Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
4'
Pólstækni:
Flæðivogir og
fleiri nýjungar
PÓLSTÆKNI hf kynnir um þess-
ar mundir ýmsar nýjungar á sviði
háþróaðs tæknibúnaðar fyrir
fiskiðnað. Fyrirtækið hefur í
nokkur ár sérhæft sig i rafeinda-
vogum og flokkurum af ýmsu
tagi og í samvinnu við Rekstrar-
tækni og Eðalstál hafa verið
hannaðar sérstakar vinnslulínur.
Meðal nýjunga Pólstækni nú má
nefna flæðivog, flokkara fyrir
fryst og fersk flök, samvalslínu
og hraðvinnslulínu.
Þessi búnaður var kynntur fyrir
nokkru í húsakynnum fyrirtækisins.
Hraðlína Pólstækni og Rekstrar-
tækni vinnur þannig, að við upphaf
hennar, þar sem flökin koma tilbúin
til snyrtingar, er flæðivogin stað-
sett. Hún skráir þyngd flakanna
um leið og þau fara yfir og með
sérstöku færibandi er hægt að ráða
því hve hratt flökin koma inn til
snyrtingar. Snyrtilínan, sem tekur
við af flæðivoginni er hönnuð af
Rekstrartækni og Eðalstáli og þar
fer snyrting fram með hefðbundn-
um hætti. Með því að halda af-
skurði úr flökunum sér og vigta
hann, fínnst nýting úr snyrting-
unni, en það er ein forsenda þess
að hægt sé að styðjast við hóp-
bónus við útreikning launa. Birgir
Úlfsson, sölustjóri Pólstækni, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að
flæðivogin væri byggð á sömu
grunneiningu og færibanda- og
flokkunarvogimar. Þetta væri al-
gjör nýjung fyrir fískvinnsluna, sem
væntanlega myndi leysa gömlu vo-
gimar af hólmi, en með því sparað-
ist mikil vinna við vigtun.
Morgunblaðið hefur áður skýrt
frá samvalsvél fyrirtækisins, en
með henni eru fískstykki valin sam-
Morgunblaðið/Sverrir
Birgir Úlfsson, sölustjóri Jónas Ágústsson, markaðsstjóri og Öm Ingólfsson, tæknistjóri, við nýju flæði-
vogina.
(
an til pökkunar með tilliti til þyngd-
ar og fjölda stykkja { pakkningu.
Færibandaflokkarinn er ætlaður
fyrir fryst flök eða fískstykki, eink-
um frá lausfrysti. Með honum eru
flökin eða fískstykkin flokkuð í 8
fíokka eftir þyngd, en hann er
hægt að fá með breytilegum flokka-
fjölda. Þyngdin kemur í ljós á færi-
bandavog og er stykkin eru komin
á ákveðinn stað, er þeim ýtt út af
bandinu og í ákveðinn bakka fyrir
hvem þyngdarflokk. Þegar rétt
magn er komið í bakkann, hættir
vélin að skila flökum í hann, þar
til tómum bakka hefur verið komið
í hans stað. Með þessu móti er
hægt að flokka 110 til 120 stykki
á mínútu.
nmr
Ferskar dögum
saman -enda í
loftskiptum__
umbúöum.
Mjólkursamsalan
Stórkostlegt
ikrva.1
Terelyne-, jersey- og flauelsefni í miklu úrv-
ali til sölu á Bergstaðastræti 43.
Einnig blindföldunarvél Mauser special,
overlockvél Union special og Bernina
hraðsaumavél.
Sími 23662.
Póis-FL 95 færibandaflokkari, en hann má einnig nota til samvals
fyrir pakkningar á fiski.
|IUiiNilUI»li|
J^latínulausaJranslstorkveikjar^^^—J
G ”
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
nnar
FÆRIBANDA-
MÓTORAR
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
raðauglýsingar
...... .............. 1 1
raðauglýsingar — raðauglýsingar
Mosfellingar
Kökubasar
Nokkrar eldhressar sjálfstæðiskonur sjá um kökubasar, sem haldinn
veröur i Kjörvali laugardaginn 20. febrúar. Komiö og kaupiö okkar
frábæru kökur. Allur ágóði rennur í húsakaupasjóðinn.
Nefndin.
Spilakvöld
Félög sjálfstæðismanna i Laugarnesi, Háaleitishverfi, Austurbæ og
Noröurmýri halda spilakvöld mánudaginn 22. febrúar kl. 20.30 i
Valhöll, Háaleitisbraut 1. Stjómandi veröur Þóröur Einarsson. Kaffiveiting-
ar. Fjölmenniö.
Stjórnirnar.
Bjóöum sjálfstæöisfólki í Austurbæ og Norðurmýri akstur á spila-
kvöldið. Hafið samband við skrifstofuna fyrir kl. 17.00 í síma 82900.
Þórshafnarbúar
- Þistilfirðingar
Friörik Sóphusson,
iðnaðar- og orku-
málaráðherra og
Halldór Blöndal, al-
þingismaður, hafa
viðtalstíma í félags-
heimilinu Þórsveri
sunnudaginn 21. fe-
brúar kl. 13.00.
Nánari upplýsingar
gefa Björgvin Þór-
oddason, Garði og
Kristín Kjartansdótt-
ir, Þórshöfn.
Friörik Sóphusson og Halldór Blöndal efna til almenns stjórnmála-
fundar í félagsheimilinu Þórsveri sama dag kl. 14.00. Fundurinn er
öllum opinn.
Sjálfstæðisfélagið á Þórshöfn.
Spilakvöld
Félag sjálfstæðismanna í Hliða- og Holtahverfi heldur spilakvöld
fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Kaffiveitingar. Fjölmennum.
Stjórnin.
Sjávarútvegsmál og hug-
myndir um fiskveiði-
stjórnun
Laugardaginn 20. febrúar kl. 15.00-17.00
mun Sveinn H. Hjartarson, hagfræðingur
LlÚ, kynna efnið „sjávarútvegsmál og hug-
myndir um fiskveiðistjórnun" og opna um-
ræður. Gert er ráð fyrir frekar afslöppuðu
andrúmslofti á þessu fundi þar sem málin
verða rædd yfir kaffibolla og eru allir, sem
láta undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar sig
einhverju skipta, velkomnir á fundinn.
Fundurinn verður haldinn, á skrifstofu Týs
i Hamraborg 1, 3. hæð, Kópavogi.
Stjórn Týs.
4