Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 3
í
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 3
Gömul tréhús í Porvoo við Finnska flóann.
meðal annars inn á sænsk svæði,
svo íbúunum þar fannst að sér
kreppt. Þá vantaði líka allt þjóðar-
stolt, mundu fæstir ríkulega
menningararfleifð sína, sem birtist
meðal annars í þjóðvísum og -bún-
ingum og margir fluttu til Svíþjóð-
ar. Núorðið eru Alandseyjar
sænskasta svæðið, hafa reyndar
sjálfsstjóm. En síðan hefur orðið
þjóðemisvakning meðal sænsku-
mælandi Finna. Núorðið em
samskipti hópanna hnökralaus þó
stöku sinnum sjáist lesendabréf þar
að lútandi.
Það er öllum skylt að læra
sænsku í grunnskólanum. í 3. bekk
hans er hægt að velja milli nokk-
urra mála, sem fyrsta erlenda máls,
meðal annars sænsku og ensku,
sem flestir veija, því það þykir ögn
hallærislegt að velja sænsku. Af-
staðan gagnvart þessu er kannski
ekki ósvipuð afstöðunni til dönsku
hér. En þeir sem ekki velja sænsku
þurfa samt að læra hana í þremur
síðustu bekkjum gmnnskólans.
Þegar ég var í barnaskóla var öllum
skylt að lesa sænsku og það í átta
ár, svo hún hörfar, þó reynt sé að
gera námið aðlaðandi með fjörlegu
kennsluefni.
Auk sögulegra raka fyrir
sænskukennslu er haldið fram gildi
hennar vegna norrænnar samvinnu.
En sumir Finnar svara því til, að
þeir vilji þá alveg eins tala ensku
þar. Reyndar hafa þeir gert tilraun-
ir til að fá túlka á Norðurlandaráðs-
fundum. En á slíkum vettvangi er
það helzt danskan, sem stendur í
okkur, þó við játum það ófúslega."
Finnar og íslendingar
— tvær útkjálkaþjóðir
— íslendingar segja oft eftir
norrænar mótstefnur, að þeim hafí
fallið svo Ijómandi vel við Finnana
í hópnum. Burtséð frá því að
drykkjuvenjumar em kannski líkar,
fínnst þér þá þjóðunum svipa sam-
an?
„í norrænu samstarfí eiga báðar
þjóðimar það sameiginlegt að vera
einangraðar. Við emm ekki eins
einangraðar landfræðilega og þið,
en málið einangrar okkur. Þó fínnsk
menning sé norræn, vegna sögu
okkar, þá er málið ekki norrænt.
Líkt og íslenzk nútímamenning er
sú fínnska ung, fyrsta finnska
nútímaskáldsagan er aðeins rúm-
lega hundrað ára. Og báðar þjóðim-
ar haga sér i samræmi við þetta
einkenni. Og svo hafa báðar þjóð-
imar verið undir erlendu valdi.
íslendingar em að nokkm leyti
opnari og það er auðveldara að
komast í hópinn hér, til dæmis á
vinnustöðum, en svo heldur ekki
lengra. Útlendingar í Finnlandi
segjast ekki einu sinni komast svo
langt. Yfírleitt era íslendingar já-
kvæðari og heldur bjartsýnni en
landar mínir, sem em nokkuð
þyngri á bámnni.
Það er gott að vera Finni á ís-
landi og hér em engir fordómar
gagnvart Finnum. Drykkjuvenjum-
ar em líka svipaðar, því þó meðal-
neyzlan sé ekki há er dmkkið
hressilega þegar er kneyfað á annað
borð. Mér er sagt að þunglyndi og
sjálfsmorð séu ekki óþekkt hér frek-
ar en í Finnlandi. En rejmdar er
mynd mín af íslendingum gmnd-
völluð á Reykjavíkurlífínu, svo hún
er kannski ekki alveg kórrétt.
Vísast eru Finnar vanari stórborg-
arlifi en íslendingar, en haga sér
oft í bænum eins og þeir séu einir
í heiminum, geri sér ekki grein fyr-
ir að í þéttbýli þurfi að taka tillit
til annarra. Annars er gott að um-
gangast fólk hér. Það kemur
nefnilega til dyranna eins og það
er klætt.“
— Hvað með íslandsáhuga í
Finnlandi og öfugt?
