafelli er
óskrifað blað hvað snertir skipu-
lag“. Á þessum 20 árum hefur á
vegum og undir stjóm Náttúru-
vemdarráðs verið byggð þar
aðstaða fyrir ferðfólk með það
tvennt í huga að varðveita óskemmt
til komandi kynslóða þetta einstaka
landslag og veita nauðsynlega þjón-
ustu með tjaldsvæðum, snyrtingum,
göngustígum og leiðsögn. Var mót-
uð sú stefna að þjóðgarðurinn skyldi
vera gönguland, en bflastæði og
tjaldsvæði ræktuð upp á sandinum
fyrir neðan Skaftafellsbrekkur.
Þetta kunna landsmenn að meta
sem marka má af því að þar gista
menn árlega í 20 þúsund nætur
yfir sumartímann, auk gesta sem
ekki eiga þar næturdvöl. Ræktuðu
tjaldsvæðin á sandinum eru orðin 6
hektarar að stærð og veitir ekki af.
„Þeim mun betur sem við gætum
landsins, þeim mun fremur eigum
við skilið að eiga það“, sagði Gylfí
Þ. Gíslason, þáverandi mennta-
málaráðherra er hann veitti fyrir
20 árum fyrir hönd þjóðarinnar
Skaftafeli og i baksýn ÖræfajökuII með bæsta tindi íslands, Hvannadalsbpjúk.
þjóðgarðinum f Skaftafelli viðtöku
úr hendi formanns Náttúruvemdar-
ráðs Birgis Kjarans. Kvað sér
óblandið ánægjuefni að veita við-
töku fyrir hönd ríkisins landsvæði
þar sem íslensk náttúra er einna
fegurst og stórbrotnust, þar sem
ísland sé íslenskara en víðast ann-
ars staðar". Það er orð að sönnu.
Þjóðgarðurinn náði þá yfir 500
ferkm svæði, en var síðar stækkað-
ur til vesturs, líka að tillögu
Sigurðar Þórarinssonar og varð
1600 ferkm að flatarmáli. Þannig
að hann nær nú öllu ákomusvæði
skriðjökla hans og langt inn á jök-
ul. Þrír skriðjöklar eru að nokkru
eða öllu innan þjóðgarðsins, þ.e.
Skeiðaráijökull með útfalli Skeiðar-
ár, Morsárjökull, sem fellur í
jökulfossum niður í Morsárdal, al-
settur bogadregnum skárum og
Skaftafellsjökull, sem er stærsti
daljökull Evrópu. Fyrir framan
þessa hvítu jökla er á láglendinu
andstæðan, 1000 ferkm af dökkum
Skeiðarársandi. Og innan þjóð-
garðsins falla jökulámar Skeiðará,
Morsá og Skaftafellá, ekki alltaf
svo vatnsmiklar svo sem sjá má
þegar ekið er yfir langar brýr yfir
mjóar ár á hringveginum, sem þurfa
svo að standast Skeiðarárhlaupin
beljandi fram sandinn á 4-6 ára
fresti. Og er þá hriklegt um að lit-
ast.
Hrikaleikur, fegurð og andstæð-
ur eru þama þær mestu sem finnast
í okkar landi. Fannhvít jökulhvei,
lífvana sandauðn, hrikalegir skrið-
jöklar og svo í þessu miðju angandi
blómbrekkur Skaftafells með há-
vöxnum birki og reynitijám, hyldjúp
klettagil, tignarlegir fossar og ótal
margt annað.
Fjölbeytt og víðáttu-
mikið gönguland
Fram á daga flugsins var Öræfa-
sveitin einangraðasta byggð á
íslandi og var það happ mikið að
búið var að kaupa jörðina, marka
henni framtíðarhlutverk sem þjóð-
garður íslendinga, nú og um
ókomna framtíð, og undirbúningur
hafinn til að rækja það hlutverk
áður en ámar voru brúaðar og
umferðin varð hindrunarlaus um
hringveginn. Með allri þeirri umferð
sem nú er má geta nærri hvort hin-
ar gróðurmiklu bröttu Skaftafells-
brekkur hefðu getað tekið óheftri
umferð án þess að verða að flagi.
Nú geta menn notið þess sem fyrr
að koma af grárri sandauðninni og
finna bjarkarilminn úr skógar-
brekkunum. Skilja bílinn eftir á
bflastæðum og ganga eftir göngu-
stígum giljaleiðina upp að Svarta-
fossi eða í lengri gönguferðir, inn
að Morsáijökli eða í Bæjarstaða-
skóg, sem tekur 6-7 tíma. Göngu-
brúna sem sett hafði verið á Morsá
til að auðvelda för göngufólks í
skóginn, Morsárdal eða Kjósina, tók
af í vatnavöxtum 1984, svo nú verð-
ur að vaða ána. En brúin verður
brátt endurbyggð og búið að
tryggja fjármagn til þess árin
1988-89.
Eftir að menntamálaráðuneytið
hafði 1961 fallist á tillögur Náttúm-
vemarráðs um þjóðgarð í Skafta-
felli, var hafist handa um að afla
fjár og semja við landeigendur um
kaup á jörðinni. Tókust samningar
og lagði World Wildlive Fund fram
750 þúsund kr. í útborgun á móti
400 þúsund krónum frá ríkinu á 3
ámm. Þijú býli vom uppi í brekkun-
um, Hæðir, Bölti og Selið, en vegna
ágangs Skaftár höfðu graslendi og
tún smám saman farið undir sand