Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 11
sléttbakur orðinn sjaldgæfur við
strendur lands. En í norðri fannst
annar sléttbakur ennþá hægskreiðari
og spik- og beinmeiri, Grænlands-
sléttbakur. Hann varð nú að eftir-
sóttustu bráðinni.
í fyrstu var veiðin unnin á Sval-
barða, Jan Mayen eða annars staðar
á þurru landi. En þegar gekk á stofn-
inn og sífellt lengra þurfti að sækja
hvalinn var byrjað að sníða spikið
af hræinu við borðstokkinn. Árið
1698 veiddu 182 seglskip frá ýmsum
löndum hvorki meira né minna en
1888 hvali við Svalbarða.
Um miðja 19. öld höfðu hvalveiðar
breiðst út um öll höf. Suður-slétt-
bakur og hnúfubakur auk búrhvals
voru nú eftirsóttastir. Búrhvalinn er
að finna út um allan heim og því
gátu veiðiferðir tekið nokkur ár.
Á þessum árum blómstraði hval-
veiða-rómantíkin sem Hermann
Melville lýsir svo eftirminnilega.
Þrátt fyrir söguna af Ahab skipstjóra
í viðureigninni við Moby Dick og
ótal kvikmyndir sem gerðar hafa
verið um svipað efni, var það alger
undantekning að sjávarrisamir
hundeltu snerust til gagnárásar og
reyndu að mölva bát ofsækjenda
sinna. En víst er um það að hvalveið-
amar kröfðust mikils þolgæðis.
Veiðin sjálf stefndi sjómönnunum
oft í lífshættu. Handskutlinum, meira
en tveggja metra löngum viðarlegg
með jámoddi, varð að miða úr mik-
illi nálægð við dýrið. Áhöfnin varð
því að stýra opnum bátnum fast upp
að skepnunni, og hætta á sporðaköst
hennar. Þegar skutullinn stóð í baki
hvalsins rann út taug sem fest var
í skutulinn. Brátt komst báturinn á
hvínandi skrið, dreginn af hams-
lausri skepnunni. Stefna taugarinnar
og stríðleiki gaf til kynna hvar og
hvenær hvalurinn kæmi næst upp til
að blása. Áhöfnin freistaði nú þess
að vera tímanlega til staðar þegar
hvalurinn birtist og hæfa hann með
nýjum skutli.
Veiðamar drógust nokkuð saman
á síðari hluta 19. aldar þegar eftir-
spumin eftir búrhvalalýsi minnkaði.
Þá fengu hvalimir í fyrsta skipti í
þtjár aldir einhvem frið. En það var
skammgóður vermir. Við upphaf
þessarar aldar jókst til muna sóknin
í hvalalýsið því það var eftirsótt til
sápu- og smjörlíkisgerðar.
Tæknibylting- við
veiðarnar
Þar við bættist ný uppfinning,
skutulbyssan. Sú nýjung ásamt til-
komu nútíma gufuskipa í stað
seglbáta bylti hvalveiðunum og gróf
jafnframt undan þeim. Tveimur
mönnum er eignuð uppfínning skut-
ulbyssunnar, byssusmiðnum Cordes
frá Bremerhaven og Norðmanninum
Sven Poyn.
Púðurbyssan var svo hugvitsam-
leg að grundvallarhugmyndin að
henni hefur ekkert breyst fram á
þennan dag. Hökin á skutlinum opn-
ast á svipstundu og festa skutulinn
eins og akkeri í hvalnum. Þar að
auki kemur gat á sýruhylki við það
að skutullinn stingst í hvalinn og
kemur af stað sprengingu í hvalnum.
Sprengingin styttir dauðastríð
hvalanna til muna í samanburði við
gömlu skutlana. Og eftir að hægt
var orðið að hitta úr 30 til 40 metra
fjarlægð, stundum meira að segja
úr 60 til 80 m fjarlægð, var enginn
hvalur óhultur. Nú var meira að segja
hægt að eltast við hina hraðsyndu
reyðarhvali.
Með gömlu aðferðunum, seglskipi,
róðrarbát og handskutli þurfti samt
ekki nema nokkra áratugi til að út-
rýma ýmsum hvalategundum af
vissum hafsvæðum. Til dæmis voru
sléttbakar svo sjaldséðir orðnir að
ekki borgaði sig lengur að sigla lang-
ar vegalengdir til að komast í tæri
við þá.
Talið er að á 38 ára tímabili frá
1835 til 1872 hafi 20.000 hvalveiði-
skip verið við veiðar. Fengurinn var
10 milljón föt lýsis og amburs. Að
jafnaði voru árlega veiddir 3865 búr-
hvalir og 2875 skíðishvalir. Gera má
ráð fyrir að fimmtungur í viðbót
hafi sloppið með skutulinn í sér. Ef
allar tegundir hvala eru teknar með
í reikninginn má gera ráð fyrir að
300.000 hvalir hafi verið drepnir á
þessu tímabili. í Norðurhöfum
stefndi í sömu auðn og áður á Biskay-
a-flóa.