^,Það er greinilega vaxandi áhugi
á Islandi heima fyrir og nú em oft
greinar þar um íslensk efni, einkum
um jarðfræði og bókmenntir. Bæk-
ur eftir Laxness hafa verið þýddar
á fínnsku og það em að tínast út
nýjar þýðingar á fombókmenntun-
um. En ísland er flestum Finnum
íjarlægt og framandi og í hugum
þeirra er myndin af landinu eftir
því.
Það er slangur af íslenzkum stúd-
entum í Finnlandi og við bjóðum
uppá góða skóla, ekki sízt tónlistar-
skóla, en líklega fælir málið fólk
frá.“
— Af tröppum heimsborganna
er Finnland ekki síður útkjálki en
ísland. Hvemig gengur að koma
fínnskri menningu á framfæri?
„Núorðið blæs byrlega fyrir okk-
ur í tónlistinni og þar em heldur
engir tungumálaerfíðleikar. í bók-
menntum er róðurinn þungur, þar
vantar bæði þýðendur og áhuga,
helzt að við náum stöku sinnum
athygli hinna Norðurlandanna. Þó
er sérstök stofnun, sem á að efla
finnskar bókmenntir erlendis,
styrkja þýðingar og geiða fyrir út-
gáfu erlendis. A vegum hennar er
gefínn út myndarlegur bæklingur á
ensku fjórum sinnum á ári. Þá hef-
ur fínnskum kvikmyndum verið
fálega tekið erlendis, fæstar átt
erindi út fyrir landsteinana. Þó gild-
ir annað um teiknimyndir, sem em
mjög góðar margar hverjar og þær
hafa gengið út. Þar hefur samvinna
sjónvarpsstöðva líka gagnast okkur
vel. Finnsk byggingarlist hefur
reynst okkur góð útflutningsvara,
meira að segja selzt grimmt í
Arabalöndunum. Sem stendur er
þó tæplega hægt að tala um blóma-
tíma í þeirri grein. En við höfum
ekki átt velgengni að fagna í evr-
ópsku söngvakeppninni, frekar en
sumir aðrir. Allt þetta og fleira til
drepum við á í kennslunni, þó tíminn
sé naumur. Þar sem finnsk menning
er annars vegar, er af nógu að
taka."
Þetta hafði Timo Karlsson sumsé
að segja um fínnsku, Finna og Finn-
land, svona í stuttu máli. En þetta
ætti líka að duga til að'sannfæra
þá sem Iangar að kynnast tungu-
máli ólíku okkar og forvitna ferða-
langa um að Finnland býður upp á
eitt og annað og þó fleira væri. En
meðan tækifærið til Finnland-
skynna af eigin raun lætur bíða
eftir sér, þá má fínna margan fróð-
leiksmolann, til dæmis í bókasafni
Norræna hússins... og svo auðvit-
að í finnskunáminu uppi í háskóla.
Texti: Sigrún Davíðsdóttir
TELEFAXÍÆKI
F0-200 er vinsælasta telefaxtækið
frá Sharp í dag. Um er að ræða mjög fyrir-
ferðarlítinn og nettan fjarljósritara. Tækið
vegur aðeins rúm 5 kg og er því auðvelt
aðflytja á milli. Það sem þetta tæki hefur
fram yfir mörg önnur, mun dýrari
tæki er möguleiki á
hálftórTcTsendingu sem
tryggir skýrar og góðar myndir.
Sjálfvirk skerpustilling og pappírsskurður.
MHBM
FO-2700
er einfalt tæki, hentugt fyrir þá
sem nota fjarljósritara mikið. 100
m pappírsrúlla fylgir. Þetta tæki
er á tilboðsverði vegna hag-
stæðra magninnkaupa. Tæki
þetta fékk mjög góða dóma í
breskri könnun á skrifstofutækj-
um. FO-2700 hefur sjálfvirka
skerpustillingu og pappírsskurð.
FO-600
er hágæða tæki með innbyggðu
minni fyrir 10 númer, sem mest
eru notuð. Tæki þetta er fyrirferð-
arlítið og býður upp á mjög
vönduð myndgæði. Tækið reynir
sjálfkrafa aðra hringingu í mót-
tökunúmer hafi verið á tali í fyrra
skipti.
Verð frá kr.
150.000,-
Við sjáum um uppsetningu og tengingu sem reyndar er mjög
einföld. Það sem þarf er símtæki/símalína með beinu
innvali eða stök.
Verið velkomin á Hverfisgötu 103
SKRIFBÆR
HVERRSGÖTU 103 SÍMI 25999
s\á' V®09
«**$*#*
Mi