Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 C 23 Þessir hringdu ... Frjálst fiskverð til góðs S.J. hringdi: „Mikið hefur verið talað um fískverð að undanfömu og þá verðhækkun sem orðið hefur á fiski vegna tilkomu uppboðsmark- aða. Sumum finnst svo mikið um þetta að þeir vilja leggja niður frjálst fískverð. Menn gleyma þá alveg þeirri jákvæðu þróun sem markaðimir hafa haft á gæðamál- in, verðið ræðst nú fyrst og fremst af því ástandi sem fískurinn er í við löndun og verður það til að sjómenn leggja mikið á sig til að geta landað fyrsta flokks físki. Þetta kostar þá mikla vinnu og er ekkert óeðlilegt þó þeir njóti góðs af. Ég tel fíjálst fískverð til góðs.“ Casioúr Þrettán ára gamall drengur týndi nýju svörtu Casio Data Bank úri þriðjudaginn 13. október í Voga- skóla eða næsta nágrenni. Urið keypti hann fyrir sumarkaupið sitt. Skilvís fínnandi hringi í síma 685273. Sliguð umferð- armerki Kópavogsbúi hringdi: „Ég vil vekja athygli á slæmu ástandi umferðarmerkja í Kópa- vogi. Víða um bæinn em um- ferðarmerki skökk og á nokkrum stöðum liggja þau alveg flöt. Það er trassað að laga þetta og ættu þeir sem eiga að sjá um þessi mál að taka sig á.“ Kúnststopp Bára hringdi og spurðist fyrir um hvort einhver aðili hér í Reykjavík tæki að sér að kúnst- stoppa smágöt á fötum. Um starfsréttindi presta Til Velvakanda. Prestur skrifar: Nýlega var því slegið upp á for- síðu Morgunblaðsins, að prestar hefðu ekki réttindi til að kenna kristinfræði í skólum. Það er vissu- lega staðreynd, að engu máli skiptir hvort prestur hefur réttindi til að kenna í skóla eða ekki, vegna þess að skólayfirvöld reyna sífellt að sniðganga kennsluréttindi manns, sem er prestur, ekki síst þess, sem hefír ekki verið þjónandi í 10 ár, þar sem þjóðkirkjuyfirvöld hafa hvorki haft vilja né getu til að nýta prestinn til eins eða neins á akri Drottins. Það er ótrúlegt en satt, að í heil 10 ár hefír sá er þetta ritar þurft að snapa verkavinnu hingað og þangað til lífsframfæris, vegna þess að ekkert starf hefír boðist í sam- ræmi við menntun. Hvað hefír presturinn eiginlega brotið af sér kynni einhver að spyija? Sannarlega ekkert, nema það, að senda lausnarbréf frá einu prestakalli og leyfa sér síðan að kæra það að ekki fékkst nema eins mánaðar uppsagnarfrestur í stað þriggja mánaða samkvæmt réttind- um og skyldum opinberra starfs- manna. Sóknarprestinum var þannig beinlínis neitað um að fá að hætta við að hætta. Það virðist ekki skipta neinu fyr- ir ráðafólk skóla- og kirkjumála þó að viðkðtnandi prestur og kennari sé atvinnulaus í sínu fagi. Honum er bent á að nóg atvinna sé í landinu og hann skuli bara fara að vinna í físki eða kjöti eða þá að Iæra á tölvu til að komast í sæmilega skrif- stofuvinnu. Aðalatriðið fyrir þessa háu stjómarherra á hveijum tíma virðist vera, að nágrannaprestar lausa brauðsins missi ekki aukabitann og að réttindalausi kennarinn fái að kenna áfram út á einhver námskeið síðar. Nú er einnig svo komið, að tekið er að panta stöður hjá ráðn- ingarherrunum allt að heilu ári áður en prófum er lokið og er þá ljóst, að auglýsing þeirra gefur öðrum engan raunverulegan rétt til starfa. Er annars ekki tímabært fyrir okk- ar rúmgóðu þjóðkirkju að koma upp sérstakri atvinnumiðlun fyrir guð- fræðinga og presta og jafnvel kennara á miðjum aldri með eldri prófréttindi? Að lokum er fyrirspum til menntamálaráðuneytisins. í maí sl. greiddi ég kr. 750 til að fá stað- festingu á réttindum mínum til að teljast grunnskólakennari en það plagg hefír ekki borist mér ennþá. Já, það er aldeilis munur að heita séra Jón en ekki bara Jón á íslandi nútímans. Litir, tónar og raiuimenning Til Velvakanda. Lítið yrði úr okkur án sólarinnar sem næst er. Að vísu skína á okkur ótal sólir á heiðri nóttu, en það skin er dauft og í því skini mundi yfirborðshiti jarðar fljótlega fara Hafið úti- ljósin logandi Blaðberar