Morgunblaðið - 12.01.1988, Side 24
24
Björgun breska flugmannsins
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988
Snarræði bj örgnnarmanna og ljós-
týra á flotvesti urðu honum til lífs
Áhöfn TF-SIF, þyrlu Land-
helgisgæslunnar, sem bjargaði
breska flugmanninum úr sjón-
um undir Svörtuloftum (frá
vinstri): Kristján Þ. Jónsson,
siglingafræðingur, Sigurður L.
Gíslason, sigmaður, Bjarki Þór-
arinsson, læknir, Hermann
Sigurðsson, flugmaður, og Ben-
óný Asgrimsson, flugstjóri.
Feijuflugmaðurinn breski sem nauðlenti vél sinni í sjónum undan
Snæfellsnesi á laugardagskvöldið getur þakkað það skjótum og örugg-
um viðbrögðum Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslunnar að hann
er á lífi nú. Flugvél Flugmálastjómar var komin í loftið aðeins 14
mínútiun eftir að flugmenn vom kallaðir út, og flugu með Bretanum
í átt að flugvellinum á Rifi síðustu tiu mínútumar áður en hann varð
að nauðlenda i sjónum. Flugmennirnir sáu hvar vélin lenti í sjónum
um einn kílómetra undan Svörtuloftum á utanverðu Snæfellsnesi, og
gáfu þyrlu Landhelgisgæslunnar nákvæma staðarákvörðun sem hjálp-
aði henni mikið við leit þegar hún kom á staðinn hálftima síðar.
Ljóskastarar og hitaskynjarar hefðu að öllum likindum fundið mann-
inn fljótlega, en það var dauf ljóstýra á björgunarvesti mannsins sem
fyrst vakti athygli þyrlumanna á Bretanum. Hann var ómeiddur þeg-
ar hann náðist upp í þyrluna — 45 mínútum eftir að flugvél hans lenti
í sjónum — en var orðinn mjög kaldur, og hefði ekki Iifað af 20 mínút-
ur í viðbót í sjónum, að eigin sögn.
Morgunblaðið/RAX
Bretinn ætlaði að feija flugvélina,
sem er eins hreyfils af gerðinni Piper
Cherokee, frá Bangor í Maine-fylki
í Bandaríkjunum til London. Vélin
millilenti í Kanada og á Baffinsl-
andi, og tók síðan eldsneyti i Syðri-
Straumsfirði á Grænlandi á
föstudagskvöldið, og beið þar yfír
laugardagsnóttina.
Klootwyk lagði siðan af stað frá
Grænlandi laust fyrir hádegi á laug-
ardaginn, og reiknaði með að vera
6-6 'Aklukkustund á leiðinni til
Reykjavíkur. Klukkan 16.10 til-
kynnti Klootwyk flugumferðarstjóm
að hann ætti aðeins eftir eldsneyti
til 30-35 mínútna flugs, og fimm
mínútum síðar er honum tilkynnt að
hann eigi að stefna að Rifi á Snæ-
fellsnesi, en það var sá fiugvöllur sem
styst var að fara á. Flugmenn TF-
DCA, flugvélar Flugmálastjómar,
voru ræstir út kl. 18.12, og voru
komnir í loftið 14 mínútum síðar.
Flugvallarstjórinn á Rifi var einnig
látinn vita, og undirbjó hann lend-
ingu.
Klukkan 18.37 tilkynnir Klootwyk
fyrst að það sé dautt á vél hans um
16 sjómílur út af Snæfellsness, en
hann náði að setja hana aftur í gang
nokkrum sinnum með því að beina
tijónu vélarinnar niður á við þannig
að eldsneyti lak úr geymunum til
vélarinhar. TF-DCA kom á staðinn
kl. 18.50 og sá vélina, en hún lenti
á sjónum tíu mínútum síðar. Tekin
var nákvæm staðarákvörðun þar sem
vélin lenti f sjónum, um einn kíló-
metra fyrir utan Svörtuloft, og þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sem
lagt hafði af stað úr Reylq'avík kl.
18.40, gefnar þær upplýsingar.
