Morgunblaðið - 25.10.1987, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.1987, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Fidelio Um verkið og aðdraganda þess eftir Þorstein Blöndal Efnisskrá Felix Mendelssohn-Bartholdy (1809-1847): Tríó nr. 1 í D-moll, op. 49 (1839) Molto allegro ed agitato Andante con moto tranquillo Scherzo: Leggiero e vivace Finale: Allegro assai appassi- onato Karólína Eiríksóttir (1951) Tríó f. fíðlu, selló og píanó (1987) Hlé Ludwig van Beethoven (1770-1827): Tríó nr. 7 í B-dúr, op. 97 „Erkihertogatríóið" (1811) Allegro moderato Scherzo: Allegro Andante cantabile, ma peró con moto Allegro moderato þessari öld og er óperan nú flutt reglulega við öll helstu óperuhús heimsins en þó sérstaklega í Þýskalandi þar sem Fídelíó er vir.- sælasta óperan. Segja má að Fídelíó sé einhvers konar blanda af söngleik, músík- drama og sinfóníu og það var dæmigert fyrir Beethoven að láta sér ekki nægja hina ríkjandi mynd óperunnar um 1800. í verkinu er lítið sem minnir á Mozart-óperur, nema kannski sönglesin. Alls staðar ríkir hin sanna rómantíska ákefð Beethovens. í aríunni Absc- heulicher wo eilst du hin, sem er skrifuð fyrir dramatískan sópran, er Leonóra næstum eins og eim- reið á fullri ferð og þegar fanginn Florestan syngur um frelsið er það af slíkri ástríðu og glóð að það verður manni næstum skiljanlegt að þola megi hungur og pyntingar þess vegna. Og þegar verið er að grafa í sama atriði heyrist að skrefið yfír í músíkdrama Wagn- ers er ekki eins langt og ætla mætti. Upptaka sú, sem íslenskum Gundula Janowit og Rene Kollo í hlutverkum Florestan og Leonóru. Vínaróperan 1978. eethoven hafði upprunalega fengið pöntun á hetjuóperu með titlinum Vestas Feuer með söng- texta eftir Schikaneder forstjóra í Theater an der Wien. Hann var þegar byijaður að semja, þegar það fréttist að búið væri að reka Schikaneder, Beethoven varð að hætta við þetta efni og hófst síðar handa við annað efni, sem tón- skáldið og rithöfundurinn Sonn- leithner hafði átt hugmyndina að. Þetta var „björgunarópera" af því tagi sem þá hafði verið mjög í tísku í Frakklandi og útgáfa tón- skáldsins Pierre Gaveau á efninu hafði verið fímmflutt þar 1798. Beethoven samdi tónlistina milli 1803—1805, en þegar óperan var sett upp féll verkið. Viku áður hafði Napóleon tekið Vín og Vínarbúamir sátu flestir heima. Megnið af áheyrendunum voru franskir hermenn, sem fannst lítið til frammistöðu söngvaranna koma og skildu varla þýskuna. Eftir 3 sýningar lét Beethoven sýningar falla niður. Stefan von Breuning vinur tónskáldsins vann upp söngtextann og verkið var sett upp að nýju 1806, nú í tveim- ur þáttum á Theater an der Wien undir titlinum Leonore. Það leit betur út, en Beethoven dró skyndilega verkið til baka eftir 5 sýningar. Þriðja útgáfan var flutt í Kámtnertortheater 1814 undir nafninu Fídelíó og enn einu sinni hafði söngtextinn og tónlistin ver- ið unnin upp. Þessi skiykkjótta meðganga skýrir e.t.v. af hveiju Fídelíó varð fyrsta og eina fram- lag Beethovens til óperunnar. Bæði Wagner og Berlioz hafa gert þetta að umtalsefni og lokið lofsorði á hina sinfóriísku hluta verksins. í þriðju útgáfunni hafði atburðarásin í verulegum mæli fengið að víkja fyrir meiri áhersl- um á ást, hetjulund og manngildi Leonóru og óperan er í núverandi mynd sinni reyndar stundum gagnrýnd fyrir að vera of hæg og vanti nógu spennandi atburða- rás. Tónlistin er grípandi og fögur en ávann sér vinsældir fyrst á óperuunnendum gefst nú kostur á að sjá, er frá 1968. Leikstjóri var Joachim Hess og hljómsveitar- stjóri Leopold Ludwig. Listræna yfirstjóm annaðist Rolf Lieber- man. í hlutverkum: Leonóra: Anja Silja, Florestan: Richard Cassilly, Pizarro: Théo Adam, Marsellína: Lucia Popp, Rocco: Emst Wie- man. Femando: Hans Sotin. Tónlistaratriði og leikin atriði skiptast á og eru tónlistaratriðin merkt inn í