Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 22

Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 ^ þa& er atífe:ahnar^ntimar< þarna. nl&ri ■" í þessum heimi eru flestir skelþunnir. Ég gleymdi handklæð- inu___ HÖGNI HREKKVlSI Of mikið tiliitsleysi í umferðmiú Heiðraði Velvakandi. í blaðinu í gær (16.10.) bendir G.S. á að nagladekk geti skapað falska öryggiskennd og er það vissulega rétt. En það segir ekki alla söguna því að á sumardegi við bestu skilyrði aka fjölmargir um með „falska öryggiskennd", eða svo virðist mér, eða eins og hraði langt fyrir ofan leyfíleg mörk sé ekkert mál, a.m.k. þeirra mál! í gær átti ég leið með pakka út á Umferðarmiðstöð, ca. 2 km, og það var svínað á mig tvisvar. I annað skiptið fyrir blint hom, en mér tókst að forðast árekstur með hvellbremsun. Heppinn að fá ekki annan í skottið. Þátturinn um nagladekk virkaði á mig eins og slakur „farsi“ þar sem önnur hliðin var tekin fyrir, ekki hin. Viðmælendur gatnamálastjóra virkuðu tómir. Hressileiki og hlátur- rokur stjómanda lífguðu að sjálf- sögðu nokkuð upp á hlutina, en hefðu átt betur við í grínþætti. Vissulega eru margir þættir umferðarinnar sem þurfa lagfær- ingar við, en þar virðist vera við ramman reip að draga á meðan of margir ökumenn virða ekki settar reglur og aka að eigin geðþótta. Engum heilvita manni kemur til hugar að nagladekk leysi allan vanda. Auðvitað ber hveijum öku- manni að aka samkvæmt aðstæðum hveiju sinni og hafa hugfast að virða lögboðinn hámarkshraða. Nagladekk eru fyrst og fremst góð til að ná bíl af stað, en ekki jafngóð við hemlun. Saltaustur við 3 til 5 stiga frost leysir upp glær- una (ásamt malbikinu) og gerir nagladekk að mestu óvirk. Mín dekk hafa 60 nagla (hálfnegld) og er það alveg fullnægjandi. Söltun fer fram að mestu á strætisvagna- leiðum, flestallar útúrgötur em því illfærar bfl á ónegldum dekkjum. Saltið tærir upp bflinn, einkanlega undirvagn, og eyðileggur lakk og er þar um ómældan kostnað að ræða. Að sjálfsögðu getur enginn með fullu viti (eða jafnvel án þess) hald- ið því fram að nagladekk séu sá eini skaðvaldur sem skapar ótelj- andi malbiksholur, sumar hættu- lega djúpar. Ætli að það sé ekki fremur lélegt malbikunarefni og e.t.v. ekki rétt blöndun. Eða hvem- ig stendur á að gatan utan holanna virðist lítt eða ekki slitin. Auðvitað má komast langt á radí- alsnjódeklq'um (einkum á Citroén) en þau hafa einnig sínar takmark- anir. Það sem mér fínnst einkenna umferðina hér er: Alltof hraður akstur langt fyrir ofan leyfíleg mörk. Alltof mikið tillitsleysi og frekja. Alltof lítið bil á milli bíla miðað við hraða hveiju sinni. Að sönnu býður óþarflega langt bil heim hættu um framúrakstur. Fjöldi gefur ekki stefnumerki sem auðvelda þó umferðina og gera hana greiðari. Þó maður á hægri akrein gefi stefnuljós til vinstri þá er borin von að honum sé hleypt yfír á vinstri akrein, einungis flaut- að á hann frekjulega. Ökumenn, sýnum tillit og liðleg- heit í umferðinni, það kostar okkur e.t.v. nokkrar sekúndur í tímatapi, en greiðir fyrir umferðinni þannig að ef um tímatap er að ræða þá vinnst það upp margfaldlega á greiðari umferð. í Þýskalandi hafa nagladekk ver- ið bönnuð og þar eru saltaðar götur ef með þarf, sem er sjaldgæft. Þar getur snöggfryst að kvöldi og auð- vitað með hálku, en þetta er sjald- gæft og stendur stutt. En og þetta er stórt EN, þar er blandað ryðvam- arefni í saltið, hér er það sennilega slor úr saltfiskverkunarhúsunum (úrsalt). Það ber að taka fram að lögregl- an hefur unnið gott starf, einkan- lega upp á síðkastið, varðandi hraðakstur, enda sér maður viss merki um að hraðaksturspúkinn sé þó heldur á undanhaldi. Ef lögregl- an hefði fleiri mönnum á að skipa, mundi árangurinn verða enn meiri. Ég hef verið að velta því fyrir mér hversvegna sumir menn aka eins og skollinn sjálfur sé á hælun- um á þeim. Er hann það kannski? Jón Eiríksson Yíkverji skrifar TRÚBOÐ það sem gatnamála- stjóri rekur þessa