Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
't. '•
y, þú átt cé) opr\cx hann rnrfct cx pn'iLU af-
mæ/i'sins þ'ins ocj JoLanr^x.."
Með
morgunkaffinu
Ég- vil ráðleggja þér að
draga úr áfengis- og síg-
arettuneyslu, svo og
kynlífi, en gefa þig að
hæfilegum skömmtum af
trimmi...
HÖGNI HREKKVÍSI
/,HANN EK LYSTAR-LAUS/ "
„ PíZÖFAÐU MVJAKJ FISK."
Góðar móttökur
í Hvammsvík
Kæri Velvakandi.
Tilefni þessara lína er að segja
frá skemmtilegri uppákomu, sem
undirritaður og tveir félagar hans
urðu aðnjótandi í Hvammsvík- á
Hvalfjarðarströnd nýlega í boði
Laxalóns. Laxalón rekur m.a. eldis-
kvíar við Hvítárnes, sem er skammt
austan Hvammsvíkur.
Við komum í Hvammsvík laust
fyrir kl. 10 sunnudagsmorguninn
6. september sl. Einn okkar var
með flugustöng og ákvað að kasta
í lón þar sem Olafur Skúlason, for-
stjóri Laxalóns, hafði sagt okkur
að í væri um 50 regnbogasilungar.
Lón þetta er gert af mannavöldum
innst í Hvammsvík. Við hinir lögð-
um upp í golf á splunkunýjum 9
holu golfvelli, sem lokið var við
fyrir fáum dögum. Golfvöllurinn er
lagður á gamla túninu í Hvammi,
sem ekki er lengur nýtt sem slíkt.
I sem stytztu máli má segja, að
við golfarar lukum við völlinn laust
fyrir hádegi, okkur til mikillar og
óblandinnar skemmtunar, enda þótt
ónákvæmni hefndi sín í týndum
kúlum, því í kringum brautir er
kafgras og margskonar gryfjur,
skurðir og tjarnir, sem gera erfitt
að finna kúlur, sem þar lenda.
Er við ætluðum að fara að leika
9. holuna, komum við að félaga
okkar, sem lyfti hróðugur upp
tveimur þriggja punda regnbogasil-
ungnm, sem hann hafði veitt
skömmu áður á einkrækju númer 6.
Þegar við komum til baka í bæki-
stöð golf- og veiðibúðarinnar, var
okkur boðið upp á kaffi og nýbökuð
rúnstykki með reyktum regnboga-
silungi, sem reyktur var í Borgar-
nesi. Þessi reykti silungur er hið
mesta lostæti og svo feitur að hann
rennur upp í í manni eins og smjör.
Við vorum síðan leystir út með flök-
um af reyktum regnbogasilungi,
svona rétt til þess að gera ekki
endasleppt við okkur félaga.
Ekki er að efa, að Stór-Reyk-
víkingar munu kunna að meta þessa
nýju möguleika til afþreyingar, sem
þama bjóðast, a.m.k. þeir sem
þreyttir eru á yfirfullum golfvöllum,
og þeir sem hafa ekki á vísan að
róa annars staðar með að krækja
sér í vænan fisk svona skammt frá
Reykjavík.
Fyrir hönd okkar félaganna færi
ég forráðamönnum Laxalóns beztu
þakkir.
7167-6668
Þakkarverð greiðasemi
Til Velvakanda
Mig langar til að segja smá ferða-
sögu. Þannig var að fjölskyldan fór
í ferðalag 31. júlí sl. og var keyrt
til Víkur. Þegar við komum til Víkur
um fimmleytið var þar töluvert
hvassviðri. Það var nú samt ákveð-
ið að reyna að tjalda. Þegar við
vorum að reyna að tjalda komu
tvær stúlkur þar að og buðust til
að hjálpa okkur. Þá vildi ekki betur
til en svo að tjaldið rifnaði. Þær
vom mjög leiðar yfir þessu og
bauðst önnur þeirra strax til þess
að sauma þetta fýrir okkur en hún
sagðist vinna þama á saumastofu.
Og saumaði hún rifuna svo vel að
við gátum haldið ferðalaginu áfram.
