Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 MIKIÐ ÚRVAL LOÐSKINNSHÚFGR fyrir herra ÁHEIT TIL HJÁLPAR Gírónúmer 6210 05 KRÝSUVfKURSAMTÖKIN PVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK S 62 10 05 OG 62 35 50 RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 & KRINGLUNNI Sendum í póstkröfu - símar 16277 og 17910 flö PIOIMEER HUÓMTÆKI s&M®* róðravélarnar veita möguteiks a TUNTURI æ''n9ah'0l,'?köldustu manublna W^nhe,ma^^09^^te'ð"' ^narlyraSa^^^^na^llanlrW Lejtið upplísina3’ lelö°e Heimilistæki hf SÆTUNI8 - SÍMI8915 00 f/cd t/uutvsvei^/cuéegi/o i s/muuftíjw* Elísabet Benediktsdóttir verk- efnisstjóri. Morgunblaðið/Björn Sveinsson Framsögumenn á borgarafundinum á Seyðisfirði. Nýjar leiðir í byggða- þróun á Seyðis- firði og Egilsstöðum Um 100 íbúar beinir þátttakendur Enlsstöðum. ÍBUAR Egilsstaða og Seyðis- fjarðar hafa tekið höndum saman um nýjar leiðir í byggða- þróun með það að markmiði að efla þessi byggðarlög i atvinnu- legu og félagslegu tilliti og draga úr ósjálfstæði þeirra á sem flest- um sviðum. Aðferð þessi byggir á að virkja íbúa þessara bæja til þátttöku í starfshópum sem vinna munu að þróun og úr- vinnslu mismunandi hugmynda og munu allt að 100 manns úr þessum bæjum verða beinir þátt- takendur £ þessu þróunarverk- efni. Starfshópamir munu síðan skila áliti sinu á sérstakri leitar- ráðstefnu sem haldin verður í hvora bæjarfélagi fyrir sig um mánaðamót janúar/febrúar. Átakaverkefni þetta á að standa yfir i tvö ár og hefur Elísabet Benediktsdóttir rekstrarhag- fræðingur verið ráðin verkefnis- stjóri þann tíma. Þróunarverk- efni þetta hefur gengið undir heitinu Átaksverkefnið Seyðis- fjörður — Egilsstaðir og er kostað að hálfu af Byggðastofn- un á móti bæjarféiögunum sem taka þátt í því. Átaksverkefnið var kynnt á borgarafundum á báðum stöðunum helgina 12.—13. desember. Þar gerðu framsögu- menn úr röðum bæjarfulltrúa ásamt iðnfulltrúanum á Austur- landi og verkefnisstjóra grein fyrir framkvæmd verkefnisins og væntingum sínum til þess. Að loknum framsöguerindum tóku íbúar bæjanna virkan þátt í um- ræðum um þetta samstarf og atvinnu- og félagsmál. Axel A. Beck iðnráðgjafi Austur- lands útskýrði á fundunum af hveiju þetta ákveðna form hefði verið valið en hann dvaldist um tíma í Noregi og kynnti sér mismunandi aðferðir byggðaþróunar þar í landi en þessi aðferð hefur gefist vel þar og íbúamir tekið virkan þátt í þess- um verkefnum. Og þó margt sé ólíkt í Noregi og á íslandi, m.a. langur vinnutími hér á landi, er það álrt manna að þessi aðferð muni henta vel við þær aðstæður sem ríkja á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Verkefni þessu má skipta upp í þrjú stig þar sem fyrsta stigið er fylgisöflunarstig og beinist að und- irbúningi, kynningu og hvatningu. Annað stigið má kalla hugmynda- stig og nær það hápunkti sínum með leitarráðstefnu sem haldin verður á báðum stöðunum í janúar eða febrúar n.k. Þriðja og síðasta stigið beinist að starfí að þeim verk- efnum sem út úr leitarráðstefounni koma. Fyrsta skrefið í þessu Átaks- verkefoi var stigið með borgara- fundunum þar sem auk kynningar á verkefoinu var valinn vinnuhópur einn á hvorum stað, sem í samvinnu við verkefaisstjórann mun velja þátttakendur til starfa við þetta verkefai. Þátttakendur verða valdir f nokkra aðalhópa sem flestir eiga að tengjast atvinnulífinu á þessum stöðum. Einnig verða valdir hópar sem ekki tengjast atvinnulífínu beint. Þannig er t.d. gert ráð fyrir sérstökum hóp er §alli um málefai kvenna og öðrum unglingahópi. Gert er ráð fyrir að myndaðir verði a.m.k. 6 starfshópar með 5—7 þátt- takendum í hveijum. Alls má þvf gera ráð fyrir að allt að eitthundrað íbúar þessara bæja taki beinan þátt í þessu þróunarverkefai. Starfshópar þessir munu starfa saman að ákveðnu verkefai og hitt- ast tvisvar til þrisvar sinnum fyrir leitarráðstefauna en á henni mun hver starfshópur leggja fram niður- stöður sínar tíl umræðu og ákvörð- unar. Markmiðið er að hópamir reyni að mynda sér skoðun á því hvemig þróunin verði í framtíðinni og hvaða vonir em bundnar við framtíð þess- ara byggðarlaga og vinna út frá því að þessar vonir rætist. Þannig eiga þessir hópar möguleika á að láta eigin ákvarðanir koma í stað ákvarðana sem teknar era annars- staðar. Að loknum síðari borgarafundin- um sem haldinn var á Seyðisfirði hitti fréttaritari Elísabetu Bene- diktsdóttur verkefaisstjóra og kvaðst nú full bjartsýni eftir þessa kynningarfundi. Mæting hefði verið allgóð og fólk verið fullt áhuga. Ibúamir gerðu sér grein fyrir að með þessu Átaksverkefni gæfist þeim tækifæri tíl að nálgast verk- efain og leysa þau út frá sínum sjónarmiðum og með sínum að- ferðum. Þetta væri nýtt fyrir fólki en það væri greinilega tilbúið til að takast á við þetta og hvatti Elísa- bet að lokum alla sem vildu verða þátttakendur í þessu verkefai til að skrá sig hjá undirbúningsnefadun- um, hver á sínum stað. — Björa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.