Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 10

Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 10
~r 10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 MISKUNNARLEYSI Bömí böðuls- höndum Suður-afrískir lögreglumenn handtóku Gili Nyathela, ellefu ára gamlan dreng, fyrir hálfu öðru ári. Blaðið Weekly Mail í Jóhannes- arborg sagði nýlega sögu hans: „Gili William Nyathela, á Zwane-stræti, Tumahole, Parys, segir í eiðsvarinni yfírlýsingu, að klukkan sjö að morgni, miðvikudag einn í mars, hafí tveir lögreglumenn komið á heimili hans, rifíð hann með valdi af móður hans og farið með hann á lögreglustöðina. Ein- kennisklæddur lögreglumaður spurði hvort hann hefði tekið þátt í að grýta verslun og hann játaði því. Var þá farið með hann inn í annað herbergi þar sem hann var handjámaður og poki settur yfír höfuð honum. Síðan var rafmagns- höggum beint að fíngrum hans. Næsta dag var farið með hann inn í herbergi þar sem nokkur lík voru fyrir og honum sagt að kyssa lík gamallar, hvítrar manneskju. Gerði hann það að lokum. 'Á föstu- deginum var hann barinn meðan hann játaði afbrotið í heyranda hljóði en á þriðjudeginum, viku eft- ir að hann var handtekinn var hann afhentur foreldrum sínum." í september síðastliðnum hitti ég Gili á alþjóðlegri ráðstefnu í Harare í Zimbabwe en þangað var ég kom- inn til að hlýða á framburð 60 svartra bama, lækna og lögfræð- inga frá Suður-Afríku um meðferð suður-afrískra lögreglumanna á bömum. Ég hafði búist við að heyra ófagrar lýsingar eins og allir, þeir sem þekkja til „hversdagslegra" áhrifa aðskilnaðarstefíiunnar á bömin. Vegna hennar er svart bam sex sinnum líklegra en hvítt til að deyja áður en það nær fímm ára aldri. f nágrannaríkjunum hefur margt ungt fólk týnt lífí vegna hemaðar Suður-Afríkurstjómar gegn „fram- varðarríkjunum" svokölluðu. í skýrslu frá bamahjálparsjóði Sam- einuðu þjóðanna fyrr á árinu er talið að árið 1986 hafí 140.000 böm dáið í Angóla og Mósambík vegna „styijaldar og upplausnar af hennar völdum". Á fjögurra mínútna fresti deyr í Angóla eða Mósambfk bam, sem annars hefði átt líf fyrir höndum — samtals hálf milljón bama frá 1980. f svertingjabyggðum hefur að- skilnaðarstjómin bragðist við „uppreisn bamanna" með skothríð og tilviljunarkenndum handtökum. Á síðustu þremur árum hafa suður- afrískir hermenn og lögreglumenn fellt 400 böm og sært 2.000 með byssuskotum. Talið er, að í fyrra hafi 8.300 böm verið fangelsuð um stundar sakir án ákæra. Þetta vissi ég, en að heyra sög- una af vörum Gilis og annarra, einkum þegar sagt var frá bömum, sem vora barin og pyntuð í fangels- inu, var meira en ég hafði búist við. Rekja mátti sama þráðinn í gegn- um allar lýsingamar. Strax eftir handtökuna vora bömin barin á sama tíma og spumingaflóðið var látið dynja á þeim. Öll höfðu þau verið lamin með krepptum hnefa, stöfúm eða riffílskeftum og sparkað í þau að auki. Sum hafði verið reynt að kyrkja, eða reynt að láta líta út INNAN MÚRANNA — Kirkj uleiðtogar í Suður-Afriku mótmæitu árangurslaust þegar þessir þrir táningar voru dæmdir til allt að þriggja ára fangelsisvistar. Stúlkunum tveimur og piltinum var gef- ið það að sðk að