Morgunblaðið - 20.09.1987, Síða 54
54 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
TALSKÓLINN
Framsögn — Taltækni — Öryggi í framkomu —
Ræðumennska — Upplestur — Öndun — Slökun
— Einbeiting — Sjálfsöryggi.
Ath. sérnámskeið fyrir
fólk með stam- og
lestrarörðugleika og
útlendinga.
Haustnámskeið að hefjast.
Innritun daglega frá kl. 16.00-19.00 í
síma 17505.
Talskólinn,
Skúlagötu 61, sími 91-17505.
Gunnar Eyjólfsson.
IBM PC-tölvan hefur farið mikla sigurför um heim-
inn og nú er tala PC-tölva á íslenska markaðinum
farin að nálgast 12.000. Mikilþörf er nú á irön-
duðu og hagnýtu námi á þessar tölvur og algengan
notendahugbúnað.
Tölvufræðslan býður uppá 80 klst. nám í notkun PC-
tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem
dagnám á einum mánuði eða sem kvöldriám á tveimur
mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um
að leysa öll algeng verkefni á PC-tölvur.
Dagskrá:
* Grundvallaratriði í tölvutækni
* Stýrikerfið MS-DOS
* Ritvinnslukerfið ORÐSNILLD
* Töflureiknirinn MULTIPLAN
* Gagnasafnskeriið d-Base III+
* Fjarskipti með tölvum
Fyrsta námskeiðið hefst 28. september
Ath. Góð greiðslukjör í boði.
Fjárfestid i tölvuþekkingu, það gefur arð.
VR styöur sina félaga til þátttöku á námskeiöinu.
Nánari uppiýsingar cru veittar íxínwm 687590 og
686790.
5=sl TÖLVUFRÆÐSLAN
BORGARTÚNI 28
H
Hótel Örk:
Vel heppnuð heilsuvika
Til Velvakanda
Við hjónin dvöidum í 5 daga á
Hótel Örk í Hveragerði í sumar,
fórum á svonefnda heilsuviku sem
hótelið býður uppá. Er þar t.d. boð-
ið uppá læknisskoðun, nudd,
leirböð, ljósaböð, sund, leikfimi og
fleira. Allt er þetta í höndunum á
góðu fólki. Fæðið er heilsusamlegt
og gott. Allt miðast þetta við hvíld
og uppbyggingu líkamans. Hótelið
og öll aðstaða þar er frábært í alla
staði og þjónusta og allt viðmót
starfsfólks til fyrirmyndar. Verði
er stillt í hóf fyrir dvölina og von-
unst við hjónin til þess að þeir sjái
sér fært að halda þessari starfsemi
áfram og bjóða fólki þessa þjón-
ustu. Ég held að við hjónin getum
best lýst veru okkar þama með
þessum orðum.
Heisluvika á Hótel Örk
himnesk er í alla staði,
gleðja augu blóm og björk
en brunnar heilsu efst á blaði.
Kolbrún og Sveinn, Ólafsfirði
Athugasemdir vegna skrifa
Þorsteins Guðjónssonar
Til Velvakanda
Bjami Valdimarsson skrifar
Þó Hitler og nasistamir hafí
reynst Gyðingum og þeim þjóðum
sem þeir lítiisvirtu heitastir, þá
sátu þeir á svikráðum hver við
annan og fóru þá lítt saman heit
og gjörðir. Enda verða menn
dæmdir af verkum, frekar en orð-
um einum saman. Saga Þriðja
ríkisins hefur verið skráð, Iesið
hana. Kommúnismi, nasismi, fas-
ismi og landafundir em hluti
evrópskrar menningar, en „dáðir"
Gengis Khans ekki.
*
Islensk heimspeki
Hvað áttu frumþjóðir Suður-
Ameríku við er þær töluðu um
dvalarstað í Sjöstiminu? Inúítamir
í Grænlandi trúðu þessu líka og
er _þessi viska ekki þaðan komin
til Islands? Spyiji sá sem ekki veit.
Vísa vikunnar
Eftir mikið músatíst
mestur verður rosinn.
Þykir ekki öllum víst
að Albert verði kosinn?
