Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 20

Morgunblaðið - 20.09.1987, Page 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON um Offenburg, en Þjóðveijar töldu hann hafa fært þeim kartöfluna. Þessi stytta var svo eyðilögð á nasistatímanum. Frakkar urðu seinir til að rækta kartöflur, eða um svipað leyti og íslendingar, en sagt er að Maríu Antoi- nettu hafi fundist kartöflur svo fallegar, að hún hafi skreytt hár sitt með þeim. Já, ýmislegt má gera við kartöflur. En þótt uppskera á kartöflum sé svo góð, að við getum ekki nýtt okkur allar þessar kartöflur til átu, held ég varla að hárskreytingarmenn okkar sækist eftir þeim, aftur á móti skulum við búa til ýmislegt gómsætt úr þeim. Fyrsti maður, sem ræktaði kartöflur á íslandi var F.W. Hastfer, barón, en það var á Bessastöðum sumarið 1758, en árið 1760 ræktaði Guðlaugur Þorgeirsson prófastur á Görðum á Álftanesi kartöflur, sama ár og Björn Halldórs- son prófastur í Sauðlauksdal. P. Rön ræktaði kartöflur í Reyjavík þetta sama ár. Það er einmitt á sömu slóðum og Guðlaugur Þorgeirsson ræktaði sínar kartöflur sem ég rækta mínar kartöflur og hefí gert í mörg ár, en það er í Græna- garði á Garðaholti á Álftanesi, en það land tilheyrði Görðum. Uppruni kartöflunnar er ekki kunnur, en talið er að hún sé upprunnin í Andesfjöllum Bolívíu og Perú eða hugsanlega i Suður-Chile. Þegar Evrópubúar komu til Perú í byrjun 16. aldar kunnu Perúbúar að geyma kartöflur frystar og þurrk- aðar. Spánveijinn Gonzalo Jimenez de Quesada var fyrsti Evrópubúinn sem kynntist kartöflunni, en það ,var þegar hann hertók hálent þorp í Norður-Perú árið 1537. Hann fann þar maís, baunir og ,jarðsveppi“, sem að líkindum hefur verið kartafla, en þetta höfðu þorpsbúar skilið eftir, þegar þeir í skelfingu yfirgáfu þorpið sitt. Spánveijar köll- uðu kartöflur batata, en það nafn er dregið af nafninu pappas, sem er kartafla á máli indíána. A síðari hluta 16. aldar var farið að rækta kartöflur víða um Evrópu, og munu írar hafa verið fyrstir til að rækt kartöflur í stórum stíl. Flestum mun kunnugt um hinar hörmulegu afleiðingar mikillar kart- öflusýkingar á írlandi árin 1845—46 er milljón manna dóu úr hungri og drepsóttum, sem fylgdu í kjölfar þess. Þjóðveijar voru líka fljótir til að rækta kartöflur. í Sjö ára stríðinu var matarskortur í Prússlandi, en Friðrik mikli hafði mikla trú á kartöflunni. Árið 1774 sendi hann svelt- andi bændum í Kolberg kartöfluútsæði, sem þeir neituðu að rækta. Hann sendi þá hermenn til að framfylgja þessu hjartans máli sínu. Um 75 árum síðar var svo reist stytta af Sir Francis Drake með kartöflu í hendi í bæn- Kartöflur Kartöf lusúpa með blaðlauk (púrru) Handa 4 5 stórar kartöflur 2 stórir blaðlaukar 8 dl vatn x/2 tsk. salt 6 svört piparkom 2 kjúklingasúputeningar 2 msk. ijómaostur án bragðefna '/2—1 tsk. salt V2 tsk. salvía (sage) 1. Afhýðið kartöflumar og skerið í bita. 2. Takið grófustu blöðin af blaðlauknum, kljúfið síðan og látið vatn renna vel inn 'hann. Skerið síðan í sneiðar. 3. Hitið vatn ásamt salti. Setjið kartöflu- bitana og blaðlaukssneiðamar í sjóðandi vatnið. 4. Setjið piparkom út í. Sjóðið við hægan hita í 15—20 mínútur. 5. Stappið nú laukinn og kartöflumar í vatninu með kartöflustappara. Kartöflum- ar fara í mauk, en laukurinn ekki. 6. Setjið kjúklingasúputeninga út í. 7. Setjið salt og ijómaost út í og hrærið ijómaostinn vel í sundur. 8. Setjið salvíu út í og látið sjóða upp. 9. Berið súpuna fram í pottinum eða hell- ið í skál. Meðlæti: Snittubrauð. Kartöflusalat Handa 6—8 2 kg kartöflur 3 harðsoðin egg 2 súr epli 2 sellerístönglar 1 græn paprika ‘/2 meðalstór gúrka nokkur strá graslaukur (nota má annan lauk) 1 hvítlauksgeiri 1 bikar sýrður ijómi 2 msk. olíusósa (mayonnaise) 1 dl ijómi 5 dropar tabaskósósa fersk steinselja 1. Þvoið kartöflumar, setjið í sjóðandi vatn og sjóðið þar til þær eru orðnar meyrar. Kælið síðan. 