Morgunblaðsins óska að koma því á framfæri að þar sem nú er orðið er dimmt á morgnana getur verið erfíð- leikum bundið að komast að dyrum húsa þar sem ekki loga útiljós. Sérstaklega á þetta við i húsasundum þar sem götulýs- ingar nýtur ekki við. Em það vinsamleg tilmæli blaðbera að fólk hafí útiljósin logandi þar sem aðstæður eru með þessum hætti. niður undir algjört núllmark. En mjög er hægt að njóta fegurðar litlu fjarlægu sólanna. Og ekki er það verra að mörgum þeirra fylgir líf sem gefur því er þeirri næstu til- heyrir ekkert eftir. Sé starað út í óravíðan geim verður gleðin um sameiginlegan anda allra alheima mjög sterk, ásamt þeirri fullvissu að til eru þær fjarlægðir sem hel- sjúk menning fær aldrei brúað. Sólin, þessi undurfagra vits- munavera, hefur hröð og flókin efnaferli sem hver um sig stendur í þúsundir ára. Geimfarar segja sólina bláa séða utan úr geimnum, en hún ergul séð frájörðinni. Geisl- amir sem andrúmsloftið tók í sig lita himininn og fíöllin. Sólarljósið samanstendur af bylgjum mismun- andi tíðni og eru þar í grunnlitir regnbogans sem allir aðrir litir eru samsettir úr. Fleiri eru bylgjur sól- arljóss sem við sáum ekki, en sé tíðni þeirra breytt, getur lítilmótleg jurt eins og arfí skartað fegurstu blómum. Skíni þessi mesti huggari heims á tár augnahára koma fram ótal litabönd sem vefjast hvert um ann- að. Má glögglega sjá þetta í skreytilist fjarlægrar þjóðar. Bönd má lita á ýmsa vegu, lita- fíöldinn skiptir þúsundum og svo má auka á fíölbreytnina með því að setja hnúta á böndin og hafa þau mismunandi löng. Auglýsendur tala um tónaliti og er það ekki eins fíarstæðukennt og ætla mætti í fyrstu, því dæmalaust mun það ekki að er fóik skynjar liti heyri það fallegt lag. Strengir píanós eru sagðir um 240, enda talið fullkomnast hljóð- færa. En tónar sem mannseyrað nemur eru um 24.000 þegar best lætur, en um 13.000 á fimmtugum manni og þykir gott engu að síður. Slitrur einar eru eftir af hámenn- ingu ljóss, lita og tóna. Ótrúlega fallegar listaskreytingar öreiga á hátíðum. Tónar sérstæðrar fegurð- ar sem leynir sér ekki, þó dauða- drukkinn hljóðfæraleikari sé að velta út af eða bam að ná fyrstu tónum sínum úr flautu. Það þarf mikinn kraft og fyrir- höfn ef yfirgnæfa á eitthvað, eða hví datt einhveijum peningasnillingi það í hug að drösla heilli óperuhöll yfir ægifagurt torleiði Andesfíalla? Var samanburðurinn honum eitt- hvað í óhag? Þoldi menning þjóðar Kólumbusar ekki samanburðinn eftir allt saman? Bjarni Valdimarsson Úrval af vinsælu barnaskón- um frá portúgalska fyrirtækinu JIE komnir aftur Henta vel fyrir íslenska barnafætur, enda mælum við með þeim heilshugar_ Skórnir sem myndin er af fást í hvítu, rauðu og bláu. St. 18-24. Póstsendum. Domus Medica, Egilsgötu 3, Kringlunni, Sími: 18519. Sími: 689212. 1$ 9»—sn»ora VELTUSUNCH 1 21212 SOVÉSKIR DAGAR MÍR1987 LISTAFÓLK FRÁ HVÍTARÚSSLANDI Fjölbreytt efnisskrá í söng, hljóðfæraleik og þjóð- dönsum á eftirtöldum samkomum og tónleikum: Hótel Selfoss: Miðvikudaginn 28. okt. kl. 20.30. Sovéskir dagar settir. Ávörp, Guðmundur Daníelsson les upp, söngur, hljóðfæraleikur, þjóðdansar. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Heimaland Vestur-Eyjafallahreppi: Föstudaginn 30. okt. kl. 21.00. Tónleikar og danssýning. Hlégardur Mosfellsbæ: Laugardaginn 31. okt. kl. 16.00. Tónleikar og danssýning. Menntaskólinn við Hamrahlíð Reykjavík: Sunnudaginn 1. nóv. kl. 15.00. Minnst 70 ára af- mælis októberbyltingarinnar og þjóðhátíðardags Sovétríkjanna. Ávörp og skemmtiatriði. Aðgangur öllum heimill. Þjóðleikhúsið: Mánudaginn 2. nóv. kl. 20.00. Tónleikar og dans- sýning af fullri lengd og við bestu aðstæður. Aðgöngumiðar seldir og afgreiðddir til MÍR félaga í húsakynnum félagsins á Vatnsstíg 10. Missið ekki af fjölbreyttri og góðri skemmtun. Stjórn MÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.