Siguijón Einarsson og Snæbjöm
Guðbjömsson, flugstjórar TF-DCA,
sáu ljós á vélinni í sjónum í 10-12
mínútur, en þeir sáu ekki hvort mað-
urinn komst frá borði eða ekki.
Flugvélin flaug áfram yfir slysstaðn-
um og hafði yfirstjóm með björguna-
raðgerðum eftir að þyrla Landhelgis-
gæslunnar kom á slysstaðinn um kl.
19.30. Þyrlan hóf leit með hitamynd-
sjá og ljóskösturum, en 10 mínútum
eftir komu hennar tók Sigurður
Gíslason, sigmaður, eftir daufri ljó-
stýru, sem síðar kom í ljós að var
af ljósi á björgunarvesti Bretans. Það
tók smátíma að finna manninn eftir
að ljósið sást fyrst, en kl. 19.45 náði
sigmaður Bretanum úr örlitlum eins
manns gúmbát sem hann var í um
borð í TF-SIF. Hercules-flugvél frá
vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli var
komin á staðinn rétt um það leyti
sem þyrla Landhelgisgæslunnar var
búin að finna manninn, og kastaði
út sterku ijósblysi samkvæmt beiðni
frá Flugmálasijómarvélinni þegar
verið var að ná Bretanum upp í þyrl-
una. Þyrla vamarliðsins fór líka af
stað, og átti ekki mjög langt eftir á
slysstað þegar björgunin var afstað-
in.
Veður var þokkalegt á slysstað,
en nokkur vindur, norðaustan 7 vind-
stig. Nokkur alda var, en ekki mjög
slæmt í sjóinn. Þrátt fyrir að orðið
væri dimmt var skyggni gott og
stjömubjart.
Læknir skoðaði Klootwyk um leið
og hann var kominn um borð í TF-
SIF, og sá strax að hann var
ómeiddur, og var frekari björgunar-
aðgerðum því aflýst kl. 19.50.
Klootwyk var hins vegar orðið mjög
kalt eftir nær þriggja stundaifyórð-
unga volk í um 5 gráðu heitum
sjónum, og gat til dæmis ekki veifað
til leitarmanna.
TF-SIF flaug siðan með manninn
á Borgarspítalann, og gat hann
gengið studdur úr þyrlunni, en hann
dvaldist síðan í Borgarspítalanum
yfir nótt. Á sunnudaginn tók Loft-
ferðaeftirlitið skýrslu af Klootwyk,
og síðan hélt hann til London.
Að sögn Grétars óskarssonar hjá
Loftferðaeftirlitinu er það ljóst að
flugvélin sem Klootwyk var á var
ekki með nóg eldsneyti er hún Iagði
af stað frá Syðra-Straumsfirði, en
eldsneytið átti að duga í um eina og
hálfa til tveimur klukkustundum
lengur en það gerði. Nokkur mót-
vindur var á leiðinni, en ekki nægi-
Iega mikill til að skýra hvers vegna
vélin varð eldsneytislaus svo
snemma. Ekkert bendir til að vélin
hafi bilað, en það er óhægt um vik
að rannsaka það, því Piper-vélin er
nú á hafsbotni. Ekki er vitað hvers
vegna ekki hefur verið nóg eldsneyti
á vélinni þegar hún lagði af stað frá
Grænlandi.
Klootwyk telur að hann hefði ekki
lifað af að vera 20 mínútum lengur
í sjónum, og því er ljóst að snör við-
brögð björgunaraðila og góð
samræming aðgerða skiptu sköpum
við björgun hans. Aðeins fjórtán
mínútur liðu frá því að Siguijón Ein-
arsson og Snæbjöm Guðbjömsson
vora kallaðir út þar til TF-DCA var
komin á loft. Karl Eiríksson, formað-
ur flugslysanefndar sagði í samtali
við Morgunblaðið að það væri „alveg
með ólíkindum hvað Siguijón og
starfsmenn Flugmálastjómar hefðu
gert og bjargað; Siguijón er alltaf
kominn í loftið 10-15 mínútum eftir
að það er hóað í hann“.
