Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Séra Kristján Valur Ingólfsson Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: II. Pét. 1.3—4, Möguleikar okkar. Mánudagur: II. Pét. 1.5—9, Vinnum að framförum okkar. Þriðjudagur: II. Pét. 1.10—11, Köllun okkar og útvalning. Miðvikudagur: II. Pét. 1.19—21, Hið spámannlega orð. Fimmtudagur: II. Pét. 2.1—2, Vörumst falsspámenn. Föstudagur: II. Pét. 3.8—10, Langlyndi Drottins. Laugardagur: II. Pét. 17—18, Vöxum í náð og þekkingu. Þessa viku iesum við Annað Pétursbréf. Það er talið yngsta bréf Nýja testamentisins. Pétur talar um endurkomu Krists, en fólk var farið að efast um að hún yrði nokkum tfma enda sögðu sumir það, falskennendumir. En dagur Drottins kemur, öllum að óvömm, og Pétur hvetur til vöku í trúnni. Organistar og kórfólk fylla Skálholtskirkju hljómlist og starfsgleði og bera áhugann heim í söfnuðina. LISTIN ER VINNA Helga Gísladóttir seg- ir frá organistanám- skeiði í Skálholti Dagana 19. til 28. júní var ég á organistanámskeiðinu í Skál- holti. í fýrstu lagðist það nú ekki vel í mig að eyða þama 10 dögum af sumrinu. Ég sá heldur ekki hvað hægt væri að gera við allan þennan tfma en það átti eftir að breytast. Svo hafði ég keypt mér nýjan bíl og vildi fara út að keyra en ekki loka mig inni. Þetta gleymdist þó fljótt í hita og þunga dagsins og frábæmm móttökum. Dagamir urðu hver öðmm betri. Fyrstu 7 dagana vom eingöngu organistar og einsöngvarar, um 40 manns, en sfðustu dagana kom kórfólkið og þá höfum við líklega verið um 300 talsins. Náttúran, tónlistin og við Við hlustuðum ekki á útvarp, horfðum ekki á sjónvarp, lásum ekki blöðin en vomm í samfelldri dagskrá frá morgni til kvölds. Einungis náttúran, tónlistin og við. Það var yndislegt. Það skap- aðist strax sterk samkennd meðal okkar og allir jákvæðir að vinna að sameiginlegu áhugamáli, tón- listinni. A jörðinni Skálholti er sérstaklega góður andi og ekki hægt annað en láta sér líða vel þar. Ég bjó í sumarbúðum skammt frá staðnum og gekk ailt- af á milli. Þá sá ég kirkjuna og húsin f Qarlægð og hversu tíguleg og reisuleg kirkjan er og bæjar- stæðið fallegt. Kórstjórn uppi á stól Dagskráin hófst kl. 9 með því að okkur var skipt í hópa, kór- stjóm, raddþjálfun, raddæfíngar, einkatíma og æfíngar. Kennar- amir vom allir mjög góðir og reyndi ég að nýta þá vel. Beáta Joó kenndi kórsfjóm og var það sá þáttur sem ég var ákveðin í að taka vel fyrir. Ég hafði ekki þorað að lyfta hendi fyrir framan 10 manna kór en þama var mér stillt upp með 250 manna kór í höndunum. Ég þurfti að standa upp á stól svo að til mín sæist aftast í kirkjunni en það dugði ekki til og vildu sumir fá mig í prédikunarstólinn en úr því varð nú ekki. í messunni sunnudaginn 28. júní áttu allir að gera eitthvað og var ég til í að gera allt nema stjóma kómum. Auðvitað var ég sett í að stjóma einu sálmalagi og það var að sjálfsögðu það besta fyrir mig. Þetta var eldraun sem hafðist með hjálp og uppörvun góðra manna. Eftir þetta fínnst mér ég fær í flestan sjó. Kennararnir Ingibjörg Þorsteinsdóttir tók okkur í gegn í raddþjálfun o.fl. með sinni skörulegu framkomu og lærði ég mikið þar. Jón Heim- ir Sigurbjömsson mætti með þverflautuna sína og var ljúft að spreyta sig á undirleik með hon- um. Fríða Lárusdóttir sá um orgelkennsluna með sfnu rólega fasi, að ógleymdum Bimi Steinari Sólbergssjmi sem kenndi mér af stakri þolinmæði og umhyggju að stíga fyrstu skrefín á pedal á org- elinu. Um söngkennsluna sáu Guðrún Tómasdóttir og Halldór Vilhelmsson. Kvöldbænir og kyrrð í huga Hver dagur endaði með kvöld- bæn og tónlist úti í kirkju með sr. Guðmundi Óla og var það góð- ur endir á góðum degi. Þessi sérlega góða stemmning sem ríkti á námskeiðinu tel ég að sé ekki hvað sfst að þakka Hauki Guð- laugssyni, sem stjómaði þessu öllu af stakri natni og æðruleysi. Sá ég hann aldrei skipta skapi, sama hvaða vitleysur við gerðum. Man ég sérstaklega eftir einum morgni þegar við áttum að vera löngu byijuð í tíma en kennarinn Helga Gísladóttir organisti og tónlistarkennari á BUdudal. hafði sofíð vegna misskilnings á stundaskrá. Þá kom Haukur inn og sagði: „Já, hún sefur víst, blessuð dúfan," og settist sjálfur við píanóið. Ekkert stress eða læti út af smámunum. Við fengum dýrðlegt veður og það kom fyrir að við sungum undir bemm himni. Ég fékk það oft á tilfinninguna að allt væri svo hreint og tært