Morgunblaðið - 25.10.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.10.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 C 7 Dr. Jtírg Glauser Ég les íslensku á hyerjum degi DR. JÚRG Glauser vildi komast burtu frá Ziirich á mennta- skólaylisti abárunum og prófa eitthvað nýtt. Hann ákvað að fara erlendis sem skiptinemi á vegum þjóðkirkjunnar í eitt ár og hafði helst áhuga á Banda- ríkjunum eða Mexíkó. En það æxlaðist þannig til að hann fór til íslands og bjó hjá fjölskyldu i Kópavoginum. Hann vissi sár- alí- tið um land og þjóð og lagði sig ekkert fram við islenskuna fram- an af, talaði helst bara ensku. Hann gekk i Menntaskólann i Reykjavík og smátt og smátt fór hann að kunna vel við sig. „Lífið var miklu óþvingaðra og fijáls- legra meðal íslenskra unglinga en svissneksra." Hann fékk leyfi til að vera annað ár á landinu og tók stúdentspróf úr máladeild vorið 1971. Síðan hefur hann lagt stund á norræn fræði. Hann vinn- ur nú að rannsóknum á norræn- um alþýðubókmenntum á 16., 17. og 18. öld við háskólann i Zttrich. Jurg hefur haldið tiyggð við ís- land og var leiðsögumaður evr- ópskra ferðamanna þar í nokkur sumur. Hann fer helst til landsins einu sinni á ári og býr þá hjá Kötlu Magnúsdóttur og Matthíasi Ingi- bergssyni, apótekarafjölskyldunni í Kópavogi. Hann hittir gamla vini og kollega - „það fer minnst vika í heimsóknir" - og unir sér vel í þéttbýlinu ólíkt mörgum löndum hans sem dá ísland. „Flestir ís- landsáhugamenn fara til landsins vegna náttúrufegurðarinnar," sagði hann. „En ég hef verið svo mikið á Reykjavíkursvæðinu að ég kann að meta borgina." Nýríkir borgnðu prest- um fyrir að skrifa Jiirg talar lýtalausa íslensku og hefur einnig lært hin Norðurlanda- málin síðan hann útskrifaðist úr MR. „Ég hóf nám í norrænu hér við háskólann þegar ég kom frá íslandi og var tvö ár í Svíþjóð og Noregi á námsárunum. Ég lauk háskólaprófí 1979 og hóf þá rann- sóknir á íslenskum riddarasögum á 14. og 15. öld,“ sagði hann. „Það voru vinsælar sögur sem voru lesn- ar í handritum og skrifaðar upp aftur og aftur langt fram á 19. öld. Niðurstaða mín í stuttu máli var sú að sögumar voru ekki ritaðar sem afþreyingarbókmenntir í upp- hafí heldur borgaði nýríka fólkið á 14. og 15. öld prestum fyrir að semja sögumar. Það vom helst út- gerðarmenn á Vesturlandi, sem seldu Hansamönnum og Bretum físk, sem vom með presta á heimil- inu og létu þá skrifa handrit fyrir sig, eins og erlendir auðkýfíngar pöntuðu listaverk hjá listamönnum. Almenningur fór að lesa þessar sögur þegar fína fólkið hætti því og hélt því áfram í þijár aldir. Þetta þykja lélegar bókmenntir og fræði- menn hafa ekki nennt að rannsaka þær, þeir rannsaka heldur góðar bókmenntir eins og Njálu, Egils- sögu og Eddukvæði. En mér fínnst það verðugt viðfangsefni að kanna hvað almúginn hafði gaman af að lesa á þessum tíma“ Ritgerð hans „Islandische Márch- ensagas, Studien zur Prosaliteratur im spatmittelalterischen Island" (íslenskar ævintýrasögur, könnun á sagnagerð á síðmiðöldum á íslandi) kom út hjá Helbing og Lichtenhahn í Basel árið 1983. Oskar Bandle sagði að hún hefði fengið góðar viðtökur en Jurg sagðist ekki hafa séð neinn ritdóm um hana á íslensku. „íslenskir kollegar mínir hafa sagt mér að þeir eigi mun auðveldara með að lesa fræðirit á ensku en á þýsku og þess vegna hefur enginn á íslandi fjallað um hana." Ein doktorsritgerð nægir