Morgunblaðið - 12.01.1988, Síða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
8. tbl. 76. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ólympíuleikarnir:
Sovétmenn ætla
að keppa í Seoul
Moskvu, Reuter.
SOVÉTMENN munu taka þátt í Ólympíuleikunum, sem fram fara í
í Seoul í Suður-Kóreu nú í sumar. Að sögn hinnar opinberu frétta-
stofu Tass ákvað Ólympiunefnd Sovétrikjanna að þekkjast boð
Alþjóðaólympiunefndarinnar, en til þess fer hver að verða siðastur
þvi fresturinn til þess að tilkynna þátttöku rennur út næstkomandi
sunnudag. Áreiðanlegar heimildir í Kína herma ennfremur að þar-
lend stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um þátttöku.
Tass sagði að um leið og ákveðið
hefði verið að senda lið til Seoul í
sumar hefði sovéska Ólympíunefnd-
in ítrekað stuðning sinn við tillögu
Norður-Kóreu um að Ólympíuleik-
arnir verði haldnir í Norður- og
Suður-Kóreu, en tillöguna telur
nefndin vera í „fyllsta samræmi við
anda Ólympíusáttmálans og þau
markmið sem þar eru í heiðri höfð“.
Þátttaka Sovétmanna í leikunum
hafði verið nokkurri þoku hulin
vegna krafna þeirra um-að Norður-
Kórea yrði jafnhár gestgjafi leik-
anna.
Nú þegar hafa tæplega 140 þjóð-
ir tilkynnt þátttöku sína, svo ljóst
er að hér verður um best sóttu
Ólympíuleika til þessa að ræða.
Afganistan:
Reuter
Ryzhkov
íSvíþjóð
Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, er nú í
opinberri heimsókn í Svíþjóð.
Þegar eftir komuna til Stokk-
hólms hófust fundir Ryzhkovs
með Ingvari Carlson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar og ræddu
þeir einkanlega deilu ríkjanna
um lögsögu Eystrasalts.
Dagblöð og stjórnarandstaða
í Sviþjóð hafa gagnrýnt Carl-
son nokkuð fyrir að gera deilu
þessa, sem staðið hefur siðan
1969, að aðalefni funda þeirra,
þegar mun mikilvægara sé að
ræða tíðar ferðir ókunnra kaf-
báta við strendur Svíþjóðar.
Heimsókn Ryzhkovs í Svíþjóð
stendur í þrjá daga en þaðan
heldur hann til Noregs.
Dönsk fiskiskip:
Skylda að
hafa björgun-
arbúninga
Kaupmannohöfn. Frá N. J. Bruuil,
fréttaritara Morgunblaðsins.
FRÁ og með sumrinu 1991 eiga
að vera viðurkenndir björgun-
arbúningar um borð í öllum
dönskum fiskiskipum, sem eru
20 tonn eðá stærri.
Ný skip eiga að vera komin
með þessa búninga þegar á kom-
andi hausti en hver búningur
kostar um 29.000 ísl. kr.
Mikill ágreiningur hefur verið
um búningana og varð Niels Wil-
hjelm iðnaðarráðherra að taka af
skarið um skyldukaup þeirra.
Pravda segir brottfor Rauða
hersins geta hafist 1. maí
Stuðningur Bandaríkjanna við frelsissveitir sagður helsta hindrunin
Islamabad og Moskvu. Reuter.
PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, greindi frá því í
gær að Rauði herinn gæti hafið brottflutning frá Afganistan hinn
1. maí á þessu ári, að þvi tilskildu að samningar næðust með Pakis-
tönum og kommúnistastjórninni í Kabúl í upphafi mars. Þetta er í
fyrsta skipti sem sovésk yfirvöld nefna ákveðna dagsetningu í sam-
bandi við brottflutning innrásarheijanna úr Afganistan.
Fréttaskýrandi Prövdu, Vsevolod
Ovtsjinníkov, sagði að helsti Þránd-
ur í Götu sáttar í Afganistan væri
stuðningur Bandaríkjanna við
„stigamenn" i landinu og ítrekaði
að til þess að innrásarherinn færi
úr landi þyrftu Bandaríkin og Pak-
istan að gera ráðstafanir til þess
að sveitir múslima hættu aðgerðum
sínum.
„Málið snýst ekki um hvenær
hersveitir Sovétmanna snúa aftur
til síns heima heldur hvenær Banda-
ríkjamenn hætta stuðningi sínum
við stigamennina," en svo nefna
Sovétmenn og leppstjómin frelsis-
Kínverjar óbúnir undir
leiðtogafund með Rússum
Peking, Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleið-
togi, hvatti í viðtali, sem birtist
í kínversku vikublaði í gær, til
þess að Kínveijar og Sovétmenn
héldu með sér leiðtogafund, en
Kínveijar vildu ekkert segja um
þessa uppástungu. Vestrænir
stjómarerindrekar í Peking
sögðu að sambúð rikjanna hefði
vissulega farið batnandi að und-
anförnu, en töldu óliklegt að
Kínveijar vildu taka upp jafn-
vinsamleg samskipti og Gorba-
tsjov virðist vilja.
