Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Ein þeirra breytinga sem hafa orðið undanfama áratugi í íslensku at- vinnulífí er sú að konur eru nú flestar útivinn- andi og því enginn heima til að aðstoða böm og aldraða fjölskyldu- meðlimi. Flestir hafa meira en nóg að gera og sá tími sem fer í hlaup á milli vinnu, bamagæslustaða og heimilis er ærinn. Það er hreinlega ekki lengur tími til að „líta inn" hjá öldmðum ættingum og vinum. Þeir sem starfa að öldrunarmál- um hérlendis telja að gamalt fólk á íslandi sé oft mjög einmana. Þó telja margir að ástandið sé mun betra hér á landi en í nágrannalönd- unum. Fle.'jtir eigi einhvem að sem hringi eða komi öðru hvom en svo er þó ekki um alla. Þegar fólk vegna aldurs eða heilsubrests verður að hætta störf- um slitna margir úr tengslum við það daglega líf sem þeir hafa lifað stóran hluta ævinnar. Þá fyrst gera þeir sér grein fyrir því hvað vinnan var þeim mikils virði. Þeim finnst þeir vera orðnir gagnslausir í þjóð- félaginu og einsemdin fer að hijá marga. Þeir sem ekki hafa heilsu eða hrejrfígetu til að fara út af heimilum sínum einangrast oft og það er oft verra en heilsuleysi og þverrandi kraftar. Maður er manns gaman og mikil- vægi mannlegra samskipta hefur kannski aldrei verið eins augljóst og nú á tölvuöld. Ekkert getur kom- ið í stað þess að tjá sig við aðra manneskju og finna nálægð hennar og umhyggju. Kjarkur og bjartsýni Blaðamaður Morgunblaðsins leit- aði til Sigurveigar H. Sigurðardótt- ur félagsráðgjafa og formanns heimsóknarþjónustunefndar kvennadeildarinnar og Kristínar J. Jónsdóttur og bað þær um að greina frá starfí sjálfboðaliðanna í heim- sóknarþjónustu kvennadeildar Rauða krossins. Kristín er sextíu og þriggja ára að aldri, gift og á þijú uppkomin böm. Hún vinnur hálfan daginn hjá heimilishjálp Reykjavíkurborgar en í frístundum starfar hún við heim- sóknarþjónustuna og sinnir þremur skjólstæðingum. Auk þessa tekur Kristín við beiðnum um heimsóknir og er til viðtals í Þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja í Ármúla 34, Múlabæ, síðdegis á mánudögum milli klukkan þijú og fímm. Kristín sagðist kunna vel að meta hin mannlegu samskipti sem heimsóknimar byðu upp á. Það þyrfti á stundum að hvetja skjól- stæðingana, auka þeim kjark og bjartsýni. Það gæfí henni mjög mikið að geta yfírgefíð skjólstæðing hressari og bjartsýnni eftir en áður. Aðspurð taldi hún það ekki ólík- legt að hún myndi leita til heim- sóknarþjónustunnar þegar aldurinn færi að færast yfír og ef heilsan færi að bresta. Næg verkefni Heimsóknarþjónusta Kvenna- deildar Rauða krossins í Reykjavík hefur starfað síðan 1976 og var í upphafi skipulögð og stjómað af Katrínu Hjaltested. Markmið heimsóknarþjónustunn- ar er að ijúfa einangrun og einsemd aldraás og lasburða fólks á sjúkra- húsum, hjúkrunarheimilum og síðast en ekki síst á einkaheimilum. Þótt líkamlegum þörfum sjúkra og aldraðra sé yfirleitt vel sinnt verður hin andlega aðhlynning oft útund- an. í dag starfar tuttugu og einn sjálfboðaliði eða sjúkravinur eins og þeir kalla sig, við heimsóknar- þjónustuna, tuttugu konur og einn karlmaður. Sjúkravinimir eru margir sjálfír komnir á eftirlaun og heimsækja þeir skjólstæðing sinn einu sinni í viku, einn til tvo tíma í senn. Sjúkra- vinurinn og skjólstæðingur hans ákveða saman þann tíma sem best hentar. Þeir fara gjaman saman í stuttar gönguferðir, fara kannski saman í hárlagningu eða sjúkravin- urinn aðstoðar