Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 15

Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 15
- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13: ‘SEPTEMBER T987 aB ^ 15 Á göngu inn í Morsárdal. Þjónustumiðstöð og ferðamannaverslun eru í þjóðgarðinum á sumrin og bæimir verið fluttir um 1830-50 upp í brekkuna. Bræðumir Ragnar og Jón Stefánssynir bjuggu í Hæð- um og áttu 2/3 jarðarinnar, en þriðjung átti Ingibjörg Þorsteins- dóttir og var leiguliði hennar í Bölta Jakob Guðlaugsson. Hafa störf Ragnars og Jakobs í þjóðgarðinum aukist eftir því sem þeir hafa lagt niður búskap. Hafði Ragnar síðast aðeins 30 kindur. Og er búskap í Skaftafelli nú að ljúka. Þjóðgarðsvarðaskipti í Skaftafelli Ragnari Stefánsson hafði lífstíðarábúð á jörðinni og hefur hann verið þjóðgarðsvörður í Skaftafelli fram á þennan dag. Og hafa hann og Laufey kona hans búið þar með reisn og sett svip á staðinn. Er Ragnar nú fyrir aldurs sakir að láta af störfum . Eru þau hjón að byggja sér hús í eigin landi FVeysnesi, austan og utan þjóð- garðsmarkanna. Hyggjast þau koma þar upp gistiaðstöðu. Staða þjóðgarðsvarðar hefur verið aug- lýst, en í reglugerð um þjóðgarðinn í Skaftafelli frá 1984 segir að Nátt- úruvemdarráð skuli ráða þjóð- garðsvörð til að fara með daglega stjóm í þjóðgarðinum, bæði gagn- vart starfsmönnum hans, gestum og þeim aðilum, sem annast þar rekstur og skal hann vera búsettur í Skaftafelli. Fyrir dyrum standa endurbætur á íbúðarhúsinu í Hæðum er nýr þjóðgarðsvörður tekur við. Einnig hafa farið fram endurbætur á íbúð- arhúsinu í Bölta, og nýtast bæði húsin í framtíðinni starfsemi þjóð- garðarins. Gamli bærinn í Seli er á vegum Þjóðminjasafnsins og verið unnið að viðgerðum í fjöldamörg ár. Líður vonandi ekki á lögnu áður en hægt verður að hafa húsin opin til sýningar. í reglugerðinni er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn sé opinn gestum allt árið, en þjónusta á tjaldsvæðun- um sé veitt 1. júní til 15. september hvert ár. Er gangandi fólki heimil för um þjóðgarðinn, en ætlast til að fylgt sé merktum gönguleiðum eftir því sem merkingum miðar áfram, en annars hefðbundnum gönguleiðum eða fyrirmælum starf- manna þjóðgarðsins. Gönguleiðir hafa á undanförnum árum verið bættar og gagngerar endurbætur unnar á þjónustumiðstöð, auk þess sem snyrtihús hefur verið reist vest- ast á tjaldsvæðinu. En í ferða- mannaversluninni má fá heitar máltíðir og allar algengar ferða- mannavörur. Eru á sumrin ráðnir landverðir, sem búa við tjaldsvæðið og sjá um rekstur þess, auk þess sem þeir eru ferðafólki til leiðbein- ingar. Á seinni árum hefur verið lögð sérstök áhersla á fræðslustarfsemi og leiðbeiningar með landvörslunni, sem hefur verið mjög vel metið. Á gönguferðum með landvörðum geta gestir betur notið ýmislegs sem þarna er að sjá og fræðst um hvað eina. Veðursæld og gróðursæld Skaftafell er einn veðursælasti staður á landinu og veitir Oræfajök- ull þar gott skjól. Gróðurfar er blómlegt. Suðlægar tegundir nokk- uð áberandi. Vaxa þama 210 tegundir blómplantna og villtra byrkinga í Skaftafellsbrekkum. Þrjár einkennistegundir Austur- lands setja mikinn svip á þjóðgarð- inn, bláklukkan í skógar- og grasbrekkunum, gullsteinbijótur- inn á melunum á áraurunum og klettafrúin á klettasillum. Neðan- verðar hlíðar eru þaktar birkiskógi