Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 B 7 NEYÐIN FER EKKI í FRÍ eftir Samúel Ólafsson Hjálparkall Nú á aðventunni berast enn og aftur fregnir af hörmungum og hungurdauða er vofír yfír milljónum manna í Eþíópíu og Mosambik. Þessar fregnir eru nýjar, en þó svo keimlfkar því sem klingt hefur í eyrum á undanfömum ámm að hætt er við að þær hverfi í dagsins önn. Nýjabrumið er horfið, skelfi- legar myndir af deyjandi bömum em enn ekki teknar að birtast, en þurfum við slíkar mjmdir til að svara ákalli um hjálp? Þessa dagana stendur yfir söfnun af hálfu Hjálparstofnunar kirkjunn- ar til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda í Eþíópíu, Mosambik og Bangladesh. Þessi söfnun er í framhaldi af og í sama anda og fyrri safnanir stofnunarinnar, en mjög hertar reglur um ráðstöfun söfnunarQár og uppgjör einstakra safiiana eiga.að tryggja gefendum upplýsingar um hvemig fénu er varið. Hjálparstofnunin er því enn sem fyrr miðill til hjálpar fyrir þá er vilja lina þjáningar þeirra með- bræðra sinna, sem hvað minnst mega sín. Er þetta vonlaus barátta? Þegar staðið er með deyjandi bam á örmum og horft á hundmð annarra með þaninn kvið og upp- glennt augu í algjöru aðstöðuleysi þarf oft að brýna kjarkinn. Böm deyja hvem dag, en mörg lifa, já ótrúlega mörg miðað við aðstæður, og meðan er líf er von. Að eiga þess kost, að fylgjast með þessum sömu bömum eftir að hörmungum linnir, og sjá þau heilbrigð og hraust við leiki og árangur má þakka sam- hygð og kærleika óþekktra milljóna um heim allan, sem með smáum og stómm fjárframlögum hefur gert hjálparstarfið mögulegt. Munaðarley singj ar hungursins Hungurvofan leggur ekki aðeins hundmð þúsunda f valinn. Hún tvístrar Qölskyldum og slítur ættar- bönd, sem í þriðja heiminum em mun sterkari en við eigum að venj- ast. Af hennar völdum verður mikill §öldi bama munaðarlaus, og mörg hver neyðast til að betla sér til við- urværis, stunda smáhnupl og stúlkur vændi. Hjá þessum bömum er hugurinn ekki við neina framtíð, heldur að lifa frá degi til dags. Til að spoma við upplausnar- áhrifum þessum, hafa ýmsar hjálp- arstofnanir hafið byggingu bamaheimila, þar sem stefnt er að myndun blandaðrar fósturflöl- skyldu. Þessar Qölskyldur séu siðan í umsjá fósturmóður, og reynt að gera líf þeirra sem líkast venjulegra fjölskyldna, þar sem leikur, vinna og nám verður samtvinnað. A þenn- an hátt myndast ný tilfinningaleg Samúel Ólafsson Neyðin fer ekki í frí, svo framlag þitt er jafngilt allan ársins hring, hugleiddu aðeins að það sem eru pening- ar í söfnun hér er mannslif á vettvangi. Er til betri fjárfesting? tengsl milli einstaklinga hverrar einingar, sem milda mjög áhrif fjöl- skyldumissisins. Hjálparstofnun kirkjunnar er samstarfsaðili að slfku verkefni f Eþíópíu, hér er þörfín ekki síður brýn, því lítið stoðar að gefa þessum bömum lífsvon án framtíðar. Þáttur íslands í hjálparstarfi Ég er oft spurður hvort þátttaka íslendinga f slfku hjálparstarfi sé til nokkurs, við séum svo fá að framlagið verði aldrei þungt á meta- skálunum. Ég svara þessu alltaf játandi því hvert kom hjálpar við að fylla mælinn, auk þess hefur þátttaka okkar oftlega ekki vakið verðskuldaða eftirtekt og virðingu meðal fulltrúa erlendra hjálpar- stofnana, þegar þeim er gerð grein fyrir fyrir stærð þjóðarinnar. Vegna þeirrar umræðu er uppi hefur verið nú um hríð um þessa starfsemi þurfum við nú að gera upp hug okkar hvort við viljum enn á ný fylkja liði til hjálpar bágstödd- um. Viljir þú hjálpa, þá þarf sú hjálp ekki að einskorðast við jólahátíðina. Neyðin fer ekki í frí, svo framlag þitt er jafngilt allan ársins hring, hugleiddu aðeins að það sem em peningar í söfnun hér er mannslíf á vettvangi. Er til betri fjárfest- ing?? Höfundur er viðskiptafræðingw og hefur m.a. starfað i fjögur og hálft ár við þróunar-og neyðar- hjálp í Súdan, Kenyaog Eþíópíu. Rangfeðrað lag hjá Ríó tríóinu Nýlega kom út plata með söng Ríó tríósins. Meðal laga sem þeir flytja er Erla góða Erla, eftir Pétur Sigurðsson frá Sauðárkróki. Þetta lag eigna þeir Sigvalda Kaldalóns. Þrátt fyrir uppgötvun vitleysunnar gerðu þeir hvorki að láta líma jrfir á plötunum né leiðrétta mistökin hjá útvarpinu og var lagið spilað í ýmsum þáttum þar og rangkynnt. Einn þessara þremenninga ku þó vera tónlistarmaður og vinnur á tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Sig- valdi Kaldalóns hefur vissulega gert lag við þennan texta og lögin sam- in um líkt leyti. Péturs lag þó aðeins fyrr eða fyifr 1930. Mörgum hefur fundist þessi lög keimlík og er þessi hroðvirkni tríósins þeim mun mein- legri. Nú vil ég hvetja alla þá sem eign- ast þessa plötu til að líma yfir og leiðrétta villuna þótt með því mætti segja að verið væri að hengja bak- ara fyrir smið. Sigrún Pétursdóttir LEDUR EDA LÚX efni Nýjar sendingar af vestur-þýskur sófasettum oghomsófum, leðurklædd- um eða i frábæru Leðurlux-efni. Gltsileg sófasett d hagstxðu verði. Vinsamlegast vitjið pantana sem fyrst. VALHÚSGÖGN OpiA laugardag til kl. 22.00. Ármúla 8, sími 82275 Sérverslun í meira en 60 ár „„ Reidhjólaverslunin.— ORNINN Spitalostíg 8 vló Oóinstorg simar: 14661,26888 JólATILBOÐ kfíþaóvei JOLAHJÓL? EKTA BMX í mörgum stæröum og gerðum. Verö frá kr. 6.762,- stgr. ALVÖRU ÞRÍHJÓL meö varahluta og viögeröaþjónustu. Dönsku Winther þríhjólin eru til í ýmsum gerðum og stæröum. Veró frá kr. 2.961,- stgr. FYRSTA FLOKKS REIÐHJÓL fyrir börn og fullorðna. Dönsk og vestur-þýsk hjól meö varahluta og viögeröaþjónustu og 10 ára ábyrgð á stelli og framgaffli. Fyrirbörn: Verö frá kr. 6.295,-stgr. Fyrirfullorðna: Verö frá kr. 10.202,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.