Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 25

Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 25 Eskifirði. SÍLDARSÖLTUN hófst að nýju í söltunarstöð Fríðþjófs hf. fyr- ir skömmu er Sæljón SU 104 kom til Eskifjarðar með 120 tonn af síld, sem fengust rétt út af Hólmum í Reyðarfirði. Að sögn Áma Halldórssonar hjá Friðþjófi hf. er síldin um 14% feit og því vel söltunarhæf. Þetta mun vera í fyrsta skipti í marga áratugi sem söltuð er síld á Eski- fírði í janúarmánuði, en núna er verið að salta upp í samning sem nýlega var gerður við Rússa um sölu á 30 þúsund tunnum. Fyrir áramót var saltað hér í 39.894 tunnur á sex söltunarstöðvum, en fímm þessara stöðva hyggja á söltun núna. — Ingólfur Eskifjörður: Síldar- söltun í janúar- mánuði Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson Það er í fyrsta skipti í marga áratugi sem söltuð er síld á Eski- firði í janúarmánuði, en núna er veríð að salta upp í samning sem nýlega var gerður við Rússa um sölu á 30 þúsund tunnum. Fullyrðingar um illa meðferð lögreglu á unglingum: Vil ekki standa í stælum við barn þeir gerðu eitthvað af sér eða ekki. Hann kvaðst vita mörg dæmi þess að börn á aldrinum 10-15 ára hefðu þurft að sitja í fangaklefum í nokkra klukkutíma, um 15-20 manns í einum litlum klefa. Þá sagði pilturinn, að nokkrir ungling- anna ætluðu að kæra meðferðina til sýslumanns. Ólafur Guðmundsson sagði að lögreglan hefði unnið samkvæmt ákveðnu skipulagi, sem hefði reynst ágætlega. „Ef einhver og þar með talinn þessi drengur, telur að brotið hafí verið á sér getur hann snúið sér til sýslumanns. Mér vitanlega hafa engar kærur borist." Már Pétursson, sýslumaður, var inntur eftir því hvort embætti hans hefðu borist kærur vegna meðferð- ar lögreglu á unglingum á þrettánd- anum. „Ég vil ekkert upplýsa um það,“ sagði sýslumaður og kvaðst ekki vilja ræða málið frekar. - segir Ólafur Guðmundsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði „EG tel þessar fullyrðingár drengsins ekki svara verðar og vil ekki standa í neinum stælum við barn í dagblöðunum,“ sagði Ólafur Guðmundsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði. I Morgunblaðinu á laugardag var haft eftir 15 ára pilti í Hafnar- firði að aðgerðir lögreglunnar á þrettándanum hefðu verið fárán- legar og ólöglegar. Pilturinn sagði, að allir, sem sáust nærri miðbæ Hafnarfjarðar, hefðu verið handteknir, hvort sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.