Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Dr. Oskar Bandle „ Virtist vonlaustað fá stöðu i Sviss(( Með Bandle og Glauser: Dvöl á íslandi réð ævistarfi beggja Dr. Oskar Bandle, prófessor, og Dr. Jiirg Glauser, fyrrverandi nemandi hans, eru svissneskir norrænufræðingar. Þeir tala báðir mjög góða íslensku og hafa kennt hana við háskólann í Ziirich. Þeir gáfu sér tíma fyrir skömmu til að segja frá hvernig það atvikaðist að þeir lærðu ísiensku og völdu norrænu sem sitt fag. Dr. Oskar Bandle festir eigið fé i íslenskum bókum handa norræna bókasafninu f Zilrích- háskóla. Jiirg Glauser á skrifstofu sinni í norrænu há- skóladeildinni í Zilrich. NIÐRI í kjallara f húsakynnum germönsku deildarinnar í Ziirich háskóla leynist gott safn íslenskra bóka. Þær eru allar merktar „Geschenk von Prof. Dr. O. Bandle“ eða „Gjöf frá...“ og tilheyra bókasafni norrænudeOdar háskólans. Dr. Oskar Bandle, prófessor i norrænu við háskólana f Ziirich og Basel, hefur fest eigið fé f þess- um bókum og gefið safninu. „Ég hafði ekki lengur pláss heima hjá mér fyrir fleiri bækur og ákvað þvf að gefa safninu bækurnar og geyma þær hér þar sem ég hef greiðan aðgang að þeim. Norrænu- deUdin hefur takmarkað fé tU umráða og tiltölulega fáir lesa íslensku svo að það er rétt að nota féð f bækur frá hinum Norðurlöndunum. Ég er vel stæður piparsveinn og vU nota peningana mína á hyggUeg- an hátt. Það geri ég meðal annars með þvf að kaupa íslenskar nútimabókmenntir f bókasafn norrænudeUdarinnar.“ Dr. Oskar Bandle var með- al þeirra sem voru sæmdir heiðursdoktors- nafnbót Háskóla íslands á 75 ára afmæli háskólans í vor. Hann hefur stundað rannsóknir og kennt íslensku og önnur norræn fræði síðan skömmu eftir stríð. „Ég lagði stund á germönsku í háskóla og hafði sérstakan áhuga á málsögu og mállandafræði, sem fjallar um landfræðilega útbreiðslu mállýsku og orða. Fomíslenska var hluti af málfræðináminu. Eugen Dieth, pró- fessor í enskri málfræði, kenndi hana. Hann var á íslandi um 1920 og kynntist þá meðal annars Alex- ander Jóhannessjmi, rektor og prófessor í norrænu og almennri málfræði. Eftir síðari heimsstyijöld- ina skrifaði Alexander honum og spurði hvort að hann gæti ekki bent sér á nemanda sem væri fær um að fara til íslands og aðstoða hann við yfirlestur á íslenskri upp- runaorðabók sem hann var að skrifa á þýsku. Mér fannst stórkostlegt tækifæri að fara til svo fjarlægs lands og flaug þangað frá Glasgow vorið 1948. Ég aðstoðaði AJexander um sumarið og bók hans kom út hjá Franke útgáfufyrirtækinu í Bem.“ Mikið af skrýtlum í Gamla testamentinu „Ég varð mjög hrifinn af landinu og málinu. Það vildi svo til að fyrsta sumamámskeiðið fyrir stúdenta frá hinum Norðurlöndunum var haldið þetta sumar svo að ég kynntist mörgu ungu fólki þaðan. Ég fékk áhuga á Norðurlandamálunum og ákvað að leggja þau fyrir mig. Ætli ég hefði ekki helgað mig rann- sóknum á mállýskum í Sviss ef ég hefði ekki farið til íslands þetta sumar. En mig langaði til að gera eitthvað allt annað en félagar mínir í háskólanum í Ziirich eftir dvölina þar.“ Hann var að velta doktorsritgerð- arefni fyrir sér á íslandi og Alex- ander Jóhannesson benti honum fyrstur á að rannsaka íslenskuna í Guðbrandsbiblíu, sem kom út 1584. Það var óunnið starf, en biblían var fyrsta verkið sem var prentað á íslandi. Jón Helgason sá um útgáfu „Die Sprache der Guðbrandsbiblía" (Málið í Guðbrandsbiblíu) í Biblio- theca Amamagnæana í Kaup- mannahöfn 1956. Ritgerðin er gmndvallarverk og er notuð sem handbók í íslenskri málsögu og er ómissandi fyrir þá sem starfa með norræn handrit. „Ég er ekki sér- staklega trúaður maður og hafði ekki lesið mikið í Biblfunni áður en ég byijaði að vinna að ritgerðinni," sagði Oskar. „En ég hafði gaman af að lesa Gamla testamentið, það em margar skrýtlur í því. Ég hafði áhuga á málinu í Guðbrandsbiblíu sem málsögu og rannsakaði muninn á fommáli og nútímamáli sem hún ber vitni um.