ekki í hinum þýskumælandi heimi til að fá dósent- eða prófessorsstöðu við háskóla. Jiirg vinnur því að annarri ritgerð sem hann vonast til að ljúka á næstu tveimur árum. „Verkefnið er eiginlega í beinu framhaldi af íslensku^ riddarasögunum," sagði hann. „Ég vil kanna muninn á góð- um og vondum bókmenntum, fínum bókum og reifurum, á Norðurlönd- unum á 16., 17. og 18. öld. Ég legg megin áherslu á danskar og sænsk- ar bókmenntir og er þegar-búinn að viða að mér miklu dönsku efni. Gagnasöfnin er mjög tímafrek, en ég reyni að komast yfír sem mest af almúgabókmenntum, sögum og smásögum, frá þessum tíma. Marg- ar eru aðeins til í einu eintaki á Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn og ég verð að lesa mikið af þeim í ljósriti eða af fíliriu." Ástar- og glæpasögur sígilt lesefni „Það þekkja allir Holberg, sem var uppi á 18. öld, og skrifaði mjög vel,“ sagði Jiirg. „En sögur og smásögur eftir aðra höfunda hafa gleymst og aldrei verið rannsakað- ar. Ég vil kanna hvað almúginn las á þessum tíma. íslendingar héldu áfram að endurrita og lesa gömlu fomsögumar I handriti fram undir lok 19. aldar. Það var bara ein prentsmiðja í landinu til 1850 og hún prentaði aðallega guðfræðirit, húslestrarbækur og sálma. Það var því lítið um nýtt efni og al- múgabækur urðu mun seinna til á íslandi en á hinum Norðurlöndun- um.“ Jurg hefur rekist á nokkrar gamlar, danskar alþýðubækur hjá fombókasölum í Kaupmannahöfn og er með þær á skrifstofu sinni, sem er við hlið bókasafns norrænu- stofnunarinnar. Þær hafa flestar stuttar frásagnir, smásögur og skrýtlur að geyma. „Mest af þessu efni var þýtt úr þýslcu eða frönsku og er jafnvel komið úr latínu," sagði hann. „Það er einnig þó nokkuð um frumsamdar ástar- og glæpasögur. Þetta efni hefur gleymst, en fólki þótti það líklega skemmtilegra af- lestrar en bókmenntir sem nor- rænufræðingar hafa rannsakað hingað til. Þetta voru ódýr rit og samin eftir sama munstri og afþrey- ingarbókmenntir nútímans. Það er furðulegt hvað hlutimir breytast lítið öld fram af öld.“ Jurg fylgist vel með nútímabók- menntum á Norðurlöndunum og skrifar reglulega um þær í Neue Ziircher Zeitung. „Ég les íslensku svo til daglega," sagði hann, “annað hvort í Morgunblaðinu, bókum eða ritum. Áhugi á norrænum bók- menntum hefur aukist hér í Sviss og í Þýskalandi og útgáfa á þýddum verkum er aftur að aukast. Ég fagna því til dæmis mjög að þýskt útgáfufyrirtæki í Munster er nú að fara að gefa út Tímann og vatnið, eftir Stein Steinarr, og Hjartað býr enn í helli sínum, eftir Guðberg Bergsson, í þýskri þýðingu Marita Bergsson. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur sem vinnum við að kynna menningu íslands og hinna Norðurlandanna. “ Texti og myndir: Anna Bjarnadóttir ________Brlds___________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag1 Breiðholts Sl. þriðjudag vár spilaður lands- tvímenningur í tveimur riðlum. Röð efstu para varð þessi: A-riðill, 14 para: Sigrún Steinsdóttir — Haukur Harðarson 183 Guðbrandur Guðjohnsen — Þorvarður Guðmundsson 179 Axel Lárusson — Björn Svavarsson 175 Guðjón Jónsson — Friðrik Jónsson 172 Ami Már Bjömsson — Guðmundur Grétarsson 166 B-riðill, 10 para: María Ásmundsdóttir — Steindór Ingimundarson 129 Halldór Magnússon — Valdimar Elíasson 122 Leifur Karlsson — Bergur Ingimundarson 114 Ragnar Ragnarsson — Hjörtur Cymsson 114 Gísli Tryggvason — Óskar Friðþjófsson 114 Næsta þriðjudag, 27.október, hefst Barometer, fímm kvölda keppni. Enn er hægt að bæta við tveimur til þremur pörum. Skráning hjá Baldri í síma 78055 og Her- manni í síma 41507. