Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 B 55 'Si VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 1 /WWf UJtt/’Ull psm t 'íH' Ú W k v i Hvar er sú þjóð stödd? Til Velvakanda. Einn morgun seint í ágúst var ég stödd í sumarbústað mínum í Vatnsendalandi við Elliðavatn. Ég þurfti að fara í vinnu yst út í Selja- hverfi í Breiðholti. Þar sem vinnu- veitandinn er sjúklingur hafði hann lánað mér lykil að híbýlum sínum og þótti mér vænt um að geta byrj- að mín störf án þess að valda ónæði. Ég stakk í vasa minn buddu og ávísanahefti til vara, því ég ætlaði að versla í bakaleiðinni. Nú gekk ég yfir móinn út í Fellahverf- ið, en það er um 10 mínútna gangur. Ég var svo óheppin að misstíga mig og fékk verk í hné, sem aðgerð var gerð á fyrir nokkrum árum en það er svolítið vangæft síðan. Ég ákvað því að taka mér leigubíl og fór inn í verslunina Iðufell, sem ég held að SS reki núna. Þar fékk ég að hringja hjá tveimur elskulegum ungum mönnum og fékk ekki að borga símtalið (þökk sé þeim). Þegar ég hafði farið smáspöl í leigubílnum uppgötvaði ég að að- eins var einn hundraðkall í budd- unni og að ég hafði tekið ávísana- lausa heftið í stað þess nýja. Ég bar þessi vandræði mín strax upp við bílstjórann, sem var ungur og efnilegur maður að sjá. Ekki gat ég farið að láta hann aka mér upp í sumarbústað aftur, því það er nokkuð löng leið, þótt hægt sé að stytta sér leið gangandi, og ekki vildi ég gera vinnuveitandanum ónæði. Mér varð því á að spyija í mesta sakleysi hvort ég mætti ekki borga það sem uppá vantaði á stöð- inni seinna. Við því fékk ég blákalt nei og sagði sá góði maður að bíllinn væri kominn langt yfir hundrað krónur nú þegar og það væri ekki sitt mál þótt fólk hefði ekki fýrir bíl. Nú er ég ekki að áfellast blessað- an manninn, hann hefur ugglaust haft sínar ástæður og var í fullum rétti. Sjálfsagt er fullt af fólki sem reynir að plata bílstjórana — svo getur hann líka hafa verið að harka alla nóttina og verið ósofinn. Hvað um það, ég fékk honum hundraðkallinn og haltraði minn veg gegnum allt Seljahverfið en á leiðinni fór ég að hugsa um að ég hafði hvorki nafn né stöðvamúmer bílstjórans. Og nú langar mig til að biðja hann að hringja í síma 42258 svo ég geti borgað honum það sem uppá vantaði, því ég hef aldrei viljað skulda neinum neitt. Kæri Velvakandi. I 3.500 ára gömlu indversku riti sem í eru fjölmörg vers um uppruna heimsins og sögu hans kemur fram að ógurlegur hlutur af himni hafi eytt miklu lífi. Jörð- in titraði, loftið fylltist eimyiju og stór hluti alls lífs stiknaði í hitan- um. Allur matur varð eitraður, fólkið sem eftir lifði missti hár og neglur og hljóp út í vatnið. Allt einkenni geislavirkni. I 67. vísu Völuspár, sem kunnug er flestum íslendingum, er t.d. talað um dimman dreka sem kem- ur fljúgandi eins og gljáandi naðra og er hann fyrirboði Ragnaraka eða heimsendis. Á öðrum stað í hinu indverska riti er talað um eirfugla, fljúgandi orma og eiturslöngur, og að menn- imir hafi lagt vegi upp í himininn — samanber sagnir Hopí-indján- anna í Norður-Ameríku. Virðist mega dæma af þessum sögum að mennirnir hafi tortímt sér og tæknimenningu sinni mörgum sinnum í fymdinni og eru þeir á góðri leið með það einu sinni enn. Klettamyndir af mönnum sem Daniken telur bera