Vegna hinna skjótu viðbragða
flugstjóranna náðu þeir að sjá flug-
- segirbreski
flugmaðurinn
Ares Klootwyk
„ÉG HAFÐI verið I sjónum í 40
mínútur er mér var bjargað og
ég efast um að ég hefði lifað af
20 minútur í viðbót," sagði Ares
Klootwyk, flugmaðurinn breski
sem bjargað var úr sjónum fyrir
utan Svörtuloft á laugardaginn.
„Björgunin tókst mjög vel; bæði
flugvélin og þyrlan stóðu sig stór-
kostlega og ég er áhöfnum þeirra
þakklátur fyrir björgun mína,“
sagði Klootwyk ennfremur.
„Þegar mér varð ljóst að ég átti
of lítið eldsneyti eftir hafði ég sam-
band við flugumferðarstjóm í
Reykjavík og sagðist ætla að stefna
til Keflavíkur, en þeir sögðu að með
svo lítið eldsneyti væri eina von mín
að lenda á Rifi. Ég var i um 13.000
feta hæð þegar vélin drap á sér í
fyrsta skiptið, en mér tókst að fá
hana aftur í gang öðra hvora með
því að beina tijónunni niður á við.
Um þetta leyti kom björgunarflug-
vélin og sá mig og ég tilkynnti henni
að ég myndi ekki ná flugvellinum,
og spurði hvemig landslagið hentaði
fyrir nauðlendingu. Þeir sögðu það
vera mjög slæmt, hn þá sá ég brimið
við ströndina og sá að ég kæmist
ekki yfír bjargið hvort sem væri og
sneri vélinni upp í vindinn og lenti á
sjónum. Flugvélin stöðvaðist skyndi-
vélina þar sem hún nauðlenti í
sjónum, og gátu gefið þyrlu Land-
helgisgæslunnar nákvæma staðarák-
vörðun, en það var aðalástæðan fyrir
því hve skamman tíma það tók að
finna flugmanninn í sjónum, ásamt
árvökulu auga Sigurðar Gíslasonar,
sigmanns, sem sá daufa ljóstýruna
á björgunaiVestinu.
lega og sjór byijaði að leka inn um
dymar. Eg var ómeiddur og náði í
björgunarbátinn, neyðarsendinn og
nauðsynlegustu pappjra og opnaði
svo dymar og fór út. Ég fór um borð
í bátinn og reyndi að skella hurðinni
aftur án árangurs. Ég hélt mér smá-
stund í stélið, en þá fór framendi
vélarinnar í kaf og ég kom mér burt
svo vélin drægi mig ekki með sér
niður. Ég settist f bátinn og horfði
á flugvélina hringsóla fyrir ofan mig,
og um 30 mínútum eftir að ég lenti
f sjónum kom þyrlan. Ég var allan
tfmann bjartsýnn og þegar ég sá
þyrluna var ég orðinn nokkuð öragg-
ur um að mér yrði bjargað. Þeir
fundu mig ekki strax þar sem neyð-
arsendirinn hætti að senda út þegar
hann blotnaði. Þeir segjast síðan
hafa séð ljósið á björgunarvestinu
mínu, sem er mjög dauft og erfitt
að koma auga á, og 10 mfnútum
eftir að þyrlan kom á staðinn féll
ljóskastari þeirra á mig og skömmu
síðar var ég hffður upp f þyrluna.
Þá var ég orðinn mjög kaldur og
leið mjög illa. Þeir flugu sfðan með
mig á sjúkrahús í Reykjavfk og eftir
einn og hálfan klukkutíma þar var
mér aftur farið að líða vel. Ég eyddi
síðan nóttinni þar og flaug aftur til
Englands á sunnudag og er við hesta-
heilsu nú.“
Aðspurður um ástæður slyssins
sagði Klootwyk: „Það var mjög mik-
ill mótvindur og ég varð eidsneytis-
laus. Það er unnið að rannsókn nú
og ég vil ekki segja meira á þessu
stigi málsins."
Flugvél sömu gerðar og sú sem Klootwyk var á.
Hefði ekki þolað 20 mín-
útur 1 viðbót í sjónum