Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Borgaraflokk- urinn og NATO eftir Júlíus Sólnes í Morgunblaðinu 17. desember er fjallað um Borgaraflokkinn og NATO í fréttaskýringardálknum Staksteinum. Þar er reynt að læða þeirri hugsun inn hjá lesendum blaðsins, að Borgaraflokkurinn sé í raun andvígur þátttöku íslendinga í NATO þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Borgaraflokksins um hið gagn- stæða. Að mati Morgunblaðsins er Borgaraflokkurinn sem úlfur í sauð- argæru. Flokkurinn sé á móti NATO, en reyni að fela þá afstöðu. Blaðamanni Morgunblaðsins þótti því sem hann hefði dottið í lukku- pottinn, komizt í feitt, þegar hann tók eftir því, að þingmenn Borgara- flokksins sátu hjá við atkvæða- greiðslu um tillögu frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Alþýðu- bandalagsins, um að lækka flárveit- ingar vegna þátttöku íslands í NATO frá tillögu meirihluta fjár- veitinganefndar. Þessir tilburðir Morgunblaðsins til að gera stefnu Borgaraflokksins Júlíus Sólnes „Greiddum við því ýmist atkvæði með til- lögunum eða sátum hjá. Varðandi tillöguna um lækkun fjárveitingar vegna þátttöku okkar í NATO sátum við hjá, þar sem við studdum hana ekki.“ í vamarmálum tortryggilega virka hjákátlegir. Rétt er samt að rejma að skýra út fyrir ritstjóm blaðsins hvers vegna þingmenn Borgara- flokksins sátu hjá við atkvæða- greiðsluna, án þess að það hafi hið minnsta með afstöðu flokksins í vamarmálum að gera. Það þarf vart að skýra þetta út fyrir lesend- rðss°n Skjaldborg, HOLMGARÐI 34, REYKJAVÍK Simar: 672400 - 672401 - 31599 um blaðsins, en til vonar og vara er óskað eftir birtingu á þessu greinarkomi. Við atkvæðagreiðslu um fjöldann allan af breytingartillögum við frumvarp til fjárlaga, sem fór fram í Sameinuðu þingi mánudaginn 12. desember sl., greiddum við þing- menn Borgaraflokksins atkvæði með ýmsum tillögum, sem við vild- um styðja, bæði frá stjóm og stjómarandstöðu. Hér var um að ræða ýmis framlög til menningar- mála, líknarmála og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Einkum var um að ræða tillögur frá stjómarandstöðu- flokkunum, því fjárlagafrumvarpið, fyrir utan það að vera eitt mesta skattlagningarfrumvarp, sem séð hefur dagsins ljós á Alþingi, fyrr eða síðar, ber þess merki, að stjóm- arflokkamir hafa lítinn áhuga fyrir menningu og íþróttastarfi. Hvað varðaði tillögur meirihluta flárveit- inganefndar tókum við þá afstöðu að sitja hjá við atkvæðagreiðslu vegna þeirra. Við viijum ekki bera ábyrgð á íjárlagafrumvarpi ríkis- stjómarinnar, enda eiga mörg kurl eftir að koma til grafar, þegar verð- bólgan kemst í gang á næsta ári, við óheyrilegar nýjar skattaálögur á almenning og fyrirtækin í landinu. Við sáum ekki ástæðu til þess að greiða atkvæði gegn hinum ýmsu tillögum, þar sem við áttum erfítt með að meta hvað væm sann- gjamar fjárveitingar til hinna ýmsu liða. Greiddum við því ýmist at- kvæði með tillögunum eða sátum hjá. Varðandi tillöguna um lækkun fjárveitingar vegna þátttöku okkar í NATO sátum við hjá, þar sem við studdum hana ekki. Miðað við það, að þingmenn Borgaraflokksins hafa oft á tíðum lýst yfír eindregnum stuðningi sínum við vamarbandalag vest- rænna þjóða og þátttökuna í NATO, virka þessar tilraunir Morgunblaðs- ins til að rýra Borgaraflokkinn hálfmáttlitlar. Einkum ef það er rifjað upp, að fulltrúi Borgara- flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis var á sínum tíma fram- kvæmdastjóri undirskriftasöfnun- arinnar „Varið land“. Hins vegar kann að vera, að það fari í taugam- ar á Morgunblaðinu, að Borgara- flokkurinn hefur sjálfstæða stefnu í vamarmálum. Borgaraflokkurinn telur m.a., að það sé hægt að tala við Bandaríkjamenn á jafnréttis- grundvelli og semja við þá um ýmis atriði varðandi framkvæmd vamarsamningsins, sem betur mætti fara. Borgaraflokkurinn tek- ur ekki undir þá vamarmálastefnu Morgunblaðsins, sem oft birtist í blaðinu með þeim hætti, að menn em ávítaðir fyrir það að dirfast að ætla sér að tala við Bandaríkjamenn og vilja_ semja við þá um eitt eða annað. íslendingar eiga að hneigja sig í hvert sinn, sem Bandaríkja- mönnum þóknast að tala við okkur um vamarmál og vera ekki að ybba okkur eins og óþægir krakkar. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fáir em eins sanngjamir og réttsýn- ir í öllum samskiptum og Banda- ríkjamenn. Þeir eiga erfltt með að skilja þá sem ekki þora að tala við þá. Ég leyfi mér að vona, að Morgun- blaðið hafí nú endanlega skilið stefnu Borgaraflokksins í vamar- 1 málum, en hún er í stuttu máli sú, að ísland er í NATO. Þeirri stað- rejmd hefur Borgaraflokkurinn ekki í hyggju að brejita. Morgunblaðinu væri nær að hafa áhyggjur af þátt- töku Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjóm, sem lætur fastafulltrúa sinn hjá Sameinuðu þjóðunum greiða atkvæði með afvopnunartillögu Tékka og Úkraínumanna, sem allir aðrir fulltrúar vestrænna þjóða greiddu atkvæði gegn. Höfundur er formaður þmgflokke Borgaraflokksins. Cterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðili! Jltarguttto<iM&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.