og á svona stundum skilur maður ekki að það skuli vera til mannvonska í heiminum. Kórar í heimsókn Það var einhver uppákoma á hveiju einasta kvöldi. Blandaður sænskur kór hélt tónleika f kirkj- unni og í lok tónleikanna tókum við lagið með þeim og sungum „Fögur er foldin" á íslensku og þau sungu sama iag á sænsku. Og þetta hljómaði ótrúlega vel. Einnig kom þýskur drengjakór „Hamburger Knabenchor St. Ni- kolai" til okkar á leið sinni um landið. Þeir gistu í Skálholti og fórum við á tvenna tónleika með þeim. Þeir fyrri voru haldnir í Eyrarbakkakirkju sem er Iítil og falleg kirkja. Tókum við rútu þangað og fengum sérlega góðan leiðsögumann þar sem Haukur Guðlaugsson er fæddur þar og uppalinn. Drengjakórinn tók íslenskt lag „Smávinir fagrir" eft- ir Jónas Hallgrímsson og söng það svo vel að tárin tóku að streyma niður kinnamar. Glæsilegar veit- ingar voru eftir tónleikana og kunnu drengimir svo sannarlega að meta það. Seinni tónleikamir vom svo í Skálholtskirkju og tók- ust einnig mjög vel. Er kirkjan góð til tónleikahalds þar sem hljómburður er alveg sérstaklega góður. Eitt kvöldið fómm við og sung- um í Selfosskirkju. Þar vom lög með textum þýddum af Helga Hálfdanarsyni og Kristjáni Áma- syni sem báðir vom viðstaddir. Vom kaffiveitingar á eftir og var þetta góð kvöldstund. Erindi og kvöldvaka Ævar Kjartansson kom og hélt erindi um Amnesty Intemational og var fróðlegt að hlusta á það. laugardagskvöldinu var svo kvöldvaka í Aratungu. Kynnir var Tómas Jónsson frá Þingeyri og komu fram m.a. 18 einsöngvarar ásamt fleimm. Allir lögðu sitt af mörkum og þama ríkti engin hörð samkeppni, aðeins góður andi. Það var allt í lagi þótt sumir gleymdu texta, fæm út af laginu eða næðu ekki dýpstu eða hæstu tónunum, það var bara heimilis- legt. Þetta endaði svo með dansi við undirleik heimatilbúinnar hljómsveitar á staðnum sem stóð til kl. 1. Hvatning til allra organista Mér finnst námskeið sem þetta ómissandi þáttur f starfínu og hvet alla organista til að sjá sér fært að nýta tækifærið. Þama kynntist ég mörgum og eignaðist vini um land allt. Mér fannst gott að hitta fleiri frá Vestfjörðum sem em að kljást við það sama. Ég hitti organista frá Þingeyri, Hnífsdal og ísafírði og þar sem við emm allar ungar og hressar stelpur ræddum við um að gaman væri að æfa kórana sitt í hvom lagi og halda síðan kóramót á ísafirði með þátttöku allra staða á Vestfjörðum. Allt er þetta hvetj- andi og styrkjandi. Ég sé ekki eftir að hafa átt þessa daga í Skálholti og ætla að nýta mér þessa reynslu sem ég á eftir að búa að lengi. Námskeiðið var vel skipulagt og mappan sem við fengum var sérstaklega vegleg og gimileg. Þetta var mikil vinna og góð enda einkunnarorð nám- skeiðsins „listin er vinna". Ég get alltaf keyrt nýja bílinn minn en það er ekki á hveijum degi sem slík námskeið sem þetta em hald- in. Þakkir til Hauks og hinna Vil ég nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem ég kynnt- ist gott samstarf og ánægjulegar stundir. Sérstaklega vil ég þakka Hauki Guðlaugssyni fyrir að gera þetta mögulegt og gera námskeið- ið að vemleika. Eldhúsfólkinu, Marensu og Herði, vil ég líka þakka fyrir þeirra þátt í að gera þetta hlýlegt og gott. Að lokum hvet ég alla þá er starfa í kirkju- kómm um land allt að mæta á námskeiðið næsta sumar. Ég er strax farin að hlakka til. AÐ UTAN Samræður LH við lút- erskar kirkjur utan sambandsins í heiminum em 58,6 milljónir lúterskra manna. 93% þeirra em í Lúterska heimssambandinu. Stærstur hluti þeirra 7%, sem ekki tilheyra LH em Lúterska Missouri synodan í Ameríku og kirlqur í tengslum við hana í Asíu og Suður-Ameríku og 112.000 mánna lútersk kirkja f Ástralíu. Efnt hefur verið til ráðstefna með þessum lútersku kirkjum og LH. Hin fyrsta verður í desember nk. og síðan verða ráðstefnur 1988 og 1989. Kvenprestum fjölgar í Danmörku Kvenprestum fjölgar í dönsku þjóðkirkjunni. Þær em nú fímmti hluti prestastéttarinnar og munu skipa stærri hluta þar sem meira en helmingur guðfræðistúdenta era konur. Forseti guðfræðideild- arinnar við Árósaháskóla, Kirsten Nielsen, telur það rpjög eðlilegt að prestsembættin verði skipuð konum. „Konur hafa alltaf haft sérstakan áhuga á trúmálum. Þær hafa löngum annazt kristna upp- fræðslu f skólum og á heimilum. Það er því eðlilegt að konur fari til guðfræðináms," segir Kirsten.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.