Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 19
ætlar að eyða til að fagna 200 ára
afmælinu á næsta ári. Einnig hafa
frumbyggjamir sagt að þeir ætli
ekki að taka þátt í afmælinu því
koma hvíta mannsins til Ástralíu
hafi ekki verið neitt fagnaðarefni
fyrir þá. Nú er bara að sjá hvort
afmælið fari friðsamlega fram.
Koalabjöminn hefur verið nefnd-
ur ambassador Ástraliu enda er
enginn maður með mönnum nema
hann hafi haldið á einum slíkum.
Þeir em mikil gæðablóð og kippa
sér ekki upp við óðagotið á ferða-
manninum er hann fær þennan
mjúka bangsa í fangið. En núna
vofir útrýmingarhætta yfír þessum
litla ambassador Ástralíu og
visindamenn segja að hann verði
útdauður eftir tuttugu ár ef ekkert
verði að gert. Þessi hætta stafar
ekki af manna völdum heldur er
hann með einhvers konar kynsjúk-
dóm sem er að útrúma þeim smátt
og smátt. Dýraverndunarmenn
segja að það sé kominn tími til að
koalabjöminn fái eitthvað af þvi
fjármagni sem hann skilar til ástr-
alska ríkisins árlega og að þvi
fjármagni verði varið til að bjarga
honum fra útrýmingu.
Þessi litla fröken býr í dýragarð-
inum í Adelaide og er nýorðin eins
árs og var haldið upp á afmælið
með kökum og blöðrum. Afmælis-
bamið, Indah, skemmti sér alveg
konunglega og skríkti er blaðran
hennar tókst á loft. Mamma Indah
dó fyrir 3 mánuðum úr nýmaveiki
svo að starfsfólk dýragarðsins varð
að taka að sér uppeldið. Dýragarð-
urinn i Adelaide hefur aldrei alið
upp svona stóran apa svo þeir urðu
að fá ráðleggingar frá öðrum dýra-
görðum og prófa sig síðan áfram.
Indah er af Orangutaætt svo hún
verður ansi stór er hún verður full-
vaxta. Fóstra Indah, Gabrielle,
sagði að hún væri eins og lítið bam
og þyrfti eftirlit allan sólarhringinn.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin
augum er ég sá að Indah var með
bleyju og hún vældi ámátlega til
að láta vita að fóstra hennar þyrfti
að skipta á henni. Rúm Indah var
fullt af alls konar leikföngum og
hún hafði tekið sérstöku ástfóstri
við tuskukengúru. Pabbi Indah býr
einnig í dýragarðinum og starfs-
menn hafa ekki þorað að setja þau
saman en það fýndna við hann er
að hann er yfir sig feiminn við kven-
fólk og hylur alltaf andlit sitt er
Gabriella nálgast hann.
Sýning tveggja kvenna
í Hafnargalleríi
KRISTÍN Arngrímsdóttir og
Alda Sveinsdóttir opna sýningn
í Hafnargalleríi, Hafnarstræti
4, mánudaginn 21. september.
Sýningin stendur til 1. október
og er opin á verslunartíma.
Alda Sveinsdóttir stundaði nám í
Myndlistaskóla Reykjavíkur og
Myndlista- og handíðaskóla fslands
1983-1987 og lauk prófí úr kennara-
deild. Alda var með einkasýningar í
Gallerí Landlyst í Vestmannaeyjum
1981, Ingólfsbrunni í Reylg'avík
1986, Egilsbúð á Neskaupstað 1987,
auk þess hefur hún tekið þátt í sam-
sýningum. Myndir hennar eru unnar
með vatnslitum og olíupastel.
Kristín Amgrímsdóttir stundaði
nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur
1978-1980, Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1981-1986 og lauk prófí
frá kennaradeild. Auk þess stundaði
hún nám í grafíkdeild 1985-1986.
Kristín hefur tekið þátt í samsýning-
um í Gerðubergi 1985 og IBM-sýn-
ingu 1987. Myndir Kristínar eru
unnar með blandaðri tækni, bleki,
olíu og blýanti.
Meðfylgjandi mynd er af einu af
verkum Öldu Sveinsdóttur
Þar til í bytjun janúar bjuggu
bara tveir íslendingar í Adelaide,
Drífa Harðardóttir og Albert Jóns-
son, en síðan þá hefur þeim fjölgað
í tíu en fímm af þeim eru nemar
er fara aftur lit íslands í lok ársins.
Það var því sannköjluð 17. júní
stemmning er litla íslendingafé-
lagði hittist í fyrsta sinn til að fagna
þjóðhátíðardeginum heima hjá
Drífu og manni hennar Jack. Vegna
hellidembu varð að halda hátíðar-
höldin innandyra og það var ekki
laust við að menn fengju heimþrá
er þeir snæddu vöfflur með ijóma
og horfðu á regnið berja rúðumar.
Það var lítið um ræðuhöld og söng,
heldur var aðalumræðuefnið skor-
dýr. Þær eru margar pöddumar
sem hrella okkur héma í Ástralíu
og við emm öll orðin sérfræðingar
í skordýraeitri og úðum á allt kvikt.
Það var því ekki gaman fyrir pöddu-
hrædda Islendinga að lesa í blöðun-
um um brúnu ekkjuna sem er
banvæn kónguló og hefur slæðst
inn í landið með skípum. Hún líkist
annarri kónguló sem er sauðmein-
laus þrátt fyrir ógeðfellt útlit og
stærð svo nú bættist eitt kvikindið
enn á listann okkar. Það er einn
siður sem okkur íslensku konunum
hefur fundist skrítið að venjast en
hann er sá að ástralskar konur
heilsa ekki með handabandi heldur
kinka kolli. Það kemur fát á suma
karlmenn er við réttum fram hönd-
ina við kynningu og þeir taka í
hana eins og hún sé blaut tuska.
Tölvuvæóing
fiskvinnslu
Nýr möguleiki
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF
HUGBUNAÐUR
í Vestmannaeyjum eru fiskvinnslufyrirtækin
með sameiginlega tölvuvinnslu. Við endur-
nýjun búnaðar tölvudeildar var valinn sá
kostur að byggja eitt samhæft kerfi, þar
sem tekið var tillit til allra þekktra þátta í
tölvuvinnslu fyrirtækjanna. Einnig var
mikið lagt upp úr því að hafa svigrúm til
eðlilegrar þróunar hugbúnaðar og stækkunar
vélbúnaðar.
Fyrir valinu varð tölvubúnaður frá Digital,
viðskiptahugbúnaður frá ALLT og
fiskvinnsluhugbúnaður frá Hugtaki,
sem jafnframt sér um að tengja saman
allan búnað í eina heild.
hugtak
a *