Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 17

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 B 17 Búðakirkja endurbyggð og vígð VÍGSLUBISKUP Skálholts- stiftis séra Ólafur Skúlason vígði Búðakirkju sunnudag- inn 6. september sl. Búða- kirkja hefur verið endurbyggð svo að segja má að nm nýja kirkju sé að ræða. Þess var vandleg gætt í góðu samstarfi sóknarprestsins, séra Rögnvaldar Finnbogasonar og sóknamefndarinnar, en formaður hennar er Vigfús Þráinn Brjánsson, við þjóðminjavörð Þór Magnússon og Hörð Ágústsson fomhúsafræð- ing að fyrra útlit héldi sér vel. Hörður hefur haft veg og vanda af núverandi útliti kirkjunnar en kirkjan var fyrst reist að Búðum árið 1703, en endurreist árið 1848. Núverandi kirkja hefur verið færð ofar í garðinum og stendur hátt og veglega og er að henni mesta pfyði, segir í frétt sem blað- inu hefur borist. Það var mikill mannflöldi sem sótti hátíðarguðs- þjónustuna og komst ekki nema nokkur hluti kirkjugesta inn til guðsþjónustunnar. En veður var gott þannig að ekki fór síður um þá sem utar stóðu eða tylltu sér í grængresið. Þeir sem voru inni gátu fyrst gert sér grein fyrir mann- fjölda við altarisgönguna þegar straumur altarisgesta var óslitinn, löngu eftir að þeir sem inni sátu höfðu allir gengið til altaris. Var komið fyrir hátölurum utan dyra og einnig vom þar rútubflar tilbún- ir ef veður hefði ekki verið svo gott. Sóknamefridarfólk og prestar úr prófastsdæminu, sem þar vora allir mættir sem heima vora nema einn, bára muni kirkjunnar í fyikingu við upphaf messunnar en organisti var Elías Davíðsson og stjómaði hann einnig söng. Eftir vígsluna var sest að veislu- borði í hótelinu að Búðum, þar sem konur í söfnuðinum höfðu hlaðið á borð hinum mestu kræsingum. Um Búðakirkja tvö hundrað manns neyttu veiting- anna og hlýddu á ræður, sem þar vora fluttar. Búðakirkja er hið fegursta guðs- hús og hinum fámenna söfnuði til mikils sóma. Og enn eykur það á yndi við athafnir að listafólkið Sigríður G. Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð hafa hannað og ofíð hök- ul og munu bæta þar við altarisdúk. Talið frá hægri: Séra Ólafur Skúlason vfgslubiskup, séra Rögn- valdur Finnbogason, Staðastað, séra Ingiberg J. Hannesson, Hvoli í Dalasýslu, séra Hreinn Hákonarson, Söðulsholti, séra Guðmundur Karl Ágústsson, Ólafsvík, og séra Friðrik Hjartar í Búðardal. / tilefni sjávarútvegssýningar í Laugardalshöll um helgina, höfum við dekkhlaðið víkingaskip af öllu því besta sem úr hafinu kemur. Lítið við og kitlið bragðlaukana með úrvals sjávar- réttum. Borðið í Blómasal - ánœgjunnar vegna HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA JSSf HÓTEL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.