“ Oskar dvaldi í Kaupmannahöfn og Uppsölum um tíma á meðan hann var að vinna að ritgerðinni og lærði bæði dönsku og sænsku. „Eg týndi niður íslenskunni sem ég hafði lært sumarið sem ég var á íslandi en rifjaði hana upp aftur árið 1957 þegar ég fór þangað til að viða að mér efni um mállýskur og útbreiðslu orða f landinu," sagði hann á reiprennandi íslensku. „Eg hafði áhuga á að rannsaka orða- samband milli norrænna mállýskna og máilýskna á íslandi og í Færeyj- um. Ég hlaut styrk til að vinna þetta verk og ferðaðist meðal ann- ars hringinn í kringum ísland með heimilisföng nokkurra gamalla bænda sem ég fékk hjá starfsfólki Orðabókar háskólans." Kökur og kaff i á klukkutíma fresti „Hringvegurinn var ekki kominn svo ég flaug til Hafnar í Homafirði og ætlaði að fljúga þaðan til Egils- staða en það var ekki flogið vegna veðurs svo að ég fékk far með íjöl- skyidu á rússajeppa. Karlinn kunni kynstur af skrýtlum og sögum og tók ósköpin öll í nefíð. Ég fékk far í Fljótsdalinn og fór þaðan til Mý- vatns og Akureyrar. Mér var alls staðar vel tekið og ég fékk góðar upplýsingar um orð og mállýskur. Ég var ekki lengi í ferðinni en kynntist islensku sveitalífi þó vel. Ég tel að siðmenningin í íslensku sveitunum sé ekki ólík hinni svissn- esku en bændumir á íslandi eru mun betur að sér. Þeir vita hvar Sviss er á korti en ég efast um að megnið af svissneskum bændum viti hvar ísland er. íslensku bænd- umir tóku lífinu rólegar en ég hafði kynnst f Sviss og gáfu sér góðan tíma til að fjalla um mállýskur við mig. Á einum stað þurfti ég þó að bíða á meðan bóndinn tók upp kart- öflur. En ég sat í stofu í góðu næði á meðan og fékk kaffi og kökur á klukkutíma fresti og talaði við hús- bóndann á kvöldin." Oskar ferðaðist einnig um Fær- eyjar á þessum tíma. „Þetta var áður en flugsamgöngur hófust til eyjanna," sagði hann, „og sums staðar var afskaplega einmanalegt. Það töluðu flestir dönsku og mér fannst ekki borga sig að læra fær- eysku. Nú hefur þetta breyst og menn vilja helst bara tala fær- eysku. Ég hef því neyðst til að læra málið en tel það erfitt eftir að hafa lært íslensku, það hefur skrítið hljóðkerfi og það er þó nokkur orða- munur á færeysku og íslensku. Ég lagði megináherslu á orð yfir húsdýr og skepnur í rannsókn minni og dró ályktanir um ástandið á Víkingaöld út frá dreifingu orð- anna. Ég komst að þeirri niðurstöðu að fiestir íslensku landnemanna hefðu komið frá Vestur-Noregi en sá að mörg orð koma bæði fyrir í íslensku og f mállýskum f austur- hluta Noregs. Það bendir til þess að margir frá Austur- og Norður- Noregi hafi sest að á íslandi, eins og kemur fram í Landnámu. Það var skemmtilegt að fá upplýsing- amar þar staðfestar á þennan hátt.“ Ritgerðin „Studien zur Westnord- ischen Sprachgeographie" (Rann- sóknir á vestnorrænni mállanda- fræði) kom einnig út f Bibliotheca Amamagnæana 1967. „Þegar ég hafði lokið við að viða að mér efni í ritgerðina virtist nokk- uð voniaust að ég fengi nokkum tfma stöðu í Sviss í mínu fagi. Ég fór því að starfa hjá Svissnesku mállýskuorðabókinni í Ziirich og var þar í þtjú ár. En upp úr 1960 voru allt í einu stofnaðar nýjar stöður í norrænum fræðum í Þýskalandi og það vantaði fólk í þær. Ég fékk starf sem sendikennari í sænsku við háskólann í Freiburg 1961 og