Morgunblaðið - 12.01.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 12.01.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Þekktu sjálfan þig Ég ætla í dag að fjalla lítillega um stjömuspeki og notagildi hennar. Stjömuspeki, eins og hún hefur þróast á Vestur- löndum undanfama áratugi, er fyrst og fremst tæki til að skilgreina persónuleika manna. Ef þú vilt vita hver þú ert, þá þarft þú einhveija viðmiðun. Þú þarft spegil sem bendir á hæfileika og veik- leika. Stjömuspeki reynir að _ £egna því hlutverki að vera slíkur spegill. Tilgangurinn er sá að hjálpa okkur að verða betri menn. Vakning Stjömuspeki er hluti' af þeirri vakningu sem hefur orðið á Vesturlöndum að við getum unnið með líf okkar og fært það til betri vegar. Hún er því tengd almennum og aukn- um áhuga á líkamsrækt og hollu mataræði. Þegar þú einu sinni byijar að breyta lífi þínu þá vilt þú ganga alla leið. Þú sérð að þú getur einnig breytt þvi andlega, ekki síður en því líkamlega. Ekki örlagahyggja Þó margir haldi að svo sé þá fæst stjömuspeki ekki við spádóma og það að útdeila mönnum örlögum. Hlutverk hennar er frekar það að hjálpa manninum að skilja stöðu sína og auðvelda hónum þar með að stjóma eigin lífi. Veöurspá Ég vil líkja stjömuspeki við veðurfræði. Útfrá vissum for- sendum leiða veðurfræðingar ►-'.íkur að ákveðnu veðri. Stjömuspekingar gera það sama, en fjalla um veður mannlífsins, útfrá náttúruleg- um lögmálum. Tungumála- erfiÖleikar Eins og við vitum eru menn misjafnir. Við höfum ólík áhugamál og ólíkan lífsmáta. í daglegu lífi leiðum við sjaldnast hugann að því hvað er ólíkt með okkur, eða reyn- um að skilja ólík viðhorf manna. Slíkt hugsunarleysi leiðir oft til árekstra. Við deil- um vegna þess að við tölum ekki sama tungumál og reyn- ^im ékki að skilja aðstæður, bakgrunn eða eðli hvors ann- ars. FramtíÖarstarf Stjömuspeki getur komið að gagni þegar framtíðarstarf er valið. A ég að velja nám sem er í tísku í dag eða gera það sama og vinir mínir gera? Eða á ég að velja nám og starf sem hentar persónuleika mínum? Það getur verið dýrt spaug að skulda milljónir í námslán og sitja í starfi sem hentar ekki. Tímamót Stjömuspeki getur verið _ jtagnleg þegar við erum á ~ tímamótujn, erum t.d. að skipta um starf. Hún getur hjálpað okkur til að verða meðvitaðri um stöðu okkar, langanir og hæfileika. Uppeldi Við gettrm notað stjömuspeki í uppeldi og sámstarfi, til að skilja betur þann persónuleika sem við erum að eiga við. Við getum notað hana til að auka almenna samstarfshæfni okk- ar hvort sem er á heimili eða vinnustað. UmburÖarlyndi Þeir sem hafa lagt stund á stjömuspeki segja nær und- antekningarlaust að þeim hafi aukist sjálfsþekking og al- menn mannþekking og að umburðarlyndi i garð náung- ans hafi einnig aukist til muna. GARPUR \GElTVNGUe KEm&TÞvt'A£>MNK' f HEFUFi SOG!£> OF/WKt-A OR.KÚ <3.F2/>SKA L la ' / HAFÐU EK/Cl AHVGGJUfZ, ') LuaMNLEG GF ÞÓ TEKUfZ. u^ica^ok-iipikiií/ ) V_ BkXI ÞETTA FÆR/- ^cr~T,—^ - ór sA/y>- óóoo.. /n£K F/MHST H4US/NN Á VEISA A£> SPR/N3A i GeiTUMGUR.fi/H/SVERKUeiHH ) sjenþur gtutt EN EVBILEGG-'I I I INC E7EFNÍO . VJs VE/ZOV/S—- GRETTIR TOMMI OG JENNI LJOSKA p>AU ERU EK.KI EIMU J 51MKII GIFT, EN R.ÍFAST S JAMT eins og gamal- REVKIP HJON FERDINAND SMAFOLK Heyrðu Sámur. Stríðið er Við unnum! búlðf Var það? Ég man ekki hvoru megin ég var. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Skák og golf em íþróttir sem byggjast einvörðungu á getu einstaklingsins. í brids og fót- bolta veitur hins vegar mikið á samvinnu samheija. Einn mikil- vægur munur er á einstaklings- fþróttum og samvinnuíþróttum i þeim fyrmefedu eru villur af völdum misskilnings röklega óhugsandi, en aftur á móti ríkur þáttur í þeim síðamefndu. Ekki síst brids. . Norður ♦ KD1043 VK ♦ ÁD1073 ♦ 86 Vestur Austur ♦ 95 ...... ^G2 ♦ 743 ¥ÁG1095 ♦ K2 4 0865 ♦ D107543 ^92 Suður ♦ Á876 ♦ D862 ♦ 94 ♦ ÁKG Geim i spaða er nóg á spilin lagt, en fyrir argasta misskiln- ing í sögnum lentu NS í hræði- legum samningi, sex gröndum. Sagnir höfðu líka mglað vest- ur i ríminu, hann hafði ekki hugmynd um hvar hann ætti að koma út og valdi litið lauf. Það var hjálp í því, en mikið verk var þó óunnið. Suður spilaði tígulníunni í öðmm slag, og aft- ur kom vestur til hjálpar með þvi að leggja kónginn á. Drepið á ás og fimm slagir teknir í spaða. Staðan leit þá þannig út: Norður ♦ - ♦ K ♦ D1073 ♦ 8 Vestur Austur ♦ 743 IIIIH ♦ ÁGIO ♦ - ♦ G8 ♦ D107 ♦ 9 Suður ♦ - ♦ D86 ♦ 4 ♦ ÁK Nú var hjartakóng spilað. Austur drap á ásinn og spilaði laufi. En réð ekki við þrýstinginn þegar síðara laufinu var spilað. Það hefði ekki gagnast austri að dúkka hjartakónginn. Sagn- hafii gæti þá spilað honum inn í hjárta í lokin til að spila tígli upp í gaffalinn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á meistaramóti Rússlands í sumar kom þessi staða upp í skák meistaranna Ruban, sem hafði hvítt og átti leik, og Styrenko. Svartur hefur Iátið drottningu sína af hendi fyrir hrók, biskup og peð. Staða hans hefði líklega ver- ið í lagi ef hvítur hefði ekki hrist glæsilega fléttu fram úr erminni: 19. Bxg6! - hxg6, 20. Dxg6+ - Bg7 Eða 20. - Kh8, 21. He3. 21. d5 - Re5,22. Hxe5! - Hf6? Skárra virðist 22. - dxe5, 23. Bxe5 — Hf7, 24. dxe6 — Bxe6, 25. Dxe6 og svartur á möguleika á jafntefli. 23. Hxe6! - Hxg6, 24. Hxg6 - Bf5, 25. Hxg7+ - Kf8, 26. Hxc7 - He8, 27. Ba3 og svartur gaf þetta vonlausa endatafl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.