efnisþráðinn að neðan til frekari glöggvunar. Sýningar- lengd er 105 mínútur. Efnisþráður Átjánda öld. Ríkisfangelsi í nánd við Sevilla. Lenóra (sópran) hefur dulbúið sig sem ungur mað- ur og kallar sig Fídelíó. Hún vill komast að því, hvort eiginmaður hennar Florestan (tenór) er þar fangi og hefur í því skyni tekist að ráða sig sem meðhjálpara fangavarðarins (Rocco, bassi). Þegar Florestan hvarf, tveimur árum áður, hafði sá kvittur kom- ist á kreik að hann væri dauður, en reyndar hafði hann verið hnepptur í dýflissu af haturs- manni sínum og pólitískum andstæðingi, landstjóranum Don Pizarro (barítón). Marsellína (sópran) dóttir Rok- kós fangavarðar hefur fengið augastað á Fídelíó og veitir til- burðum hins ástfangna dyravarð- ar Jaquino (tenór) litla athygli (1. Dúett). Rokkó er hinn ánægðasti með nýja meðhjálparann og heitir Marsellínu þvf, að hún skuli fá hann fyrir mann. Marsellína kemst í sjöunda himin (2. Aría) en fyrir Fídelíó vandast málið. I kanónukvartett (3. Mir ist so wunderbar) tjá þau sig öll í söng en er ólíkt innanbrjósts. Ástin þarf líka peninga og mat segir Rokkó (4. Aría). Fídelíó biður Rokkó að fá að aðstoða hann meira við fangavörsluna, einnig við fangann í neðstu fanga- geymslunni og Rokkó fellst á það. (5. Terzett.) Hljómsveitarmars (6.) boðar komu don Pizarro. Hann fær aðvörun um, að dóms- málaráðherrann, don Femando, vilji athuga nánar mál Florestans og ætli án fyrirvara að skoða fangelsið næsta dag. Don Pizarro ákveður að koma Florestan end- anlega fyrir kattamef (7. aría með kór). Rokkó neitar að drepa fangann en fellst á að sjá um gröfína og segja síðan Pizarro til, sem ætlar þá sálfur að reka fang- ann í gegn (8. Dúett). Leonóra heyrir hvað á seyði er og tjáir vanþóknun sína (9. Recetatív og aría: Abscheulicher, wo eilst du hin?). Þegar Pizarro er farinn bið- ur Leonóra, sem vill sjá alla fangana, Rokkó að leyfa föngun- um að fara út í fangelsisgarðinn og sólina (10. Kórinn O welche Lust). Rokkó segir Fídelíó, þ.e. Leonóru, að Pizarro hafí gefíð leyfi sitt til að þau Marsellína megi ganga í hjónaband. Pizarro kemur að fullur bræði yfír að fan- Myndin sýnir Birgit Nil- son í hlutverki Leonóru og James Mc Cracken sem Florestan (Vinaróp- eran). gamir skuli hafa fengið að fara út en Rokkó segir að þetta hafí komið til vegna nafndags kon- ungsins. Fangamir eru reknir aftur hver í sinn klefa en Leonóra og Rokkó búast til að fara niður í neðanjarðarholu Florestans til að taka gröfina. Forspil. Florestan, sem er tærð- ur af hungri, sér í hitasóttaróráði Leonóm fyrir sér eins og bjarg- andi engil (11. Söngles og aría). Rokkó og Leonóra koma niður í fangaklefann (12. Dúett) og byija að grafa. Leonóra þekkir ekki maka sinn fyrr en hún heyrir rödd hans og Rokkó leyfír að hún fær- ir honum vínkrús og brauðbita (13. Tersett). Byrstur yfír seina- ganginum kemur nú Pizarro og býr sig undir að fremja ódæðið (14. Kvartett). Hann tilkjmnti Florestan að nú sé stund hefndar- innar, en þegar hann ætlar að reka fangann í gegn kastar Leo- nóra sér á milli og segir til sín. Þegar hann mundar vopnið gegn Leonóru stöðvar hún Pizarro með byssuvaldi. Rétt í því heyrist trompet tilkynna komu ráðher- rans, don Femando. Pizarro áttar sig á því, að hann neyðist til að vera viðstaddur móttökuna og hjónin sameinast í mögnuðum dúett (15. O Namenlose Freude). 16. Lokaatriðið. Hallargarðurinn. Kórinn syngur Heil sei dem Tag. Femando lofar að bæta öllum það upp, sem orðið hafa að sitja í fang- elsi án dóms og laga og verður mikið um þegar Rokkó leiðir fram hans gamla vin, Florestan, sem hann hélt vera löngu látinn. Sagan er rakin og Pizarro tekinn og leiddur í gálgann. Undir fagnað- arlátum losar Leonóra mann sinn úr hlekkjunum og kórinn lofsyng- ur afrek Leonóru, ástina og frelsið. Höfundur er ihugamaður um óperutónliat.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.