Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Ævintýríð um Michelle Shocked Sagan af því hvernig söngkonan Michelle Shocked komst á samning hjá hljómplötufyrirtæki er ævin- týraleg, enda lá leiðin frá varðeldi i Texas í efsta sæti breska óháða vinsældalistans. ichelle Shocked (nafnið varð til þegar hún var handtekin í mótmælaaðgerð- um í Dallas 1984) flæktist víða með móður sinni og stjúpföður þar til þau settust að í Gilmer, smáborg í Aust- ur-Texas. Michelle hélt þó áfram að flakka strax og hún hafði til þess aldur og hefur viða komið í Bandaríkjunum og Evrópu. Tónlistaruppeldi sitt fékk hún að hluta á banda- rískum „bluegrass" hátíðum og tólf ára var hún farin að leika á mandólin. Síðan það var hefur hún bætt við fiðlu og gitar. 1988 varð áhugi á hraðri pönktónlist til þess að Michelle komst i svokallaðan „hardcore“ hóp i San Franc- isco. Hún hefur sagt frá því að í Haight Ashbury, hvar sumar ástarinnar var í kringum 1968, hafi verið sumar hatursins 1983, sem spegli þá breytingu sem orðið hafi á högum fólks í Ashbury. Segja má að „hardcore“ tónlistin hafi verið pólitísk pönktónlist; nokkurs konar gáfumanna- pönk ólíkt bresku pönktónlistinni sem var uppreisn að neðan. Á þessum tíma hlustaði hú þó einnig á Leadbelly og Paul Simon. Harla ólíkleg blanda það, en hún segist hafa verið órafmagnaður pönkari. Það var síðan flökkulífíð sem leiddi Michelle að Kerrville hátíð- inni í Texas síðasta sumar. Þar ætlaði hún að spila, en af ein- hveijum orsökum hafði þáttöku- tilkynning hennar misfarist og hún fékk því aðeins að leika sem gestur í stöku lögum. Á staðnum var eigandi nýstofnaðs hljóm- plötufyrirtækis, Peter Lawrence, sem á útgáfufyrirtækið Cooking Vinyl. Hann hefur sagt frá því að hann hafí hrifíst af því er hún lék á fiðlu frumsamið cajun-lag. Einnig vakti útlit hennar athygli hans, því pönkuð hárgreiðsla og klæðaburður stakk nokkuð í stúf á hátíðinni sem er einkum ætluð fyrir þjóðlagasöng og álíka. Síðasta dag hátíðarinnar bað Pet- er hana um að syngja nokkur lög fyrir sig inn á ferðasegulband (vasadiskó). Hún féllst á það og söng frumsamin lög inn á eina 90 mínútna spólu við eigin gítar- leik. Engisprettur sem sáu um bakraddir og stöku vörubíll sem átti leið framhjá lagði líka sitt af mörkum. Peter hélt heim til Eng- lands og sendi síðan Michelle samning um plötuútgáfu. Michelle samþykkti útgáfu og út kom plata með lögum frá þessari upptöku, platan The Texas Campfíre Ta- pes. Víst er að upptökukostnaður hefur ekki áður verið minni við plötu, en hann var talinn um eitt sterlingspund. The Texas Camp- fíre Tapes rokseldist í Bretlandi og fór í efsta sæti breska óháða listans. Þessar vinsældir komu mönnúm nokkuð á óvart, tónlistin er nefnilega skammt frá þeirri þjóðlagatónlist sem var að gera út af við allan þorra tónlistará- hugamanna um 1970. Að vísu hafa menn eins og Billy Bragg gert það að verkum að áheyrend- ur eru famir að taka aftur mark á þjóðlagasöngvurum eftir að söngvarar og sveitir eins og Pet- er, Paul & Mary, Barry McGuire og Tom Paxton voru búnir að rýja tónlistina öllu trausti með tilgerð, væmni og klisjukenndri einfeldni. Michelle kemst vel frá sínu á plötunni og hún sneiðir fram hjá öllum gildrum sem áðumeftidir söngvarar/sönghópar sátu í alla sína tíð (sitja sumir enn). Textar hennar gefa oft í skyn pólitíska afstöðu en hún er í raun aldrei afgerandi nema ef vera skyldi afstaða með konum almennt. Michelle leggur meira upp úr að segja sögu en að vera að predika beint og hún er þvílíkur sögumað- ur að hveijum og einum fínnst sem hún sé að tala við hann ein- an. Samlíking við Suzanne Vega er kannski nærtækust, enda koma þær úr svipuðu umhverfí, en Suz- anne er samt meiri iðnaðarmaður en Michelle og tónlist Suzanne er meira í ætt við verksmiðjufram- leitt popp. Þó er kannski ekki alveg sanngjamt að bera þær Suzanne og Michelle saman því sú síðamefnda hefur enn ekki gert stóra hljóðversplötu. Á The Texas Campfíre Tapes tekst Michelle að sjmgja svo eðli- lega og afslappað að þeir sem á plötuna hlusta fá það á