Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinnurekendur 23 ára stúlka óskar eftir vellaunuðu starfi. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 622485. Rekstrartækni- fræðingur nýkominn heim frá Danmörku með 3 ára nám og 1 árs starfsreynslu að baki óskar eftir atvinnu strax. Upplýsingar í síma 15376. Verkstjóri — fisk vinna Lítið fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi vantar verkstjóra til framtíðarstarfa. ★ Leitað er að dugmiklum manni. Æskilegt er að hann hafi matsréttindi í saltfiski og skreið. ★ í boði eru góðar tekjur fyrir réttan mann og hægt að útvega húsnæði ef óskað er. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Umsækjendum er heitið fullum trúnaði. RÁÐGAraXJR RÁÐNINGAMIÐLUN ( NÓATÚNI17,105 REYKJAVÍK.SÍMI (91)686088 Leikskólinn Álftaborg Safamýri 32, vantar starfsmann til uppeldis- starfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 82488. Verksmiðjuvinna Laghentur maður óskast í sprautumálun strax. Upplýsingar á staðnum og í síma 36145. Stálumbúðir hf., Sundagörðum 2 v/Kleppsveg. Teiknun/hönnun Óskum eftir að ráða teiknara. Verður að geta unnið sjálfstætt. Prentsmiðjan Edda, Smiðjuvegi 3, Kópavogi, sími45000. Verkamenn Óskum að ráða verkamenn til starfa í Helguvík. Upplýsingar í síma 92-14398. Núpursf. Filma — offsett Vegna aukinna verkefna í prentsmiðju vantar okkur röskan starfskraft í filmuskeytingu. Þeir sem hefðu áhuga á þessu starfi hafi samband við verkstjóra. Prentstofa G. Benediktssonar Nýbýlavegi 30 — Sími 641499. Mikil vinna Við hjá Kassagerð Reykjavíkur óskum eftir starfsmönnum til eftirfarandi starfa nú þeg- ar. Mikil vinna framundan. Gott mötuneyti á staðnum. 1. Vana starfsmenn til stillingar og keyrslu á iðnaðarvélum. 2. Aðstoðarmenn. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi samband við Þóru Magnúsdóttur milli kl. 13.00 og 16.00. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. $ KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF KLEPPSVEGI 33 105 REYKJAViK SiMI 38383 REYKJMJÍKURBORG Aauéo/i Stöcúci Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða: 1. Ritara við fjölskyldudeild, Vonarstræti 4. Bæði heilsdagsstarf og tvö hálfsdags koma til greina. 2. Hálfsdagsstarf ritara og hálfsdagsstarf gjaldkera við hverfaskrifstofu fjölskyldu- deildar í Mjóddinni. Eitt heilsdagsstarf kemur til greina. 3. Sendil við aðalskrifstofu, Vonarstræti 4. Þetta er heilsdagsstarf og auk sendil- starfa fylgja þessari stöðu ýmis almenn skrifstofustörf. Upplýsingar eru gefnar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Verkefnisstjóri á Austurlandi Egilsstaðabær og Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsa hér með laust til umsóknar starf forstöðumanns fyrir sameiginlegt átaksverk- efni þessara sveitarfélaga, sem standa mun yfir a.m.k. næstu tvö árin. Starfslýsing: Starfið er fólgið í að safna saman hug- myndum íbúanna um þau atriði er stuðlað gætni að bættum afkomumöguleikum og betra mannlífi. Tillögur þær sem fram kunna að koma skal síðan vega og meta og gera áætlanir um framkvæmdir. Samstarfsaðilar eru frá Byggðastofnun, Iðn- tæknistofnun og Iðnþróunarfélagi Austur- lands, sem ásamt forstöðumanni verkefnis- ins mynda starfshóp sem aðstoða skal þátttakendur við allt er lýtur að verkefninu. Eiginleikar umsækjanda: Þú þarft að vera bjartsýnismaður, sem getur miðlað nýjum hugmyndum. Þú þarft að geta unnið sjálfstætt, vera samstarfslipur og hafa gaman af að vinna með öðrum. Auk þess kæmi sér vel að þú: — hefðir reynslu af að reka fyrirtæki, — hafir þokkalega þekkingu á rekstrarhag- fræði, — sért eitthvað kunnugur staðháttum á svæðinu, — og/eða hafir áður unnið að svipuðu þróun- arverkefni. Ef þú hefur áhuga á starfinu og langar til að gera Austurland að ennþá betri stað til að búa á, þá hringdu til Iðnþróunarfélags Austurlands (Axel Beck) sími 97-21303, 97-21287, til Þorvaldar Jóhannssonar, sími 97-21303, Seyðisfirði, eða Sigurðar Símonar- sonar, Egilsstöðum, sími 97-11166, en allir þessir aðilar gefa nánari upplýsingar. Umsóknir sendist til Iðnþróunarfélags Aust- urlands, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði. Umsóknarfrestur er til 10. október 1987. Öryggisgæsla Sérhæft öryggisgæslufyrirtæki á Reykjavík- ursvæðinu vantar fólk til framtíðarstarfa á næturvaktir. ★ Leitað er að ákveðnu og ráðvöndu fólki með góða framkomu. Aðstoðarmenn rafvirkja Fyrirtæki er annast uppsetningu og viðhald rafeinda- og rafmagnsbúnaðar vantar að- stoðarfólk rafvirkja. Umsóknum um störfin skal skila til Ráðgarðs fyrir 25. september nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. RÁÐGATOUR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 Starfsmannamál/ sérverkefni Eitt af stærri þjónustufyrirtækjum landsins staðsett í borginni vill ráða starfskraft til trún- aðarstarfa. Starfið er laust síðar í haust. Starfssvið er fjölþætt og kemur m.a. inn á starfsmannastjórnum — endurmenntun og fræðslu fyrir starfsfólk — kynning á fyrirtæk- inu gagnvart fjölmiðlum — útgáfu fræðsluefn- is — vinna að sérstökum verkefnum fyrir forstjóra fyrirtækisins. Leitað er að aðila með góða almenna mennt- un ásamt starfsreynslu. Viðkomandi þarf að geta tjáð sig, jafnt í ræðu og riti, skipulagður í öllum vinnubrögðum, lipur í mannlegum samskiptum. Tungumálakunnátta, enska og norðurlandamál, skilyrði, vegna erlendra samskipta. Allar fyrirspurnir veittar á skrifstofu okkar í algjörum trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir 26. sept. nk. CtIJÐNT TÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Deildarstjóri Rauði Kross íslands, Rauðarárst. 18 vill ráða í stöðu deildarstjóra innanlands- deildar. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Viðkomandi sér um að fylgt sé stefnu stjórn- ar RKÍ í hinum ýmsu málaflokkum gagnvart stjórnum hinna 48 deilda félagsins, ásamt öðrum sérhæfðum verkefnum. Leitað er að aðila með góða almenna mennt- un, reynslu og áhuga á félagsstarfi, sem hefur mikið eigið frumkvæði, á gott með að tjá sig í ræðu og riti og er lipur í umgengni. Vegna tengsla við útlönd er tungumálakunn- átta nauðsynleg, enska og eitt norðurl. mál. Gera má ráð fyrir einhverjum tíma til ferða- laga. Allar upplýsingar veittar í algjörum trúnaði á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir 3. okt. nk. Guðni íónsson RÁÐCJÓF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5. I0l REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍM1621322

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.