Þá kom sú frétt frá heimskauta-
förunum James Cook, J. Ross og J.
Weddel að þetta svæði moraði allt í
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 11
skíðishvölum. Sér til mikillar und-
runar heyrðu hvalveiðimenn að í
suðurhluta íshafsins væru fleiri og
stærri hvalir en áður höfðu verið út
af Svalbarða.
Skömmu eftir aldamótin hófust
veiðar við Suðurskautið. Fyrst var
gert út frá landi eins og til dæmis
Grytviken sem Norðmenn stofnuðu
á Suður-Georgíu. En á árunum
1923-25 komu hvalveiðimóðurskip
til sögunnar.
Hvalveiðimóðurskipin eða verk-
smiðjuskipin voru nokkurs konar
fljótandi verksmiðjur. Hverri slíkri
tilheyrði floti minni og hraðskreiðari
gufuknúinna báta. í verksmiðjuskip-
inu voru mörg hundruð manns sem
unnu hvalinn um borð eftir að hann
hafði verið dreginn inn um skutinn.
Svona var hægt að fullnýta fenginn,
og var því um arðbærari vinnslu að
ræða en verið hafði þegar hvalveiði-
rómantíkin blómstraði og stór hluti
veiðinnar nýttist ekki.
Á Suðurskautinu byijuðu veiðam-
ar samt upp á gamla mátann. Á
vertíðinni veturinn 1930-31 veiddust
40.200 hvalir og sjö árum síðar
46.039 hvalir á einni vertíð. Dæmi
eru til um að ein skytta hafí skotið
456 hvali á einni vertíð en það er
sagt um Norðmanninn A.Aksselsen
veturinn 1934-35. Það má því nærri
geta að mikið hafi gengið á hvala-
stofnana. Það var einkum steypireyð-
urin sem ekki stóðst sóknina en hún
var hvað eftirsóttust.
Stundum voru meira en 40 verk-
smiðjuskip á miðunum í einu. Haft
er eftir manni sem tók þátt í þessari
gegndarlausu útrýmingu að á eftir
hverri langreyði væru þrír bátar og
um hverja steypireyð væri eitt verk-
smiðjuskip. „Hver steypireyður sem
enn er á lífi hlýtur að hafa sloppið
að minnsta kosti fjórum sinnum und-
an veiðimönnunum." Ástandið var
vægast sagt hrikalegt og það breytt-
ist ekki fyrr en seinni heimsstyijöldin
skall á.
Á þriðja áratugnum er talið að
steypireyðarstofninn hafi verið um
210.000 dýr. Árið 1966 varð að
banna algerlega veiðar á þessari teg-
und. Nú telur stofninn 7.000-13.000
hvali eða 6 prósent upprunalega fjöl-
dans.
Eftirlit með veiðunum
Til þess að reikna veiðikvóta út
komu menn sér saman um svokallaða
steypireyðar-einingu. Hver steypi-
reyður jafngilti tveimur langreyðum,
tveimur og hálfum hnúfubak og sex
sandreyðum. Eftir að steypireyðinni
var nær útrýmt var farið að notast
við langreyðar-einingu. í uppruna-
lega langreyðarstofninum voru
450.000 dýr en nú eru um 80.000
eftir.
Talið er að einungis fímm prósent
af upprunalega hnúfubaksstofninum
séu nú eftir eða um það bil 5.000
dýr. Af þeim hvalategundum sem
mest voru nýttar virðast einungis
hrefnan og búrhvalurinn úr allri
hættu. Hrefnustofninn er 300.000
til 600.000 dýr og búrhvalastofninn
500.000 dýr.
Lengi hefur verið bent á þá hættu
sem hvölunum stafar af veiðunum.
í Frakklandi fór árið 1910 af stað
blaðaherferð gegn hinu „villimanns-
lega hvaladrápi". Árið 1936 var gert
fyrsta alþjóðlega samkomulagið milli
hvalveiðiþjóða og árið 1946 var Al-
þjóðahvalveiðiráðið stofnað. Upphaf-
lega snerist starfsemi þess um að
ákveða aflakvóta, veiðitíma og veiði-
svæði. Eftir því sem á leið voru æ
fleiri tegundir friðaðar eða að
minnsta kosti kýmar og kálfamir.
í flestum tilvikum er ekki hægt
að greina hvort um kú eða tarf er
að ræða fyrr en hvalurinn hefur ver-
ið veiddur (búrhvalur er undanskil-
inn). Þvi var gripið til þess ráðs að
ákveða lágmarksstærð dýrs sem
veiða mátti.
Erfitt er að fylgjast með hvort
slíkum reglum er framfylgt þó að
sérfræðingar séu sendir á staðinn.
Þar fyrir utan býr Alþjóðahvalveiði-
ráðið ekki yfir neinu lögregluvaldi
eða hliðstæðu framkvæmdavaldi.