dagana gegn nagladekkjum er að verða hið skemmtilegasta. í sjónvarpi er efnt til umræðuþátta um málið og kynn- ingarmyndir sýndar, þar sem eindregið er lagst gegn notkun nagladeklq'anna og í útvarpi heyr- ast leiknar auglýsingar í léttum dúr, þar sem boðskapurinn er hinn sami. Það er ef til vill til mikils að vinna að fá bílaeigendur til að draga úr notkun á nagladekkjum yfir hávet- urinn, því að það ku geta sparað borginni í kringum 80 milljónir króna í gatnaviðgerðum. Þannig hefur Inga U. gatnamálastjóra, tek- ist að láta Víkveija fá hálfgert samviskubit yfir því að láta sér yfir- leitt koma til hugar að setja gömlu nagladekkinn aftur undir bflinn fyr- ir veturinn. Þannig er vafalaust um fleiri, svo að Ingi Ú getur huggað sig við að til einhvers hefur verið barist. Hins vegar verður gatna- málastjóri einnig að sætta sig við það er langtíma verkefni að fá reykvíska bifreiðaeigendur til að hætta við nagladekkinn, því að þrátt fyrir allt samviskubit er tals- verð fjárfesting þegar fólgin í nagladekkjunum hjá alltflestum bif- reiðeigendum og þeir því tregir til að kaupa ný snjódekk bara vegna undirróðursstarfsemi gatnamála- stjóra gegn snjódekkjunum. Nema auðvitað að gatnamála- stjóri vilji veija einhveiju af þeim milljónum sem sparast til að kaupa gömlu nagladekkin af bflaeigend- um, svo að þeir geti fjárfest í nýjum snjódekkjum. Víkveiji væri að minnsta kosti tilbúin til viðræðna um hugarfarsbreytingu, ef slíkt til- boð bærist. XXX Eftirfarandi bréf hefur borist: gæti Víkveiji. Þú fórst um það nokkrum orðum fyrir skömmu, að í þættinum 19:19 á Stöð tvö hefði verið fjallað um nýjar umbúðir um osta “ með neyt- endamál sem yfirskin." Síðan hefði birst auglýsing frá Osta- og smjör- sölunni í næsta auglýsingatíma á eftir. Þú hafðir af því áhyggjur, að einhver annarleg sjónarmið réðu þama ferðinni. Eg vil upplýsa það hér, að þetta var hrein tilviljun. í blaði þínu í dag 22. okt. á bls. 12B er að finna ítarlega grein um fyrirtækið Norsk Data. Nokkru framar, eða á bls. 4 B er að finna auglýsingu í lit frá fyrirtækinu sjálfu. Er þetta tilviljun? Með kveðju og þökk fyrir birtinguna Helgi Pétursson Umsjónarmaður 19:19 XXX Vegna framangreindar klausu er rétt að vekja athygli á eftir- farandi: Þeir sem þekkja til íslenskra fjölmiðla og auglýsinga- markaðarins vita að Morgunblaðið þarf ekki á því að halda að afla sér auglýsinga með því að bjóða birt- ingu 'á efni á móti, eins og er því miður ekki óþekkt fyrirbæri í íslenskum fjölmiðlum. Athugull les- andi hefði einnig veitt því eftirtekt að Norsk Data hefur um talsvert skeið verið með auglýsingaherferð í gangi til að kynna starfsemi sína á Islandi. Þeir sem lesið hefðu síðan grein viðskiptablaðs Morgunblaðs- ins um Norsk Data hefðu fljótlega séð að tilefni greinarinnar er aug- ljóst — það að Norsk Data var þann sama dag að flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði og að sá viðburður á að verða upphafíð að miklu átaki fyrirtækisins til að öðlast fótfestu á tölvumarkaðinum hér á landi. Það er hins vegar ekki ósennilegt að forsvarsmönnum Norsk Data hafi þótt við hæfi að auglýsa fyrirtækið í tilefni dagsins og því hafí bæði grein og auglýsing birst á sama degi. XXX En úr því verið er að ræða um það vandmeðfama mál, tengsl ritstjómarefnis og auglýsinga, get- ur Víkveiji ekki stillt sig um að birta talsvert svæsið dæmi um hreinræktaða textaauglýsingu. Dæmið er sótt í Helgarpóstinn, sem á dögunum gaf út aukablað um tölvur og hugbúnað. Þar birtist við- tal við forritara einn sem segist hafa lært forritun af sjálfum sér. Á einum stað í viðtalinu segir: „...Á þessum tíma samdi ég einn- ig 11 önnur forrit. Öll voru þau smærri í sniðum. Þetta voru fyrir- tæki sem höfðu sambandi við mig í heimasíma mínu, 689826, eða vinnusíma hjá Pegasus, sem er 688277, og vildu aðgengilegt forrit til að leysa eitthvert sérhæft vanda- mál, og það sem fyrst...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.