vann þar að gerð ritgerðarinnar og lagði hana þar fram sem aðra dokt- orsritgerð. Eftir það var ég ráðinn sem dósent í germönsku og norræn- um fræðum en fékk prófessorsstöðu í Saarbrucken árið 1965. Þar var ég í þrjú ár þangað til norrænudeild- imar í Ziirich og Basel voru stofnað- ar innan germönsku deildanna árið 1968 og ég var ráðinn prófessor í báðum borgunum." Norræn fræði voru aukafög í germönsku í Sviss þangað til há- skólamir tveir stofnuðu norrænu- deildir. Nú er hægt að leggja stund á fræðin sem aðalfag eða aukafag eftir vild. Það era yfírleitt milli 30 og 50 nemendur innritaðir í deildina í Basel og 70 til 100 í Zurich. Mið- stöð beggja deildanna er í Zurich og þar er bókasafnið sem telur alls um 18.000 bindi. íslenskar bókmenntir viku fyrir færeyskum „Skömmu eftir 1970 skall á kreppa og fé til háskóla var skorið mikið niður," sagði Oskar. „En 1979 fengum við að stofna annað prófessorsembætti í deildinni og Hanspeter Naumann, fyrrverandi aðstoðarmaður minn, var ráðinn í það.“ Naumann helgar sig málvís- indum og fomíslensku. Hann hefur aðailega lagt stund á sænsku af Norðurlandamálunum. „Áhuginn á norrænu fer sívax- andi, bæði í hinum þýskumælandi heimi og f Bandaríkjunum," sagði Bandle. „Það var heldur lftill áhugi á fomísiensku uppúr 1970 þegar nýtísku málvísindi komu til skjal- anna og nemendur kærðu sig kollótta um málsögu og gömul mál. Ég kenndi þá til dæmis eitt námskeið sjálfur í fomíslensku og hafði aðeins tvo nemendur. En þetta gengur í sveiflum og áhuginn fer nú vaxandi. Það var mikið lán fyrir deildina þegar Jurg Glauser bættist í nemendahópinn með íslenskt stúd- entspróf. Hann vinnur góðar rannsóknir." Oskar er 62ja ára. Hann kennir norrænar bókmenntir frá 1700, en hefur meðal annars fengist við rannsóknir á færeyskum bókmennt- um undanfarin ár. „Það var nú tilviljun að ég fór að fást við þær,“ sagði hann. „Við fóram í kjmningar- ferð með nemendur þangað fyrir 7 áram og héldum undirbúningsnám- skeið með æfíngum fyrir ferðina. Ég fékkst við þetta og einn nemend- anna stakk upp á að ég skrifaði yfirlitsgrein um færeyskar bók- menntir þegar við komum til baka. Ég ákvað að gera það. Þetta var nýtt efni og verkið reyndist taka svo mikinn tfma að ég hef haft lítinn tíma afgangs til að lesa nýjar íslenskar bækur. Færeyingar búa ekki yfir skriflegum menningararfí frá miðöldum eins og íslendingar en fomkvæði þeirra hafa lifað munnlega. Þar var lengi mjög sér- stakt líf flarri Evrópu á þessum eyjum og nútíminn hélt innreið sína mjög snögglega. Baráttan milli hins gamla og nýja kemur fram í bók- menntum þeirra og það ber þó nokkuð á íslenskum áhrifum í þeim.“ Það liðu 16 ár frá því Oskar tal- aði við íslenska bændur og þangað til hann fór aftur til landsins. Hann hélt íslenskunni við með lestri góðra bóka - hann hefur mætur á Hall- dóri Laxness, Þórbergi Þórðarsjmi, Davíð Stefánssyni, Einari Kvaran, Matthíasi Jochumssyni og Jónasi Hallgrímssyni - og sambandi við íslendinga í Zurich. „Það vora þó nokkrir í námi við ETH eða tækni- háskólann, sem þótti mjög góður, á þessum tíma og ég hitti Jón Lax- dal oft, en hann starfaði lengi við Schauspieíhaus leikhúsið. Konsúll- inn bauð árlega til veislu á þessum áram og Félag íslandsvina var starfrækt. Þetta hefur breyst núna. En ég hef farið þó nokkuð oft til landsins sfðan 1973. Nú síðast fór ég í sumar sem fararstjóri með vina- og kunningjahóp í ferð sem ég skipulagði sjálfur um hringveginn. Hún gekk nyög vel þótt við hefðum lent í heldur vondu veðri. Og flestir urðu hrifnir af landinu." -i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.