Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 50

Morgunblaðið - 20.09.1987, Side 50
50 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 3A PALLI Þorleifur Guðjónsson Björgvin Gíslason Asgeir Óskarsson Gunnar Erlingsson 3 ápalli verða íAbracadabra í kvöldf mánudag, þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag. BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S 10312. Laugav. 116. OPIÐ ALLA DAGA- ÖLL KVÖLD. Efnahagsörðugleikar í Ungveijalandi: Orkuþörf næstu ára verður ekki fullnægt Gas verður ekki keypt frá Sovétríkjunum Búdapest, Reuter. UNGVERJAR hafa afráðið að hætta við að leggja gasleiðslu, sem fyrirhugað var að gera í samvinnu við Sovétmenn. Karoly Grosz, forsætisráðherra Ung- verjalands, skýrði frá þessu i gær og sagði efnahag landsins ekki ieyfa svo viðamiklar fram- kvæmdir. „Ég veit að mér hafa orðið á mikil mistök vegna þess að eftir tíu til fimmtán ár verður gífurleg þörf fyrir jarðgas það sem Ungverjar hefðu komist yfír með þessum n ! iiiiiiiiin i §.7 r 11 r ;—j -/ Alvöru 4-stjömu \ ^ JillllltlllliillliA V í frystihótf. \ e:a»»»i / VAREFAKTA er vottorJ dönsku neytendastofnunarinnar um eiginlelka vara, sem framleiðendur og innfiytjendur geta sent hettni til prófunar, ef þeir vilja, meó ödrum oróum, ef þeir þora! hætti," sagði Grosz er hann skýrði þingmönnum frá ákvörðun stjómar- innar. „Annað gat ég ekki gert vegna þess að við neyðumst til að takmarka umsvif okkar sökum efnahagslegra örðugleika," bætti hann við. Grosz kynnti þingmönnum nýja niðurskurðaráætlun ríkisstjómar- innar sem miðar að því að draga úr erlendum skuldum og rétta fjár- lagahalla ríkissjóðs. í þessu skyni verður dregið úr framkvæmdum og skattar verða hækkaðir. Grozs kvaðst hafa tilkynnt yfír- völdum í Sovétríkjunum frá ákvörð- un Ungveija um að draga sig út úr verkefninu. Samkvæmt áætlun- inni áttu Ungveijar að fá tvo milljarða rúmmetra af gasi frá Sov- étríkjunum frá árinu 1992 tii 2008. Ungveijar höfðu á móti heitið því að byggja vinnslustöð fyrir hráolíu og gas við Kaspíahafíð. Fram- kvæmdir vegna vinnslustöðvarinnar em þegar hafnar og var áætlað að þeim lyki árið 1991. Trúnaðar- bréf af hent HINN 17. september sl. afhenti dr. Hannes Jónsson, sendiherra, Zia-Ul-Haq, forseta Pakistan, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Pakistan, með aðsetri í Reykjavík. EKTA DÖNSK GÆÐIMEÐ ALLT Á HREINU - fjrrir snieMi og þarfír Norðuriandabúa - gædi á gódu verði! þorir og þolir KALDAR STAÐREYNDIR um þad sem máli skiptir, svo sem kaelisvib, frystigetu, elnangrun, styrk- leika, gangtíma og rafmagnsnotkun. Hátúni 6a, sími (91) 24420 NY AÐFERÐ VIÐ BYGGINGAÞRÓUN Tvö sveitarfélög á Austurlandi, Seyðisfjörður og Egils- staðir, efna til átaksverkefnis sem ætlað er að sporna gegn flóttanum til þéttbýlisins. Hvernig höfum við haft það undanfarinn áratug? Hver eru tækifæri okkar í dag? Hvernig lífi viljum við lifa næstu tuttugu ár? Hvernig gerum við drauminn að veruleika? Þessum spurningum ætla íbúar og ráðamenn tveggja nágrannasveitarfélaga á Austfjörðum, Seyðisfjarðar og Egilsstaða að svara á næstunni. Þær eru liður í tilraun sem kaupstaðirnir hyggjast gera með aðferð við byggðaþróun. Aðferðin nefnist átaksverkefni („til- taksprojekt") og hefur reynst geysivel hjá frændum okkar í Noregi. Hingað til hafa hefðbundnar aðferðir við eflingu byggðar ekki borið nógu mikinn árangur. Gerðar hafa verið þróunaráætlan- ir fyrir einstök byggðarlög, þeim veitt hagstæð lán eða hjálpað til að reisa stóra vinnustaði sem gætu orðið hornsteinn nýrrar atvinnuþróunar. Þessar aðferðir hafa sjaldnast dugað til að stöðva flóttann úr strjábýli til þéttbýlis við Faxaflóa. Átaksverkefnið byggir á öðrum forsendum. Þar er gengið út frá því að engir séu færari um að leysa vanda byggðarlaganna en íbúar þeirra. Utanaðkomandi geta lagt til hugmyndir og aðstoð en þegar málið snýst um stefnumótun og framkvæmd- ir verður að láta heimamenn eina um það. LEITARRÁÐSTEFNA Átaksverkefnið á Seyðisfirði og Egilsstöðum hefst nú í haust á því að vakin verður athygli á því með blaðaskrifum', auglýsing- um og umræðu manna á meðal á stöðunum. Síðan verður boðað til borgarafunda og kosin undirbúningsnefnd að svo- nefndri leitarráðstefnu sem haldin verður í vetur. Verður reynt að velja þátttakendur þannig að sem flestar atvinnugreinar og samtök eigi fulltrúa. Hlutverk ráðstefnunnar er að skilgreina vanda byggðarlaganna og kveikja hugmyndir að nýjum verkefnum sem þátttakendur taka síðan til við að móta og færa í raunhæfan búning. Ætlun- in er að út úr ráðstefnunni komi hugmyndir að 5-8 verkefnum sem með tímanum geti orðið að arðbærum fyrirtækjum sem skapa atvinnu og framfarir. Um leið eiga þau að leysa úr vanda byggðarlaganna sem getur verið af ýmsum toga: Lélegar sam- göngur, skortur á þjónustu, takmarkaðir möguleikar á tóm- stundaiðju eða/og félagsleg aðstoð svo dæmi séu nefnd. VERKEFIMISSTJÓRI Ráðstefnunni lýkur með því að stofnuð verða samtök sem eiga að halda utan um verkefnin og fylgja því eftir að þau komist í framkvæmd. Alls stendur verkefnið yfir i tvö ár og verður ráðinn sérstakur verkefnisstjóri til að stýra því. Höfð verður samvinna við sérfræðinga Byggðastofnunar og Iðn- tæknistofnunar og að sjálfsögðu verða ráðamenn kallaðir til á einhverju stigi málsins. Við undirbúning hefur verið náin samvinna með bæjarfélögunum tveimur og Iðþróunarfélagi Austurlands. Þessa stundina er verið að leita að hæfum manni til að veita verkefninu forstöðu en um leið og hann er fundinn verður hafist handa. Nánari upplýsingar um átaksverkefnið má fá hjá iðnráðgjafa Austurlands, Axel Beck, Seyðisfirði, isímum 97-21287 og 21303og hjá bæjarstjórum Seyðisfjarðar (97-21303) og Egil- staða (97-11166). Axel A. Beck iðnráðgjafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.