Hákur
Víkveqi skrifar
Nú er beijatíminn kominn hjá
þrestinum, borgarþrestinum
að minnsta kosti, sem er svo sólg-
inn í reyniberin héma í görðunum
okkar. Um að gera að safna spiki,
koma sér upp virðulegri ístm, verða
eins og fljúgandi tennisbolti í laginu
áður en kuldaboli nær að spilla öllu
ætilegu.
Hjá Víkveija steyptist hann ofan
í garðinn eins og dröfnótt
skæðadrífa og greinamar á reyni-
tijánum bókstaflega svigna undir
mergðinni þegar mest gengur á.
Það er samt líkt með þrestinum
og mörgum spörfuglinum öðmm
að helmingurinn af orku hans sýn-
ist stundum fara í að reka keppi-
nautana frá, hnakkrífast um
krásimar, og gildir þá einu þó að
það verði naumast þverfótað fyrir
þeim.
Þetta sést gleggst á vetmm þeg-
ar gestum eins og þresti og stara
er gefið á hjamið. Sífelldur ófriður,
sífelld áflog. Rétt eins og er svo
algengt hjá okkur í mannheimum
þar sem svona hamagangur heitir
víst sjálfsbjargarviðleitni.
XXX
Agnarsmár skógarfugl (eða
heitir það kjarrfúgl á íslandi?)
hafði gert sér hreiður í dálítilli
hraunspmngu austan við Þingvalla-
vatn þar sem undirritaður staldraði
við með betri helmingi sínum í sum-
ar að fá sér í svanginn. Sá litli kom
upp um sig með því að láta öllum
illum látum alls staðar nema þar
sem hreiðrið var, en við sáum við
kauða.
Fyrir nokkmm ámm verpti þröst-
ur í garðinum hjá okkur þar sem
frændur hans em núna að kljást
um reyniberin, og lét eins og óður
aður allt sumar — óður þröstur,
vildi ég sagt hafa.
XXX
Hann vildi alls ekki heyra það
nefnt að við ættum þama lög-
heimili sjálf. Allt hans háttarlag var
á þann veg, að hann þættist eiga
þennan skika einn með öllu sem á
honum var og að hann ætlaðist til
þess að við hypjuðum okkur og lét-
um helst ekki sjá okkur framar.
Hann kom á þotuhraða og þóttist
ætla að gogga úr manni augun er
maður dirfðist að nálgast búið hans.
Bömin hans komust á kreik en
við vissum aldrei hvemig þeim
reiddi af.
Einn góðan veðurdag vom ung-
amir horfnir úr hreiðrinu aliir með
tölu og okkur var aftur óhætt að
stíga út á lóðina okkar.
Þar hafði annað hvort köttur
nælt sér í gómsætan bita ellegar
reynitrén eignast nýja kostgangara.
Steinsnar frá fyrmefndu hreiðri
í fyrmefndu gjótukomi i hraun-
inu fyrir austan Þingvallavatn vom
kveðjugjafír annarra ferðalanga
sem höfðu staldrað þama við líka
til að snæða nestið sitt og njóta
veðurblíðunnar og umhverfisins:
kveðjugjafír þeirra til þjóðgarðsins,
örlítill þakklætisvottur.
Þetta vom tveir vænir plastpokar
fullir af matarleifum og öðmm góð-
gæti. Annað gengið hafði þóst vera
að friða samviskuna með því að
rifa hellu upp úr mosanum og
dengja henni ofan á óþverrann; hitt
sómafólkið hafði troðið sinni gjöf
ofan í agnarlitla holu þama í
grenndinni.
Þökk fyrir móttökumar.
Þó var útskot við þennan áning-
arstað, ágætis bílastæði, og varla
höfðu manneskjumar verið fót-
gangandi. Þeim hefði með öðmm
orðum verið í lófa lagið að hífa
þenna pokaða ófögnuð upp i skottið
á ökutækinu og afgreiða hann þar
sem hann átti heima, nefnilega í
eitthvert sorpílátið sem þama er
að fínna.
En það var sem sagt langtum
of mikil fyrirhöfn eða langtum fyrir-
hafnarminna að minnsta kosti að
vera bara einn af þessum endemis
sóðum sem ætla kannski að hafa
það að lokum að gera þetta land
okkar að einum allsheijar sorp-
haugi.