Vil ég senda þessari ungu sauma-
konu kæra kveðju með þakklæti
fyrir mjög góða greiðasemi í Vík í
Mýrdal. Því miður fínnst mér maður
alltof oft finna ókurteisi og litla til-
litssemi.
Fjóla og fjölskylda
Yíkverji skrifar
Kynning Stöðvar 2 á haust-
dagskrá stöðvarinnar
fyrir nokkrum dögum hefur
vakið athygli fólks. Hún þykir
sýna ótrúlegan kraft og metn-
að hjá þessu unga fyrirtæki,
sem hefur náð betri fótfestu á
skömmum tíma, en nokkurn
grunaði í upphafi. Víkverji
hefur lengi haft áhyggjur af
því mikla flóði amerísks sjón-
varpsefnis, sem stöðin sendir
frá sér og áhrifum þess á
tungu okkar og menningu.
Þess vegna vakti það framtak
sérstaka athygli, sem skýrt var
frá í þessari kynningu, að Stöð
2 hefur ráðið leikara til þess
að tala inn á barnamyndir, sem
sendar eru út um helgar. Þetta
er til fyrirmyndar og sýnir lofs-
verða viðleitni til þess að
takast á við það vandamál,
sem útsending á miklu magni
erlends efnis óneitanlega er.
xxx
Fyrir nokkrum dögum birt-
ist lítil frétt hér í Morgun-
blaðinu um hvolpalæti i
Grafarvogi. Þar var sagt frá
hvolpi, sem hafði glefsað í
börn án þess þó að alvarlegt
slys yrði. Þessi hvolpalæti eru
þó til marks um vaxandi
vandamál, sem leiðir af hunda-
haldi á höfuðborgarsvæðinu.
Skv. þeim reglum, sem settar
voru um hundahald er óheimilt
að láta hunda ganga lausa
utan dyra. Þessar reglur voru
haldnar í upphafi en þess gæt-
ir nú í síauknum mæli, að þær
séu brotnar, með tvennum
hætti. Víkveiji hefur hvað eft-
ir annað rekist á lausa hunda,
sem eru ekki einu sinni í fýlgd
með eigendum sínum en það
er líka algengt að fólk fari í
göngutúr með hunda sína án
þess að hafa þá í bandi. Þetta
fólk virðist ekki skilja það, að
þótt eigendur þekki hunda sína
vel og ekki af öðru en góðu á
það sama ekki við um þá, sem
á vegi þeirra verða. Mörgum
er lítið um hunda gefið og of
mörg dæmi eru um það, að
hundar hafí ráðist á fólk. Þess
„Égbiðþig
Guð að
gæta mín“
— hverorti?
Ágæti Velvakandi.
Þú leysir margra vanda og hlust-
ar á margra kvabb. Ef til vill getur
þú orðið við minni bón.
í lok kvennaáratugar var ég við
messu í Hallgrímskirkju. Það var
hugljúf stund og þar var sungið
fallegt ljóð, sem hófst á þessum
orðum: „Ég bið Guð að gæta mín.“
Getur þú haft upp á þessu ljóði
fyrir mig og hver orti? Er þetta ljóð
ásamt hinu undurfagra lagi til á
plötu?
Grímur Grímsson
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
vegna ber yfirvöldum að fylgja
reglum um hundahald vel eft-
ir. Ella á það eftir að leiða til
stórfelldra vandamála.
xxx
Kringlan er skemmtilegur
verzlunarstaður, hefur
þegar breytt mörgu í verzlun
á höfuðborgarsvæðinu og á
eftir að hafa víðtækari áhrif,
þegar frá líður. Eigendur
Kringlunnar standa þó frammi
fyrir vandamáli, sem menn
hafa kannski ekki séð fyrir en
það er mengun á jarðhæð bíla-
stæðis verzlunarhússins. Það
er óhugnanlegt að fylgjast með
þessum ungu piltum, sem leið-
beina ökumönnum í leit að
lausum bílastæðum, sem eru
að reyna að verjast mengun
frá bílunum sjálfsagt með litl-
um árangri. Þessi mengun
hrjáir viðskiptavini einnig á
leið til og frá bílunum. Hvað
er til ráða?