tilfínning- una að þeir hafí verið staddir við varðeldinn og hún sé að syngja fyrir þá eina. Þetta má glöggt heyra í laginu Who Cares?, sem er, að því er virðist, einföld saga um draugaþorp í bandaríska vestrinu. Aður en varir og án þess að áheyrandi taki beint eftir því, er lagið orðið að æskuminn- ingu er endar á ráðleggingum til áheyrenda um það hvemig hann eigi að umgangast eigin fortíð. I því lagi heyrist og vel hve radd- beiting Michelle er góð og hreim- urinn breytist árejmslulaust eftir því sem við á. Líkt og textinn Who Cares? em textamir við Fogtown, The Ballad of Patch Eye and Meg og The Secret to a Long Life einskonar smásögur sem hún nær að gæða lífi. Fogtown fjallar um San Fransico, þá hlið hennar sem hinn almenni borgarbúi veit ekki um, lífið í fátækrahverfí borgarinnar, enda er hann sofandi þegar hvað mest gengur á þar. Hinn almenni borgari sér aðeins borgina í dags- birtu, en hún er eins og máluð gleðikona, það verði að þreifa á til að fínna hvað er raunverulegt. Síðasta lag plötunnar er The Secret of a Long Life (Is Knowing When It’s Time to Go). Það minnir nokkuð á Bob Dylan eins og hann var á plötunni Blood on the Tracks, en sagan er ólík. Hún lýsir þeirri speki að besta leiðin til að lifa lengi sé að vita hvenær tími sé til kominn til að hætta, til að fara. Michelle er að vonum ánægð með frama sinn í tónlistinni og þá sérstaklega hvemig sá frami er til orðinn. Best þykir henni að plata hennar skuli hafa komið út hjá smáfyrirtæki. Hún segist hafa megna óbeit á stórfyrirtækjunum og vinnuaðferðum þeirra. Að hennar mati varð pönkið til þess að bijóta „öðruvísi" tónlist leið á markað, meðal annars hinni nýju gerð þjóðlagatónlistar. Pönkið sýndi fólki fram á það hvemig tónlist getur verið sjáfri sér nóg, hvemig tónlist getur aftur orðið almenningseign. Það sem mestu ræður um það hvort hin svoköll- uðu sjálfstæðu útgáfufyrirtæki nái að lifa er það hvort tónlistin sem þau em að selja sé nógu fjöl- brejrtt. Fjölbrejrtnin gerir það að verkum að markaður fyrir jaðar- tónlist heldur áfram að vera til. í Bretlandi hefur Michelle mik- ið sungið og þar hefur hún komið fram með tónlistarmönnum frá ýmsum löndum. Sem dæmi má nefna Glastonbury-hátíðina í So- merset. Þar kom hún fram með hljómsveitinni The Real Sound of Africa frá Zimbabwe, sem leikur þjóðlagatónlist frá Zimbabwe. í viðtali eftir þá tónleika sagðist hún ekki geta hugsað sér betri félagsskap en alþjóðlegt tónlistar- samfélag og telur sig læra mikið af að starfa með tónlistarmönnum úr öðrum heimshomum. Af framangreindu má geta nærri að það er fengur að fá Mic- helle Shocked til íslands, en samningar um það náðust nú fyr- ir stuttu. Michelle kemur hingað til lands í byijun október og held- ur hér þrenna tónleika hið minnsta. Frásagnir af tónleikum hennar á Bretlandi hafa allar ver- ið lofsamlegar og mikið hefur verið gert úr hæfni hennar við að ná sambandi við áheyrendur. Á tónleikaskrá hennar eru auðvit- að lög sem ekki eru á plötunni og eitt þar á meðal er lagið Graf- fíti Limbo sem fjallar um svartan krotlistarmann (maður sem fæst við þá misvinsælu iðju að skrejrta veggi húsa og neðanjaraðjám- brauta með lit á þrýstibrúsum), krotlistamanninn Michael Stewart sem barinn var til bana af lög- regluþjónum sem stóðu hann að verki. Það lag er eitt þeirra sem er í eðli sínu pólitískt, en samt er ekki tekin bein afstaða í textan- um. Það er flutningurinn sem tekur af öll tvímæli. Árni Matthiasson Prentsmiðjui Stofnanir Fyrirtæki w Fyrir ykkur, sem notið umslög I í stórum upplögum skiptir verðið miklu máli. W Við eigum fyrirliggjandi flestar gerðir umslaga, m.a. pokaum- slög úr 90 gr. pappír á verði. sem vert er að skoða nánar. Pokaumslög: Verð pr. 1000 stk. án ssk. Stærðir Brún Hvft 162x229 cB kr.1390,- kr. 1626,- ^ 175x250 b5 -1460,- -1834,- 220x280 -2150,- -2340,- 229x324 c4 -2250,- -2550,- 353x250 b4 - 2750,- - 3080,- 400x290 -3650,- Hringið og leitið upplýsing a - GARDAR JÖKULSSON, HEILDVERSLUN, SÍMAR 42395 — 29175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.