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Gerðubergi mánudaginn 2. nóvember kl.19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag 19. okt. var spilaður landstvímenningur í einum 16 para riðli. Úrslit urðu eftirfarandi: Óskar Karlsson — Þorsteinn Þorsteinsson 293 Sigurður Lárusson — Sævaldur Jónsson 264 Guðbrandur Sigurbergsson — Kristófer Magnússon 248 Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson 221 Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 216 Jón Viðar Jónmundsson — Sveinbjöm Eyjólfsson 214 Guðmundur Aronsson — Sigurður Ámundason 213 Nk. mánudag 27. okt. hefst hausttvímenningur félagsins og verður spilað í tveimur eða fleiri riðlum, raðað eftir styrkleika og meistarastigaskrá. Þetta fyrir- komulag ætti að gefa óreyndari spilurum færi á að krækja í verð- laun, sem verða veitt bæði fyrir A- og B-riðil. HUGMVMDA - SAMKEPPM Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um ílát fyrir rusl og kjörorð (slagorð), sem hvetur til bættrar umgengni í borgarlandinu. Þátttaka Þátttaka í hugmyndasamkeppni þessari er öllum heim- il, bæði fagfólki í hönnum, sem og áhugafólki um bætta umgengni. Þátttaka er ekki bundin við einstaklinga heldur geta fleiri staðið saman að tillögu. Trúnaðarmaður Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, fram- kvæmdastjóri, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, sími 29266 og gefur hann allar nánari upp- lýsingar. Keppnistillögur Eins og áður segir skiptist keppnin í tvo þætti og getur hver þátttakandi skilað inn tillögum um annan eða báða þættina. Þættirnireru: a) Gerð uppdrátta af ýmiskonar ílátum og staðsetningu þeirra. Trúnaðar- maður dómnefndar afhendir keppn- islýsingu vegna þessa liðar. b) Kjörorð (slagorð). Ennfremur er æskilegt vegna a) og b) liða að skilað sé hugmyndum um staðsetningu ílátanna víðsvegar í borgarlandinu en þó er það ekki skilyrði. Merking og afhending Tillögum að kjörorði skal skila í arkarstærð A4, auð- kennt með 5 stafa tölu ásamt lokuðu, ógegnsæju umsl- agi merktu sama auðkenni, þar sem nafn höfundar eða höfunda er tilgreint. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar í síð- asta lagi miðvikudaginn 17. febrúar 1988, kl. 18:00 að íslenskum tíma. Verðlaun Verðlaun fyrir ruslaílát eru samtals kr. 200 þús. þar af verða veitt 1. verðlaun sem verða eigi lægri en kr. 100 þús. Verðlaun fyrir kjörorð verða kr. 100 þús., þar af verða 1. verðlaun eigi lægri en kr. 50 þús. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 100 þús. Heildarverðlaun verða því allt að kr. 400 þús. Dómnefnd Dómnefnd skipa Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull- trúi, formaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfull- trúi og Pétur Hannesson, deildarstjóri. Borgarstjórinn í Reykjavík TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Blazer S-10 4x4 árgerð ’85 ekinn 17 þús. mílur, Volvo Lapplander árgerð ’80,1.H.C. Bus 37 farþega árgerð ’74 og I.H.C. traktor 574 árgerð ’77 ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 27. oktbóber kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað. SALA VARNARLIÐSEIGNA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.