Morgunblaðið - 13.09.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.09.1987, Qupperneq 26
26 Ð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum REFSIVIST Á BARNAHEIMILI Victoria Sellers er 23 ára gömul dóttir Peters Sellers sáluga, og Britt Ekland. Hún lenti í kast við lögin í Los Angeles nýlega og var dæmd í þriggja ára þrælkunarvinnu fyrir að hafa kókaín undir höndum. Hún þarf þó ekki að mylja gijót með sleggju, heldur vinnur hún kauplaust á heimili fyrir munaðar- laus börn í fátækrahverfi í Los Angeles-borg. Það hefur hins vegar komið á daginn að Victoriu líkar refsivistin hið besta; bömin elska hana, og henni finnst í fyrsta skipti að hún hafi einhvem tilgang í lífinu. Victor- ia fær að fara fijáls ferða sinna eftir venjulegan vinnutíma, en hún býr með móður sinni, Britt Ekland, eiginmanni hennar, honum Slim Jim McDonnell - sem gæti reyndar ver- ið bróðir hennar, þvi hann er aðeins 25 ára gamall - og hálfbróður sínum Nicholai, sem er 14 ára. Það fylgir sögunni að Victoriu komi nú vel saman við móður sína, en það mun ekki alltaf hafa verið svo. AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR BILAÞVOTTASTOÐVAR í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirkum bílaþvottastöðvum á fjórum stöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Veganesti, Akureyri 0 Olíufélagið hf Victoria Sellers (sitjandi) heldur þarna á einu barnanna sem lögin hafa skipað henni að vinna fyrir í þrjú ár. Liza Minelli - laus úr viðjum áfengis og eiturlyfja. Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „Hallarsel Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 1.-14. september kl. 10 - 19 í símum: 641111,40020 og 46776. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 14. september og lýkur með jólaballi. FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar LIZA MINELLI leikur sjálfa sig Liza Minelli hefur nú nýlega selt bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC eigið handrit að þriggja tíma sjónvarpsþætti. Þátturinn á að íjalla um baráttu Lizu gegn eiturlyfja- nautn og áfengissýki, en hún læknaðist af hvorutveggja á Betty Ford-meðferðarstofnuninni, sem fyrrverandi forsetafrú Banda- ríkjanna kom á laggimar. Liza hyggst sjálf leika aðalhlut- verkið í þáttunum - enda erfitt að sjá hver væri betur til þess hæf - og heyrst hefur að hún hafi fengið vinkonu sína, Elísabetu Taylor, til að leika líka í þeim, en Elísabet hefur einnig þurft leita á náðir Betty Ford-stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.