Ekki er síður mikilvægt við hvala-
vemd að þekkja sem nákvæmlegast
lífsháttu og æxlunarmáta hvalanna,
stofnstærðir og náttúmlega fæðing-
ar- og dánartíðni hverrar tegundar.
Því fer fjarri að slíkar upplýsingar
liggi fyrir um allar hvalategundir.
Vissulega . ræðst starfsemi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins ekki einungis
af líffræðilegum heldur og einnig af
pólitískum, efnahagslegum og sögu-
legum sjónarmiðum. Samkmll
þrýstihópa innan ráðsins kann því
að vera utanaðkomandi aðilum óskilj-
anlegt.
Hillir undir lok
sóknarinnar
Eitt er þó víst að hvergi í heimin-
um nema hjá frumstæðum þjóðflokk-
um á afskekktum svæðum em
hvalafurðir nauðsynlegar til að upp-
fylla brýnustu þarfir mannanna. Olía
jojoba-jurtarinnar frá Mexíkó virðist
meira að segja geta komið í stað
hins eftirsótta búrhvalalýsis. Þó að
flestar þjóðir hafi nú látið af hval-
veiðum eða heitið að hætta þeim
innan skamms þá liggja að baki
slíkrar ákvörðunar aðrar ástæður en
náttúmvemdarhyggja eða undan-
látssemi við almenningsálit: Hval-
veiðamar borga sig einfaldlega ekki
lengur. Á 17. öld stóð þrímöstmngur
undir sér þó að fengurinn væri ein-
ungis bein úr þremur eða íjórum
Islandssléttbökum. Útgerð hvalveiði-
flota sem ekki hefur nóg að gera
hlýtur aftur á móti að vera rekin
með tapi.
Æ fleiri þjóðir gera nú tilka.ll til
200 mílna fiskveiðilögsögu þar sem
þeim sé heimilt að stjóma eigin fisk-
og hvalveiðum. Þrátt fyrir það em
síðustu hvalveiðiþjóðimar, Japanir,
Norðmenn, íslendingar, Suður-Kóre-
ar og Sovétmenn á undanhaldi. Hinar
svokölluðu vísindaveiðar em þeirra
síðasta hálmstrá. Sovétríkin sem
gerðu út stærstu verksmiðjuskipin á
sjötta áratugnum hældu sér af því
árið 1971 að hafa alfriðað höfmnga
vegna þess hve þeir væm „líkir
mönnunum".
Hvað um það, á ámnum 1979-80
veiddu rússnesk hvalveiðiskip 906
háhyminga sem aldrei höfðu verið
veiddir fram að því. Veturinn
1984-85 veiddi rússneski flotinn
3037 hrefnur í stað þeirra 1941 sem
Alþjóðahvalveiðiráðið hafði heimilað
þeim.
Er Bandaríkjamenn bmgðust við
með því að skerða fískveiðiréttindi
Sovétmanna við Alaska lofaði fulltrúi
þeirra í ráðinu, I.V. Nikonorov, því
að hvalveiðum yrði hætt fyrir fullt
og allt á þessu ári. Til að sýna vilj-
ann í verki létu Sovétmenn breyta
flaggskipi hvalveiðiflotans á Suður-
skautinu í fiskiskip.
Hvalveiðistefna Japana gagnvart
ráðinu hefur einnig tekið á sig ýmsar
myndir. Þó hillir nú loks undir það
að Japanir láti af hvalveiðum. Hitt
er svo annað mál hvort þessar ráð-
stafanir nægja til að hvalastofnamir
nái sér á strik:
Sem dæmi má nefna að hlé sem
varð á sókninni á ámm seinni heims-
styijaldarinnar virtist lítið stoða.
Sandreyðarstofninn óx en steypireyð
Qölgaði ekki eins og vonast hafði
verið eftir. Það kynni líka að hafa
ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef farið
verður að nýta svifið, aðalfæðuteg-
und hvalanna. Svo má spyija um
tilgang þess að vilja bjarga hvölunum
á meðan sífellt fleiri eiturefnum er
dælt í sjóinn.
(Þýtt úr Bildder Wissenschaft.)
Höfundur er forstöðumaður
dýragarðsins í Duisburg í Vest-
ur-Þýskalandi.
Ilílliot
SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- OG B0RÐBUNAÐ
NÝBÝLAVEGI24 - SÍMI41400
—t—l—h.I 4 ■ I ■ i I I I J I I I l
LAUGAVEGI 80-SÍMI17290 —
........................
syngur -
fyrirmatemestjí
sunnudagmn 20. sept.
É.1230og 203(l
Áöagskrá em léttir og
skemiriRegir Vínarsöngvar
lög úr söngleikium
og þekkt |lensk lög #
ílndirleikanníLstJónaslHimX 1
t
Sigtúni 38,105 Revkjayík, Tel: 6S90Ö0