Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
B 17
Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjan að Kletti:
Litlar
skemmdir
þegar ofn
ofhitnaði
„ÞAÐ urðu ekki miklar skemmd-
ir hjá okkur þegar ofninn of-
hitnaði. Nokkurt magn af nyöli
eyðilagðist, en ofninn sjálfur er
óskemmdur," sagði Aðalsteinn
Þórðarson, verkstjóri hjá Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni að
Kletti. Bræðsluofninn ofhitnaði
skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt fimmtudags og varð af
mikill reykur og megn fnykur.
Aðalsteinn sagði að lega í blás-
ara, sem dregur mjölið út úr
þurrkaranum, hefði brotnað. „Þeg-
ar blásarinn stöðvaðist þá valt
mjölið á sama stað og ofhitnaði á
mjög skömmum tíma. Okkur tókst
hins vegar fljótlega að slökkva f
ofninum með því að hleypa inn í
hann gufu. Þetta var alls ekki eins
alvarlegt og mönnum virtist, en það
myndaðist mjög mikill reykur af
mjölinu. Skemmdir urðu litlar og
oftiinn sjálfur óskemmdur með
öllu,“ sagði Aðalsteinn Þórðarson,
verkstjóri.
Skáldsaga
utnKassöndru
KASSANDRA nefnist skáldsaga
eftir Christu Wolf sem bókafor-
lag Máls og menningar hefur
sent frá sér.
í kynningu útgefanda segir m.a.
um efni bókarinnar: „Kassandra er
persóna úr fomgrískum sögum sem
heillað hefur sagnaskáld og harm-
leikjahöfunda síðan á dögum
Hómers. Hún var dóttir Príamosar
konungs í Tróju og guðimir höfðu
gefíð henni spádómsgáfu, en jafn-
framt lagt á hana að enginn skyldi
trúa spásögnum hennar. Það gekk
eftir. Hún sagði fyrir um herför
Grikkja og eyðingu Tróju en enginn
lagði trúnað á orð hennar. Trója
féll og Agamemnon, foringi
Grikkja, flutti Kassöndru með sér
í herfanginu til heimaslóða. Sú för
varð þeim báðum afdrifarík.
Christa Wolf fer með þetta efni
á frumlegan hátt. Hún segir söguna
frá sjónarhóli Kassöndm sjálfrar
og tekst um leið að færa hinn foma
heim nær nútíma lesendum."
Kassandra er þýdd af Jómnni
Sigurðardóttur sem einnig ritar eft-
irmála. Bókin er 154 bls. að stærð,
prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar. Sigurborg Stefánsdóttir sá
um hönnun kápu.
flD PIOIMEER
ÚTVÖRP
NIPPARTS
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
EIGUMÁ LAGER:
kúplingar,kveikjuhluti;bremsuhluti,
STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl.
KREDITKORTA ÞJÓNUSTA
Úrvals varahlutir
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
NÝ BÓK! NÝTT LISTAVERK!
ú bætist sjöunda verkið viö bókaflokkinn
íslensk myndlist. Bókin fjallar um Tryggva
Ólafsson listmálara. Thor Vilhjálmsson rekur
saman líf hans og list með þeirri orðkynngi
sem honum er lagin og Halldór B. Runólfsson
skilgreinir listferil Tryggva.
m
ryggvi Ólafsson er úr hópi þekktustu, núlif-
andi myndlistarmanna íslenskra. í myndum
hans speglast lífsreynsla og skoðanir íslend-
ingsins sem dvalist hefur langdvölum erlendis
og orðið fyrir þroskandi áhrifum utan úr hin-
unt stóra heimi.
w
ri
bókinni eru litprentanir 46 málverka eftir
Tryggva auk teikninga, klippimynda og fjöl-
margra ljósmynda úr lífi hans og starfi. Bókin
um Tryggva Ólafsson er sannkallaður hvalreki
á fjörur listunnenda enda ættu þeir að bæta
henni'sem fyrst við bókasafnið.
Rat Eir Jóh. Jóha Ásgrímur
í Sr Sm Brk Gcir Jónsson
LÖGBERG
LISTASAFN ASÍ