2. Harðsjóðið eggin, takið af þeim skum- ina. Saxið smátt. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarn- ann, skerið síðan í litla bita. 4. Þvoið sellerístönglana, skerið þvert í þunnar sneiðar. 5. Takið steinana úr paprikunni og skerið í litla bita. 6. Afhýðið gúrkuna og skerið í litla bita. 7. Klippið graslaukinn. 8. Setjið sýrðan ijóma, olíusósu, ijóma og tabaskósósu í skál. Hrærið vel saman. Meijið hvítlauksgeirann og setjið út í. 9. Skerið kartöflumar í litla bita. 10. Setjið egg, epli, sellerístöngla, papr- iku, gúrku og graslauk út í ijómasósuna. Blandið vel saman. 11. Setjið kartöflumar út í og blandið varlega saman við. Setjið í skál. Geymið í kæliskáp í 4—6 klst. 12. Klippið steinselju yfir. Athugið: Þetta salat hentar mjög vel með söltu og reyktu kjöti, pylsum og ro- ast beef. Bakaðar kartöflur 1. Veljið stórar kartöflur, u.þ.b. 200 g að þyngd. 2. Veljið kartöflur með fallegu sléttu hýði. Gullauga hentar ekki til bökunar. 3. Stingið litlum grillpinna (ef þið eigið þá, annars sleppið þið því) gegnum kart- öflumar og hafið í meðan á bökun stendur. Pinninn veldur því að kartöflumar bakast jafnar og fljótar. Burstið kartöflurnar vel. Þerrið síðan með eldhúspappír. 4. Penslið kartöflumar með smjöri eða olíu. Stráið síðan á þær fínu salti. Saltið gerir þó lítið annað en setja bragð í hýðið. 5. Leggið kartöflurnar á álpappír eða bökunarpappír. Hentugra er að nota bök- unarpappír. 6. Snúið kartöflunum meðan á bakstri stendur. 7. Bakið 200 g kartöflu í 75 mínútur. Að vísu fer bökunartíminn örlítið eftir gerð kartöflunnar. 8. Skerið kross ofan í kartöfluna að bakstri loknum. Þrýstið örlítið á hýðið við kross- inn og þrýstið kartöflunni upp. Kartöflustappa (mús) með eplum handa 4—6 4 stórar kartöflur 3 súr epli saltvatn V2 tsk. sykur Vs tsk. múskat 30 g smjör (2 smápakkar) 1. Afhýðið kartöflumar; skerið í bita. 2. Hitið vatn með salti, setjið kartöflumar í vatnið og sjóðið þar til þær eru tæplega soðnar. Hellið þá næstum öllu vatninu af þeim. Skiljið eftir V2 bolla. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjam- ann, skerið síðan í bita. Setjið bitana með kartöflunum í vatnið, setjið lok á pottinn og sjóðið í 10—15 mínútur. 4. Meijið kartöflurnar og eplin með kart- öflustappara. Látið vatnið vera með. 5. Setjið sykur og múskat út í. Setjið síðan smjörið í og hitið vel í gegn. Þetta er mjög gott með hamborgar- hrygg, skinku og steiktri önd. Kartöfluvínarbrauð 4 lengjur 500 g kartöflur 500 g mjúkt smjör eða smjörlíki 500 g hveiti 1 pundskrukka rabarbarasulta 1 egg 50 g möndlur eða heslihnetur 2 msk. sykur. 1. Sjóðið kartöflumar, afhýðið og kælið. 2. Setjið kartöflur í hrærivélarskál og hrærið vel í sundur. 3. Setjið smjörlíki út í kartöflumar og síðan hveiti og hnoðið vel saman. 4. Setjið deigið í kæliskáp f 2 klst. 5. Takið deigið, fletjið út á 2 stórar plöt- ur. Notið mikið hveiti undir og ofan á, þetta er lint deig og festist bæði við borð og kefli. 6. Skerið langsum í 4 lengjur hvora plötu. 7. Setjið sultu eftir endilöngum lengjun- um, leggið síðan aðra hlið yfir og loks hina. 8. Sláið eggin í sundur með gaffli. Smyij- ið síðan lengjurnar með því. 9. Saxið möndlumar frekar gróft, setjið sykur saman við þær. Stráið þessu yfír lengjumar. 10. Hitið bakarofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið lengjumar í miðjan ofninn og bakið í 30—40 mínútur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.