hafa kastað gijóti að lögreglumönnum i Höfðaborg, sem þau fullyrtu raunar að væri rangt. fyrir það, og stundum, eins og með Gili, var hetta dregin yfír höfuð þeim og reyrð að hálsinum. Sum bömin höfðu verið barin á iljamar þar til úr blæddi og McKay, starfsmaður bamavemdarsamtaka í . Suður-Afríku, sagði frá átta drengjum, sem vora afklæddir, stillt upp við vegg og síðan grýttir af lögreglumönum. Fékk sá 100 stig, sem hitti í höfuð eða kynfæri drengjanna. Suður-afrískur sál- fræðingur sagði, að mörg böm væra þannig á sig komin þegar þau losnuðu úr fangelsi, að þau gætu ekki talað eða sofíð almennilega í margar vikur. Samtök foreldra, sem eiga eða hafa átt böm í haldi, telja, að á fyrstu sex mánuðum neyðar- laganna hafi stjómvöld látið fangelsa 8.000 böm. Samkvæmt neyðarlögunum er ekki hægt að afla sér upplýsinga um fanga, um aðstæðumar, sem þeir búa við, eða hvort og hvenær þeim verður sleppt. Einu fréttimar, sem berast út fyrir fangelsisveggina, era þær, sem hugrökk böm eins og þau, sem ég hitti í Harare, flytja, jafnvel þótt þau eigi á hættu hefnd og þurfi að upplifa martröð minning- anna á nýjan leik. Samtök lækna og lögfræðinga í Suður-Afríku hafa þó safnað saman miklum upplýsing- um um ofbeldi lögreglunnar gegn svörtum bömum. Dæma má hvert þjóðfélag af því hvemig það kemur fram við bömin. Meðferð svartra bama í Suður- Afríku staðfestir, að aðskilnaðar- stefnan er grimmúðug, miskunnar- laus og morðóð. - GLENYS KINNOCK Glenys Kinnock er kona Neil Kinnocks, leiðtnga breska Verka- mannaflokksina. NAMSBRAUTIRl Hver vill læra að njósna? Ar Ibandarískri auglýsingu eftir umsækjendum á átta vikna námskeið, sem efnt verður til í ár, er tekið fram að þeir verði að vera ungt fólk „sem vill veija mestum hluta starfsævi sinnar við störf tengd aðgerðum sem fara fram á erlendri grand". Umsælq- endur verða líka „að hafa sannað forastuhæfíleika sína og hæfni í mannlegum samskiptum". Þeir verða að geta „notað ímyndunar- aflið við tvísýnar aðstæður". Þá þurfa þeir að vera fúsir til „að leggja fram drjúgan skerf til ör- yggis Bandaríkjanna". Auglýs- ingin er nefnilega bandarísku lejmiþjónustunnar, eða CLA. Hún reynir nú að fá tii starfa greinda námsmenn, sem vilja fremur þjóna föðurlandi sínu en græða milljónir í Wall Street. Á þessu einstæða námskeiði gefst þátttakendum víðtæk innsýn inn í starfsemi lejmiþjónustunnar er- lendis og leiðir þá inn í hulduheim njósnarans. Umsækjendur verða að vera Bandaríkjamenn og hafa gengist undir einskonar hæfnis- próf. Á þeim verða til dæmis gerðar sálfræðikannanir og þeir þurfa að gera grein fyrir sjálfum sér og sjónarmiðum sínum í marg- háttuðum viðtölum. Þeir, sem taka þátt í námskeið- inu, verða að sveija þess eið að láta ekkert uppskátt um þá vitn- eskju, sem þeir afla sér um leyniþjónustuna. Þetta framtak fór þó illa af stað. Fýrirtæki sem annast al- mannatengsl var fengið til að auglýsa eftir umsækjendum og fór ekkert dult með það að lejmi- þjónustan hefði falið því „að aðstoða við viðamikla námsáætl- un og aðrar mikilvægar aðgerðir". Stofnunin hafði samið við viðkom- andi fyrirtæki um gerð auglýs- ingaspjalda, bæklinga og auglýsinga í dagblöðum