Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 22
22 B
MÖRGUNBEAÐIU; SUNNUDAGUR 13.' SEPTEMBER 1987
Um næstu helgi, 18. til 20. september, verða kyrrðardagar haldnir austur í Skálholti, við altaris-
göngu, bæn og þögn frammi fyrir Guði.
Kyrrðardagar í Skál-
holti um næstu helgi
Fyrir tveimur vikum var ég
að skrifa um fólk, sem átti þá
djúpu þrá í hjarta sinu að kom-
ast ögn afsíðis til að „vinda
ofan af sér“, vera í kyrrð með
sjálfu sér og kannski öðru fólki
til að eyða samansaf naðri
streitu og afla sér friðar til
nánustu framtiðar. Varla hafði
ég skrifað þær línur þegar mér
bárust fregnir af sliku tæki-
færi, sem boðið er til austur í
Skálholti um næstu heigi, 18.
til 20. september.
Undirbúningsnefnd skipa þeir
dr. Hjalti Hugason, séra Sigurður
Árni Þórðarson rektor í Skálholti
og dr. Sigurbjöm Einarsson bisk-
up.
Leiðbeinandi daganna verður
dr. Sigurbjöm. Dögum verður
skipt milli tíðagjörða, bæna-
stunda, brotningar brauðsins,
hugleiðinga, máltíða og útivem.
Boðið er til viðtalstíma fyrir þau,
sem þess óska. Ætlast er til að
þögn ríki á staðnum utan sam-
vemstundanna í kirkjunni, allt frá
því eftir kvöldmáltíð á föstudags-
kvöld til kvöldverðar á sunnudag,
en þá verður þögnin rofin. Máltí-
ðir verða líka kyrrðartími og leikin
verður hljómlist meðan setið verð-
ur að snæðingi.
Kyrrðardagar em fyrir öll þau,
sem vilja reyna sjálf hvað slíkt
samfélag getur gefið. Þeir em
ekki tilboð um meðferð eða hjúkr-
un og ekki ætlaðir sérsfræðingum
í innhverfum iðkunum. Þeir kre§-
ast einskis af þeim, sem koma,
nema þess að þau finni þrá í
hjarta sínu til að njóta þess, sem
boðið er til, og vænti þess að finna
það í altarisgöngunni, bæninni og
þögninni hjá Guði.
Dagskrá
laugardagsins:
Til að gefa gleggri hugmynd
um kyrrðardagana birti ég dag-
skrá laugardagsins.
8.30 Lesmessa, altarisganga
8.30 Morgunverður
10.00 Hugleiðing. Dr. Sigurbjöm
Einarsson
12.00 Hádegisbæn
12.30 Hádegisverður
13.00—15.00 Viðtalstími fyrir
þau sem þess óska
15.00 Bænir
15.30 Síðdegiskaffí
16.00 Hugleiðing. Dr. Sigurbjöm
Einarsson
16.30 Viðtalstími fyrir þau, sem
þess óska
18.00 Síðdegisbænir
19.00 Kvöldverður
21.00 Completorium, náttsöngur
Skráning og brottf ör
Þeim, sem æskja þátttöku, er
velkomið að snúa sér til Lýð-
háskólans í Skálholti, þar sem
séra Hanna María Pétursdóttir
annast mótttöku af hálfu skólans.
síminn er 99-6870 eða 99-6871.
Fyrirspumum, ef einhveijar eru,
má beina til dr. Hjalta Hugasonar
í síma 686623 í Reykjavík.
Farið verður til kyrrðardag-
anna á föstudaginn 18. september
kl. 18 frá Umferðarmiðstöðinni,
en fólk getur líka komið á eigin
vegum. Kyrrðardögum lýkur á
sunnudag kl. 18 með kvöldverði
og síðan verður haldið heim. Þeim,
sem æslqa, gefst þó tækifæri á
lengri dvöl í Skálholti.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Post. 6.30—33 Ein í kyrrð.
Mánudagur: Orðskv. 4.23—27 Varðveit hjarta þitt.
Þriðjudagur: Opinberunarb. 3.20—22 Máltíð með Jesú.
Miðvikudagur: Post. 2.46—47 Samfélag kristínna.
Fimmtudagur: Sálm. 63.1—4 Þín leita ég, Guð.
Föstudagur: Míka 7.18—20 Syndunum varpað í djúpið.
Laugardagur: Jóh. 20.19—21 Friður sé með yður.
Gömul og margreynd
hefð í kirkjunni
Dr. Hjalti Hugason aðstoðar-
rektor við Kennaraháskóla íslands
er einn þeirra, sem undirbúið hafa
kyrrðardagana. Hann sagði að
þetta væri í fyrsta skipti,- sem
slíkir kyrrðardagar váéru haldnir
í Skálholti og raúnar í íslenzku
þjóðkirkjunni; Kyrrðardagar voru
haldnir að Longumýri fyrir fáein-
um" árum • undir leiðsögn Sigur-
bjarnar biskups en þeir voru með
öðru- sniði.- Dr. Sigurbjörn verður
líka leiðbeinandi þessara kyrrðar-
daga og það er áhugahópur um
starf af þessu tagi, sem annast
þá í samvinnu við Lýðháskólann
í Skálholti, sagði dr. Hjalti.
Eru slíkir kyrrðardagar ekki
aldagamalt fyrirbæri í kirkj-
unni?