geimfara- hjálma, risavaxin mannvirki sem byggð eiga að hafa verið með ber- Síðan þetta gerðist hef ég verið að velta því fyrir mér hvar sú þjóð er á vegi stödd, ef mórall hennar er slíkur, að ekki sé hægt að treysta ódrukknum sextugum ömmum til að borga nokkurra króna skuld, þótt þær séu vinnuklæddar. Já, og jafnvel þótt þær komi í bílinn í Breiðholtinu. Húsmóðir í Kópavogi um höndum og járnsúla sem ekki getur ryðgað, hafa varðveist í þúsundir ára og bera fornri tækni- menningu vitni og þeim voðafyrir- burðum sem eyddu henni. Það er ekki fyrr en menn fóru að tæknivæðast á ný að þeir fóru að trúa sögunum um eldvagnana, þrumufleygina, örvar meðvitund- arieysisins, vegi upp til himna og jámfugla sem báru ógn og dauða. Við könnumst einkar vel við hið gljáandi skeyti sem fellur af himn- um ofan og byijar síðan að loga skærar en þúsund sólir uppi á himninum. Fyrir menn sem uppi voru var slíkt fjarstæða, þegar vélbyssan átti að tryggja friðinn og binda endi á allt stríð. Þó kjarnorkuvopn hafi sýnt mátt sinn og verið notuð til að eyða lífi vígbúast menn af kappi jöfnutn höndum. Sagt er að sagan endurtaki sig. Verðum við kannski innan skamms byijuð að ferðast á hestum og seglskipum eins og forðum daga, eða hvað? Megi Guð forða öllu friðelskandi fólki um heim allan frá þeirri hörmungartíð sem kjamorkustríð gæti leitt yfír okkur sem byggjum þessa plánetu. Einar Ingvi Magnússon Hugleiðing um kjarnorkustríð Um löggæslu á vegum - nokkrar tillögnr Til Velvakanda. Oft hefír verið þörf en nú er nauðsyn strangrar löggæslu á veg- um landsins, þó einkanlega hér í þéttbýlinu. Hér eru tillögur mínar í nokkrum liðum: 1. Umferðargæsla verði fram- kvæmd af lögreglumönnum í ómerktum bílum. 2. Settir verði óeinkennisklæddir lögreglumenn í hæfílega fjar- lægð frá umferðarljósum, til þess að hafa hendur í hári þeirra ijölmörgu sem aka yfir gatna- mót á rauðu ljósi. 3. Gerð verði sérstök könnun á tillitsleysi ökumanna gagnvart óbrotinni gulri línu sem sárafáir virða og einnig hve margir nema staðar við STOP-merki. Ekki veitir af að þetta sé kannað og þijótarnir látnir sæta ábyrgð. 4. Verulega verði hert eftirlit með framúrakstri sem er að verða geðveikislegur á nær öllum göt- um Reykjavíkur og nágrennis. 5. Verulega verði hert eftirlit með þeim mönnum sem aka utan þrengsta hluta Reykjavíkur á hjólböruhraða. Þessir menn skapa meiri hættu en margan grunar. Á Keflavíkurvegi, Vest- urlandsvegi og fleiri svokölluð- um hraðbrautum, verði þeim gefín alvarleg áminning sem aka undir 60 km hraða. 6. Gert verði átak hið allra fyrsta að lýsa Vesturlandsveg að Mos- fellsbæ. Sú leið er stórhættuleg í myrkri. Einmitt á þeim vegi ætti hámarkshraði að vera 60 km um vetrarmánuðina. Meiri hraði er til þess að bjóða hætt- unni heim þegar hálka og vatnsveður hausts og vetrar koma. 7. Löggæslumenn verði staðsettir á hættulegustu vegunum til þess að ná lögbijótunum. Að geysast áfram í merktum bílum er til- gangslaust. Bílstjóri er búi'na að týncx lyklinum ab> búbinu minu . öeb 'eg búiÖ hernót ?" í nafni lýðræðisins býð ég þig velkominn. Hingað til hefur hér verið einsflokks kerfi... Með morgunkaffiriu Sástu hvert kötturinn fór? HÖGNI HREKKVlSI /,HAWN HLÝTOR AD HAFA RIFIST HEIFTARLE6A VJE> SONJU."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.