og er birkið 6-7 metra hátt í brek- kunni neðan bæjanna, en skriðular birkihríslur hafa fundist allt upp í 600 metra hæð. Langhæst og feg- urst er birkið þó í Bæjarstaðaskógi, 8-10 metra hátt. Skordýralíf er líka mjög fjölskrúðungt íi Skaftafelli. Og mikið um fugla. Til dæmis er íslenski músarrndillinn, sem er óve nju stórvaxinn og finnst ekki utan íslands, hvergi jafn algengur og hér. En úti á Skeiðarársandi eru hinar ógnvekjandi fuglategundir þrár, skúmurinn, skjóinn og svart- bakurinn áberandi, enda er þetta einn mikilvægasti varpstaður skúmsins við norðanvert Átlants- haf. Þykir mörgum hann æði atgangsharður þegar hann er með hreiður og unga. En öll þessi fjöl- beytni gerir þjóðgarðinn í Skafta- felli svo eftirsóknarverðan gestum og gangandi. Tilgangur friðlýsing- arinnar er einmitt að varðveita sérstök landsvæði svo að komandi kynslóðir hafí tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum nú. Og þykir vel hafa tekist til á þessum 20 árum síðan þjóðgarður var þama stofnaður. Náttúruvemdarráð hefur gefíð út bækling með korti og öllum upp- lýsingum til leiðbeininga fyrir ferðafólk, og auk þess hefur það gefíð út sérprent í svokölluðum Lesörkum, um varpfugla eftir Sig- urð Bjömsson í Kvískeijum, um flóru og gróður eftir Eyþór Einars- son og um héraðið milli sanda og eyðingu þess eftir Sigurð Þórarins- son. Og er það mjög gagnlegt fyrir þá sem dvelja í þjóðgarðinum og vilja kynnast honum. En það sem skiptir sköpum um að lengi verði hægt að njóta þessa dýrðarlands, er góð umgengni ferðafólksins sjálfs og skilningur á mikilvægi þess að vemda þjóðgarðslandið. úrval af blússum, pilsumog peysum frá V-þýsku fyrirtækjunum YARELL, ARA-JERSEY, MARIO ROSELLA, WERNER GRAUMANN. Einnig kjóla frá MAX SCHRÖDER í stærðum 50-58. Tökum upp vörurdaglega. tískuverslun, Barónsstíg 18, s.: 23566. Félag íslenskra iðnrekenda Háskóli íslands, endurmenntunarnefnd ^ Verzlunarráð íslands y ÞEKKINGARKERFI („EXPERT SYSTEMS") OGNOTKUN ÞEIRRA VIÐ ÁKVARÐANATÖKU í framleiðsluiðnaði og við stjórnun fyrir- tækja og stofnana: Námskeið 21. og 22. september nk. ÞEKKINGARKERFI eru kerfi þarsem upplýsingar' og ákvarðanareglur á tilteknu sérsviði eru settar inn ítölvu með kerfisbundnum hætti, þannig að þær eru tiltækar og aðgengilegar hverjum þeim sem aðgang hefur að kerfinu. Þekkingaricerfi eru að ryðja sértil rúms um allan heim sem mikilvægt hjálpar- tæki við ákvarðanatöku. Hluti I: 21. september kl. 9.00-13.00. Ætlaðyfir- stjórnendum auk sérfræðinga og rekstrar- stjóra. Þessi hluti ferfram á ensku. „Expert system Application in Dupont. Management Awareness Overview". Umræður. Dr. Örn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Dupont. Hlutill: 21. september kl. 13.00-17.00 og 22. september kl. 9.00-17.00. Ætlað sérfræðingum og rekstrarstjórum. Uppbygging þekkingarkerfa. Framsetning þekkingar. Regludrifin kerfi. „INSIGHT2+" hugbúnaður við gerð þekkingarkerfa, for- ritun.Skipulag stærri þekkingarkerfa. Innra samræmi í reglukerfum. Notkun ytri gagnagrunna. Notkunarsvið og takmark- anirreglukerfa. Dr. Oddur Benediktsson prófessor. Skráning á námskeiðin er á aðalskrifstofu Háskól- ans sími 694306. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endur- menntunarstjóra Háskólans, sími 23712 og 687664. I,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.