Jú, þetta er þrautreynt erlend-
is. Svíar og Finnar eru reyndastir
í þessu á Norðurlöndum og hafa
sótt hugmyndir sínar til anglík-
önsku kirkjunnar og hún aftur til
kaþólikka. Þetta er þess vegna
mjög alkirkjuleg hugmynd en
framkvæmd í hverri kirkju fyrir
sig. Hver þeirra þróar hana lítið
eitt í sína átt. Við vonum að fram-
hald verði á þessu starfi eftir
þessa kyrrðardaga nú í Skálholti.
Vitið þið hverjir sækja helzt
slíka samveru, þar sem til henn-
ar hefur verið boðið?
Dr. Hjalti Hugason aðstoðar-
rektor er í hópi áhugamann-
anna, sem undirbúa kyrrðar-
dagana.
Það hefur verið kannað, t.d. í
Svíþjóð. Það kom í ljós að það var
fyrst og fremst fólk úr heilbrigðis-
stéttum og fólk, sem vann að
ýmsum félagsmálum. Þetta sam-
veruform höfðar til fólks, sem
starfar að virkum félagsstörfum
og þarfnast hvíldar frá þeim um
stund. En við viljum höfða til sem
flestra og vonumst eftir þátttöku
frá fólki á breiðu sviði.
Ut úr brimsogi
í morgunmund fyrr í vikunni
heimsótti ég dr. Sigurbjörn
Einarsson biskup til að spyija
hann um kyrrðardagana, sem
eru í vændum. Og sá dagur
allur varð mér sjálfri kyrrðar-
dagur í öllu annríki sínu. Dr.
Sigurbjörn sagði:
Boðið er upp á tækifæri handa
þeim, sem vilja draga sig í hlé eða
fara í hvarf í bili. SkálhoÍtsstáður
er kjörinn til þess að vekja til
hljóðlátrar íhugunar. Þar líður
þeim vel, sem vilja vera einir með
sjáifum sér. Menn þúrfa að vera
einir með sjálfum sér einhveijar
stundir og daga. Það er mikið um
ærustu í nútímanum og meira en
nóg af hávaða, mikið framboð af
afþreyingarefni, sem oftast skilur
lítið eða ekkert eftir, ekki einu
sinni hvíld eða slökun. Og vinnuá-
lag er mikið hjá mörgum, kapp-
hlaup við klukkuna. Menn gefa
sér ekki tóm til að staldra við,
siaka á spennunni og hugsa. Þetta
leiðir til streitu eins og alkunnugt
er.
Það er vaxandi skilningur á því
að menn komi sér út úr straumi
eða brimsogi hins daglega lífs.
Og þetta er í boði þessa daga í
Skálholti. Það er ekki bara ein-
vera og þögn, sem boðið er uppá.
Dagskráin er borin upp af sameig-
inlegri trúariðkun. Einvera og
þögn eru ekki takmark í sjálfu
sér heldur leið að marki eða for-
senda. Mörgum virðist það
óþægilegt að vera ein með sjálfum
sér. Einsemd og einvera getur
auðvitað verið böl ef það stafar
af ytri aðstæðum, ef menn eru
dæmdir til einsemdar. Það er hins
vegar reynzla fyrir því að menn
geta við slíkar aðstæður fundið
þroskaleiðir, sem þeir höfðu ekki
hugmynd um áður. Mörgum þykir
gott að leita til öræva og njóta
þar hinnar djúpu þagnar. En hvert
sem maður leitar og hvar sem
maður er þá hefur maður sjálfan
sig með sér.
Við spjöllum um stund um mis-
muninn á þessum kristnu kyrrðar-
dögum og því, sem boðið er upp á
í innhverfum iðkunum. Við förum
svo oft yfir lækinn til að sækja
Dr. Sigurbjöm Einarsson bisk-
up verður leiðbeinandi kyrrð-
ardaganna.
vatnið, segir dr. Sigurbjöm. En
sameiginlegt með kristinni trú og
ýmsu því, sem t.d. indversk trúar-
brögð kenna er auðvitað það að
við leitum eftir því að vekja per-
sónuleikann eða hjartað eins og
það heitir á kristnu máli. Þar em
uppsprettur lífsins eins og segir í
helgu orði. í þeim skilningi er það
lindaraugað, sem tekur við að-
streymi Drottins. í fylgsnum
hugans reynum við ekki að mæta
sjálfum okkur heldur Guði. Það
er bæn. Og bæn er óhugsandi án
innri kyrrðar. Slík kyrrð getur
ríkt í háreysti og umsvifum ef
maður hefur þjálfað sig á þann
veg, ef bæn er manni eiginleg og
uppistaða í sálarlífinu. En það er
nauðsynlegt að geta lokað úti
hávaðann í kringum mann,
sveigja athyglina inn á við, þar
með til móts við Guð.
En Guð kristinna manna beinir
okkur út fyrir sjálf okkur. Hann
stefnir ekki að því að loka okkur
fyrir lífinu í kringum okkur, fyrir
náunganum og þörfum hans.
Þvert á móti. Við þurfum að vera
ein með honum marga stund. En
hann minnir okkur alltaf á að við
höfum skyldum að gegna við
sköpun hans og ekki bara við
okkar eigin sál. En án þess að
leggja rækt við sína eigin sál
gagnast maður ekki öðrum.
í-