við smáinnkaup, ef til vill les hann upphátt fyrir skjól- stæðing sinn eða þeir rabba saman jrfir kaffibolla. Sjúkravinir eru bundnir þagnar- heiti og verða þeir að gæta hlutleys- is í samræðum sínum. „Enda eins gott, sumt af því fólki sem við heim- sækjum er mjög minnugt og kunnugt um margt sem hefur verið brallað í þessum bæ og oft hefur það mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum," sagði einn sjúkravinanna. Það getur oft verið erfítt að hlusta á aldraða og sjúka ræða vandamál sín en með þjálfun og rejmslu er hægt að verða góður hlustandi og sýna þann skilning og þá samúð sem er nauðsynleg í þessu starfí. Annan mánudag í hveijum mán- uði hittast sjúkravinimir í Múlabæ. Þar tala þeir um sín vandamál og skiptast á skoðunum um starfíð. Ýmis mál eru rædd, til dæmis hvort tímabært sé að hvetja einhvem skjólstæðing til að fara í gönguferð- ir eða leita eftir félagsskap í dagvistun aldraðra. Ennfremur er talað um ýmsa valkosti sem öldmð- um standa til boða, til að mjmda hvort skjólstæðingur hafi þörf fyrir frekari aðstoð eða matarsendingar. Á fundunum er einnig rætt um hvort nýjar beiðnir um heimsóknir hafi borist og hvort einhveijir sjúkravinanna geti heimsótt fleiri skjólstæðinga. Iðulega er það um- fjöllunarefni hvort ekki sé hægt að fá fleiri til að taka þátt í starfinu; því þörfín sé biýn, sem stendur hefur enn ekki tekist að fínna sam- eiginlegan tíma fyrir sjúkravinina og þijá skjólstæðinga. Að sögn Sig- urveigar og Kristínar væri mikil þörf á sjúkravinum. Það væri meira en nóg af verkefnum. Það er leitað til heimsóknar- þjónustunnar af félagsráðgjöfum, læknum, hjúkrunarfræðingum og aðstandendum. Það kemur einnig fyrir að aldrað fólk hringir sjálft og óskar eftir heimsókn. Frekar Svejk en Morgnnblaðið Blaðamanni Morgunblaðsins var gefínn kostur á því að fylga Kristínu J. Jónsdóttur í eina sjúkraheimsókn. Síðdegis á fostudögum lítur Kristín inn hjá Guðmundi Stefánssyni fyrr- um bónda á Fitjum í Skorradal, hann er sjötlu og eins árs að aldri. Fyrir tveimur árum fékk Guðmund- ur heilablóðfall og hefur verið öryrki síðan. Hann þreytist fljótt og á erf- itt með hreyfíngar sem kreíjast nákvæmni og samstillingar. Sýnu verst er þó að hann hefur ekki full not af sjóninni og getur ekki lesið prentað mál. Guðmundur sagði það koma fyrir að hann tæki í spil, sjónin væri nógu góð til að sjá trompin en ekki vildi hann spila upp á peninga. Síðustu árin hefur hann búið hjá dóttur sinni en hún verður að vinna fullan vinnudag. Þótt Guðmundur geti lítillega hlustað á segulbönd ef tækið er stillt fyrirfram; þykir honum segulbandsspólur takmark- aður félagsskapur; hann kann því vel að meta að Kristín heimsæki hann og lesi smákafla úr bók fyrir hann. Þegar fulltrúa Morgunblaðsins bar að garði var Kristín að lesa fyrir Guðmund „Góða dátann Svejk" eftir Jaroslav Hasek. Guð- mundur var spurður hvort hann bæði Kristínu aldrei að lesa Morg- unblaðið. Guðmundur svaraði því til að hann hefið lítinn áhuga á blöð- unum, annars hefði hann alltaf lesið meira af Tímanum. Hann kvaðst einna helst fylgjast með útvarps- fréttunum þótt hann hefði takmark- aðan áhuga. Aðspurður sagðist hann reyna að hlusta eftir fréttum af landbúnaðarmálum; jafnvel þótt þær væru lítið upplífgandi í seinni tíð. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 - er birgðamiðstöðin ykkar. at otí5aí oS ^ íeWset»^e^ÐV uU-1 c*wtt jó&'11'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.