og átti það að fá fjórar milljónir króna fyrir sinn snúð. En þessi opinbera herferð fór fyrir bijóstið á CIA- mönnum. Samkvæmt reglunum er þeim sem taka að sér störf fyrir lejmiþjónustuna með öllu óheimilt að nota nafn hennar sér til framdráttar. Til skamms tíma hefur CLA gengið illa að fá fólk til starfa en nú er öldin önnur. Lejmiþjónustan hefur ekki verið neitt feimnismál síðan Reagan settist í Hvíta húsið og orð eins og föðurlandsást það- an af síður. Umsækjendur um störf í leyniþjónustunni era nú orðnir miklu fleiri en hægt er að sinna. En þessari liðssöfnun hefur þó ekki alls staðar verið jafti vel tek- ið. Amy Carter, dóttir Carters fyrram forseta, og félagar hennar beittu sér til dæmis mjög eindreg- ið gegn tilraunum CLA til þess að fá námsmenn við Massachu- setts-háskóla til að ganga til liðs við sig. - MAR TRAIN Jólasveinn- inn er kóka ín kóngnr Jacarezinho heitir fátækra- hverfí í Rio de Janeiro miðri, á bökkum þefillrar árinnar sem rennur um borgina. íbúamir era 170.000 talsins og nýlega var kveðinn að þeim mikill harmur þegar fyrram átrúnaðargoð þeirra og vemdari, kókaínkóng- urinn Mieo-quilo (Hálft kíló) var kallaður til feðra sinna með held- ur voveiflegum hætti. Meio-quilo var ótíndur glæpamaður en fólk- ið sér hann í öðra ljósi. Það man þegar hann kom í þyrlu yfír hverfíð, klæddur sem jólasveinn með fullan poka af gjöfum. Svartir borðar og önnur sorg- armerki birtust hvarvetna þegar fréttist um dauða Meio-quilos en hann lést þegar þyrla, sem hann notaði við flótta úr fangelsi, var skotin niður. Komst raunar strax á stað orðrómur um að hann hefði lifað hrapið af en fallið Á VARÐBERGI — Fjórtán ára stúlkubam stendur vttrð fyrir eitur- lyfjasala. síðan fyrir kúlum lögreglunnar. Glæpamenn eins og Meio-quilo era hinir nýju ráðamenn í Rio. Borgin hefur gefist upp fyrir sið- ferðislegri upplausn og spillingu. Glæpaflokkar bama og unglinga fara um götumar; glæpaflokk- amir borga lögreglunni fyrir að koma keppinautunum fyrir katt- amef og morðingjamir dreifa líkum fómarlamba sinna um óræktarsvæðin utan borgarinn- ar. Era þau svo mörg, að dauðasveitimar í Mið-Ameríku blikna og blána í samanburði. Á frægustu baðströndum í heimi, Copacabana og Ipanema, er baráttan gegn glæpunum þeg- ar töpuð. Lögreglumenn í stutt- buxum með byssu í belti eiga að vísu að haida uppi gæslu þar en þeir ráða ekkert við töskuþjóf- ana, sem heija á baðstrandar- gesti. Á gangstéttunum uppi af ströndinni era harðsvíraðri glæpamenn að verki og fyrir ofan glæsihótelin taka við fyrstu „favelumar", fátækrahverfín í fjallshlíðinni, uppeldisstöð og griðland glæpamannanna. Rio, þessi fyrram stolta höfuð- borg hins suður-ameríska stór- veldis, er nú eins og opið daunillt sár þar sem hinir raunveralegu ráðamenn fara með lögregluna að vild sinni. Margir lögreglumenn era leigumorðingjar i frístundum sínum. í bílnum sínum hafa þeir alltaf snöru og hettu og eru til- búnir til að gera upp sakimar fyrir aðra gegn 1000 dollara greiðslu. í maí sl. lýsti nýr borg- arstjóri í Rio stríði á hendur morðingjalýðnum þegar 540 lfk höfðu fundist fyrir utan borgina 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.