Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 B 9 Fjögurra landa keppni unglingalandsliða í skák SKÁK Karl Þorsteins Aðeins hársbreidd skorti í sigursætið Einungis einskær óheppni ásamt reynsluleysi kom í veg fyr- ir íslenskan sigur á móti unglinga- landsliða íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar í skák, sem haldið var í Sandnesi í Noregi dagana 11. til 13. desember sL Þegar lokaumferðin hófet hafði íslenska sveitin V2 vinning í for- skot á undan sænsku sveitinni og þeirri norsku. Baráttan var því æsispennandi þegar síðasta um- ferðin gekk í garð og sest var andspænis hinum sænsku kepp- endum. Þegar átta skákum af tíu var lokið hafði sigur hlotist í tveimur skákum, hjá Amari Þor- steinssyni og Hannesi Hlífari, en ósigramir vom þrír. í hinum tveimur óloknu skákum stóðu þeir Andri Áss og Héðinn, á hinn bóg- inn báðir betur að vígi. Sigur hjá öðmm þeirra hefði nægt til að tryggja sigursætið, en því miður tókst þeim ekki að viðhalda frum- kvæðinu og jafntefli varð niður- staðan, eftir harðvítuga baráttu. Sænska sveitin stóð þvf upp, sem sigurvegari hlaut 16 vinninga í skákunum 30. Lokastaðan í keppninni varð annars þessi: 1. Svíþjóð 16 vinningar. 2. ísland 15V2 v. 3. Danmörk 14V2 v. 4. Noregur 14 v. Keppnin kom upp með stuttum fyrirvara, og var haldin í tilefni 10 ára afmælis Norska æskulýðs- sambandsins. Keppendur vom á aldrinum 20 ára og yngri og var skiptingunni þannig hagað, að á sex efetu borðunum glímdu kepp- endur fæddir 1967 og síðar, en keppendur fæddir 1971 og síðar sátu við stjómvölinn á neðstu fjór- um borðunum. íslenska sveitin var skipuð eftirfarandi: Þröstur Þór- hallsson, Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafeson, Tómas Bjömsson, Amar Þorsteinsson, Snorri G. Bergsson^ Hannes Stefánsson, Þröstur Ámason, Sigurður Daði Sigfússon og Héðinn Steingríms- son. í heild var árangurinn mjög góður, ekki síst þegar tekið er tillit til að allir sterkustu ungling- ar hinna skandinavisku þjóða vom mættir í slaginn. Norska sveitin skartaði þannig stórmeistaranum Simen Agderstein og alþjóðlegu meistaramir Ferdinand Hellers frá Svíþjóð og Lars Bo Hansen frá Danmörku vom einnig meðal þátttakenda. Keppnin var í heild mjög jöfh eins og sjá má í töflu. Hannes H. Stefánsson og Þröstur Ámason vom fengsælast- ir íslensku keppendanna, hlutu báðir 2V2 vinning í skákunum þremur. Vitaskuld hefðu þeir báð- ir átt tilkall til hærri borðaröðunar hefðu alþjóða eloskákstigin verið látin ráða, en sökum hinna sér- stæðu reglna sátu þeir á 7. og 8. borði. Andri Áss, Davíð og Amar Þorsteinsson hlutu allir 2 vinninga, en hinir færri. Aðstæður vom að sögn gest- gjöfunum tíl sóma í hvívetna. Keppnin tókst líka vel tíl, skemmtilegar baráttuskákir litu dagsins ljós, og er vonandi að áframhald verði á keppninni á komandi árum. Nægur efniviður er líka tíl staðar, hér á landi, til að standa a.m.k. jafnfætis sterk- ustu keppendum grannþjóðanna. Liðsstjórar í ferðinni vom þeir Ólafur H. Ólafeson og Jón G. Briem. Það er einkennandi fyrir dreng- ina í skáksveitinni að tefla af mikilli djörfung og sjaidan hvikað frá áætluninni og peðsútlát eða aðrar fómir því daglegt brauð. Við sjáum hér tvö dæmi úr skák- um þeirra, 0g svo skemmtilega vill til að í báðum skákunum em örlög andstæðinganna ráðin í 17. leik. Hvítt: Davíð Ólafsson. Svart: R. Djurhuus (Noregi). Frönsk vörn. 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. e5 — c5, 4. c3 - Rc6, 5. Rf3 - Bd7, 6. Be2 - f6, 7. 0-0 - fxe5, 8. Rxe5 — Rxe5, 9. dxe5 — Dc7, 10. c4 — d4?!. (Vafasamt er að gefa eftir spennuna á miðborðinu. I mótsblaðinu er stungið upp á 10. 0-0-0) 11. f4 - 0-0-0, 12. a3 - Kb8, 13. Bd3 - Rh6,14. Rd2 - Be7, 15. Re4 - ka8, 16. Del - Bc6?!, 17. b4! (Með hnitmiðuðum leikjum hefur hvítur öðlast yfirburðastöðu.) 17. - cxb4, 18. axb4 — Bxe4, 19. Dxe4 — Bxb4? (Ekki getur það talist gæfulegt að opna allar línur fyrir hvitu hrókana í átt að svarta kónginum, enda hlýtur eitthvað að láta undan síga.) 20. Hf2! — Dc6, 21. Hfa2 - Bc5, 22. Ba3 - Bb6, 23. c5 - Bc7, 24. Bb4 - Bb8, 25. Ba5 - Dx5, 26. Bxd8 - Hxd8, 27. Hb2 - Hd5, 28. Habl - b6, 29. Hc2 - Da5, 30. Bb5 ög svartur gafst upp, enda er meira liðstap framundan. Hvitt: Petter Fossan (Noregi). Svart: Tómas Björnsson. ítalskur leikur. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bc4 - Rf6, 4. d4 - exd4, 5. 0-0 - Rxe4, 6. Hel - d5, 7. Bxd5 - Dxd5, 8. Rc3 — Da5, 9. Rxe4 - Be6, 10. Reg5 - 0-0-0, 11. Rxe6 — fxe6, 12. Hxe6 — Bd6, 13. Bg5 - Hdf8, 14. Bh4 - Dd5, (14. - Dh5!?) 15. De2 - g5!?, 16. Bxg5 - Hhg8, 17. Bh4?? (Versti afleikurinn í mótinu! segja norskir blaðasnápar og halda fram að eftir 17. h4 hafi svartur engin mótfæri fyrir peðið. Vita- skuld er slíkt mat rangt, en nú vinnur svartur þvingað.) 17. — d3! (Líklegast hefur Norðmannin- um yfírsést þessi snjalli leikur, og einungis reiknað með 17. — Hxf3? 18. He8+. Nú væri 18. cxd3 — Rd4! banvænt hvítum, svo) 18. c4 - Dxc4, 19. De3 - Hxf3, 20. He8+ - Kd7, 21. DxfS - Hxe8, 22. Df5+ - De6, 23. Dxh7 - Kc8, 24. Dxd3 - Del+, 25. Dfl - De5, 26. g3 - Rd4, 27. Dh3+ — Kb8, 28. Dg4 — Dd5 og hvítur gafst upp. V 'Jtiumfih I NTE RNATIONAL STORKOSTLEGT URVAL Triumph náttkjólar, náttföt, sloppar, greiðslusloppar, sloppasett, trimmgallar, velúrgallar. lympi Laugavegi 26, sími 13300 — Glæsibæ, sími 31300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.