Vestrænir sendimenn sögðu að
Kínveijar myndu ekki hvika frá
þeim „þremur hindrunum“, sem
þeir sjá í vegi bættra samskipta
ríkjanna. Sú veigamesta er krafa
Kínveija um að Kremlvetjar fái
bandame.nn sína í Víetnam til þess
að draga heri sína í Kambódíu úr
landinu.
Kínveijar gera ennfremur kröfu
um að innrásarher Sovétmanna fari
frá Afganistan og í þriðja lagi að
Kremlarbændur dragi verulega úr
151 tvw m*.*ít >»'« v* \
t ft E3 % 11 f!l« f Í»1
^■4 c4»-yc-x>
'4. .
Mynd þessi birt-
ist af Gorbatsjov
í kinverska tíma-
ritinu ásamt
eiginhandarárit-
un leiðtogans
undir fyrirsögn-
inni: „Míkhaíl
(íorbatsjov svar-
ar blaðamanni
okkar.“
liðsafnaði sínum við landamæri
Kína og Sovétríkjanna.
Gorbatsjov kom með uppástungu
sína hinn 28. desember þegar tíma-
ritið Liaowang (Viðhorf) tók við
hann viðtal. „Að okkar mati væri
leiðtogafundur Kína og Sovétríkj-
anna rökrétt þróun mála,“ sagði
Gorbatsjov.
Nýja Kina, hin opinbera frétta-
Reuter
stofa Kína, og opinber blöð skýrðu
frá viðtalinu, en gátu í engu um
leiðtogafundaruppástunguna.
Kommúnistaríkin tvö áttu síðast
leiðtogafund árið 1959, þegar
Níkíta Khrústsjov fór til fundar við
Maó Zedong í Peking. Ári síðar
dofnaði vinskapurinn og hafa sam-
skipti ríkjanna ekki verið með sama
hætti síðan.
sveitir múslima. Sagði að þegar
Bandaríkjamenn samþykki að
hætta aðstoð sinni við „stigamenn-
ina“ gætu Sovétmenn dregið
hersveitir sínar til baka innan tólf
mánaða. Yfírvöld í Moskvu og Kab-
úl hafí komist að samkomulagi um
það.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjastjómar, sagði frétta-
mönnum í síðustu viku að stjómin
hyggist ekki samþykkja að hætta
stuðningi við uppreisnarmennina
fyrr en Sovétmenn ákveði hvenær
þeir dragi hersveitir sínar til baka.
Viðræður milli stjómvalda í Kab-
úl og Islamabad fyrir meðalgöngu
Sameinuðu þjóðanna munu hefjast
að nýju í Genf síðla í næsta mán-
uði og hafa embættismenn í
Washington jafnt og Moskvu gefíð
tilefni til bjartsýni.
Rauði herinn gerði innrás í Afg-
anistan á jólum 1979 þegar
kommúnistastjórn Hafizullah Am-
ins virtist riða til falls. Vestrænir
sérfræðingar telja að í landinu séu
nú 115.000 sovéskir hermenn.
ísrael:
Ókyrrð vegna
dráps á 16
ára unglingi
Reuter.
Á HERNUMDUM svæðum ísra-
els sat við sama i gær, en
ókyrrð magnaðist vegna dráps
á unglingi nokkrum, sem gert
hafði aðsúg að einum leiðtoga
ísraelskra landnema á her-
numdu svæðunum.
Pilturinn og félagar hans komu
fyrir vegartálma og þegar ísrael-
inn Pinchas Wallerstein neyddist
til þess að nema staðar hóf hópur-
inn gijótkast. Wallerstein og
lífvörður hans fóru út úr bílnum
og skutu að hópnum með ofan-
greindum afleiðingum.
Frakkland:
Réttarhöld yfir með-
limum Action Directe
París, Reuter.
FYRSTU pólitísku fjöldaréttarhöld í Frakklandi frá stríðslokum
hófust í gær, en þá voru leiddir fyrir rétt 22 menn, sem grunaðir
eru um að vera meðlimir hinna vinstrisinnuðu hryðjuverkasamtaka
Action Directe. Allir eru þeir ákærðir fyrir pólitískt samsæri með
því að aðstoða eða vera virkir meðlimir hryðjuverkasamtakanna,
en þau hafa lýst sig ábyrg fyrir átta morðum og meira en 80 hryðju-
verkaárásum frá stofnun þeirra árið 1979.
Gífurlegar öryggisráðstafanir
voru gerðar í París fyrir réttar-
höldin og umhverfis dómshúsið
mátti hvarvetna sjá lögregluþjóna
gráa fyrir járnum. Á hveiju götu-
homi var öflugur vörður með hunda
og á húsþökum fylgdust árvökular
leyniskyttur með hverri hreyfíngu
á jörðu niðri.
Frönsk yfirvöld óttast, að þrátt
fyrir að þorri samtakanna sé nú bak
við lás og slá, kunni einhveijir með-
limir samtakanna enn að leika
lausum hala og hyggi á frekari
ódæði. Þá hafa tengsl Action
Directe við Rauðu herdeildirnar í
Þýskalandi og hryðjuverkasamtök
kommúnista í Belgíu ekki gert
mönnum rórra.