Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 16
V'JT P -obr aMamrrío'ai-T ot aTT--T*no » ->tt í t mn > tota't'tq/ttit 16 B MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 ÞEGAR ASTVINUR DEYR i • eftir C. S. Lewis í þýðingu sr. Gunnars Björnssonar. Loksins er komin í íslenskri þýðingu bók um SORGINA. Bókin er uppgjör höfundar við tilveru sína eftir að kona hans lést af veikindum. Hún er tilvalin fyrir þá sem eiga um sárt að binda eða þurfa að hugleiða sorgina. Fæst í öllum bókaverslunum og einnig póstsend í pöntunarsíma 91-62 34 33. r egar ástyj nurdeyr Útgáfufélagið BR©S flö RIOIMŒER SJÓNVÖRP Fátt er svo með öllu illt að það sé ekki einhver glæta í því Rætt við Kjartan Árnasson höfund bókarinnar Frostmark „Já, hver er E. Frostmark? Það er eiginlega spuming, sem ég get ekki svarað. Þetta er afskaplega dularfullur karakt- er og er sjálfsagt ekki tjósari fyrir mér en öðrum, en eins og segir í Bókartíðindum: „Hann er maðurinn með stóru M og það er hann kannski, þó maður taki enga ábyrgð á svona bókaauglýsingum,“ seg- ir Kjartan Ámason, rithöfund- ur, aðspurður um höfuðper- sónuna eða þann sem gengur í gegnum og tengir saman smásögur og ljóð eftir Kjartan í bókinni Frostmark, sem er nýkomin út. „Það eru stutt ljóð á undan hverri sögu og fyrsti kaflinn í bókinni er reyndar ljóð, sem gæti nú verið hugleiðing um innihald bókarinnar, því það heitir Bara orð. Ég ætla ekki að draga úr mikilvægi bókarinnar, en þetta er sett fram sem hugleiðing, ekki síst fyrir lesandann, um að hafa í huga hvort hann er að lesa bara orð eða hvort hann getur lesið eitthvað meira út úr þessu. Ljóðin eru einnig til þess að rjúfa ekki tengslin við ljóðlistina. Eg gaf út ljóðabók í fyrra og ég vil gjaman að skilin millí eins forms og ann- ars verði ekki of skörp, jafnframt því sem ljóðin gefa annað sjónar- hom á söguna," segir Kjartan. Morgunblaðið/BAR Kjartan Árnason Aðspurður um það hvemig hon- um lítist á ísienskar bókmenntir samtímans, segir hann: „Það er mikið að gerast og það er út af fyrir sig mjög ánægjulegt. Nýir skáldsagnahöfundar eru að stíga fram á ritvöllinn núna og það á ef til vill eftir að geta af sér spenn- andi verk, ef það hefur ekki gert það nú þegar. Formið er ekki leng- ur bundið við ákveðna stefnu. Það er margt leyfilegt, kannski allt, og jafnvel í sömu bókinni má finna gjörólíkar stfltegundir. Annað hvort þróast þetta til þess að verða fullkomið anarkí eða eitthvað nýtt sprettur upp, sem allir bíða auðvit- að eftir. En þegar til kemur virkar það ekki nýtt, því flestir hlutir hafa verið gerðir áður einhvers staðar, með einhveijum hætti. Merkingin í orðinu nýtt er ef til vill sú að setja gamla hluti í ann- að samhengi, í samhengi við samtímann." Hvemig myndir þú lýsa sögum þínum? „Það er hugmyndin, og margir hafa tekið undir það, að þetta séu grátbroslegar sögur. Þrátt fyrir að það séu einhveijar hörmungar á ferðum er horft á þær í gegnum gler sem lita atburðina gleðilegum tónum. Það má segja að fátt sé svo með öllu illt að það sé ekki einhver glæta í því. Það má því segja að í raun og vem séu þetta gleðisögur. Frostmark er eigin- lega ekkert hitastig, en upp úr því fer auðvitað svolítið hitnandi, þegar kvikasilfrið stígur yfir núll- ið, yfir frostmark. Þannig markast sögumar af bjartsýni og þrátt fyrir ýmislegt böl, þá er ekki hægt að sjá ljósu hliðamar nema hafa þær dökku til hliðsjón- ar,“ sagði Kjartan Ámason. HJ t 1 Gerðu svo vel! Sérlatjaðir \ réttir beínt tll þín í vinnuna Nýttu dýrmætan vinnutímann í jólaönnum til fulls og njóttu vel, því eldhúsið okkar er opið til kl. 23:30 á hverju kvöldi. Við sendum af öllum matseðlinum okkar til þín ásamt meðlæti og drykkjarföngum að óskum. Vell dönn, mídíum eöa rer? \ \ ASKUR % Suðurlandsbraut 14 • Pöntunarsími 681344 - Geymdu númeríð! J-db

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.