Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 6
6 B fllgrgmifrlaftifr /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD HANDKNATTLEIKUR Grótta skrefi nær 1. deild JAFNTEFLI HKog Gróttu gerir það að verkum að Seltirningar eru líklegastir til að fylgja Eyja- mönnum upp í 1. deild. IBV hefur nú tveggja stiga forskot á Gróttu, en HK er í þriðja sæti með stigi minnaen Grótta. Það var gífurleg taugaspenna hjá Ieikmönnum beggja lið og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. A lokamínútunum var HK fyrra til að skora 20. markið Það gerði Kristján Gunnarsson fyrir HK úr vítakasti þeg- ar fjórar mínútur voru til leiksloka. Davíð Gíslason jafnaði fyrir Gróttu með marki úr vítakasti. Bæði liðin misnotuðu síðan sóknir sínar á síðustu mínútunni og leiknum lyktaði því með sanngjörnu jafn- tefli. Elvar Óskarsson átti mjög góðan leik fyrir HK og greinilegt er að hann hefur tekið miklum fram- förum í vetur. Homamaðurinn snjalli, Rúnar Einarsson, náði sér á strik í síðari hálfleiknum eftir að hafa lítið bært á sér í þeim fyrri. Það var lítil breidd í sóknarleik Gróttu. Ógnunin var nær öll hægra megin þar sem að þeir Halldór Ing- ólfsson og Davíð Gíslason sáu um að skora bróðurpart marka Iiðsins. Sverrir Sverrisson lék einnig með en gat lítið beitt sér vegna meiðsla í fæti. Forráðamenn HK og þjálfari voru mjög óhressir með dómgæsluna eft- ir leikinn og þá sérstaklega víta- köst dæmd á HK auk þess sem að liðið missti tvívegis boltann í sókn- arleiknum er Rúnar Einarsson fékk dæmdan á sig ruðning á mikilvæg- um augnablikum. „Dómaramir voru í aðalhlutverkunum og dóm- gæsla þeirra hafði úrslitaáhrif í lok- in. Dómar þeirra bitnuðu mun meira á okkur, sérstaklega í lokin þegar reglumar skoluðust til hjá þeim. Frosti Eiösson skrifar íþróttahúsið í Digranesi, laugardagur í 12. mars 1988, 2. deild karla i hand- knattleik. B Gangur leiksins: 0:2, 8:6, 11:11, 14:16, 17:16, 20:20. Mörk HK: Elvar Óskarsson 8, Rúnar Einarsson 5, Kristjin Gunnarsson 5/3, Páll Björgvinsson 2. Varin skot: Hörður Bjömsson 5, Bjarni Frostason 3/2. Utan vallar: 6 minútur. Mörk Gröttu: Halldór Ingólfsson 11/3, Davíð Gislason 5/1, Axel Friðriksson 2, Sverrir Sverrisson og Gunnar Gísla- son 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 6, Þorlákur Amarson 3/2. Utan vallar: 6 minútur. D6marar:Guðjón Sigurðsson og Há- kon Sigurjónsson vom þokkalegir framan af en misstu tökin á leiknum á lokaminútunum. Morgunblaðið/Einar Falur Þú ferð ekkert lengra...EIvar Óskarsson, HK, sést hér stöðva Sverr- ir Sverrisson, Gróttu. Það er þó ekki hægt að heimfæra allt upp á dómarana. Þetta var mjögjafn leikur oggat farið á hvom veginn sem var“, sagði Páll Björg- vinsson, þjálfari og leikmaður HK. Guðmundur Magnússon þjálfari Gróttu var ekki jafn harðorður. “Stemmingin setti sín rnörk bæði á leikmenn og dómara. Eg er dómari sjálfur og veit hvað það er að dæma leiki sem þennan, þar sem tauga- spennan ræður ríkjum. Eg er sam- mála Páli um að dómararnir hafi gert sín mistök í lokin en það hall- aði á hvomgt liðið í dómgæslunni." Fylkir stóð í ÍBV tuttugu mlnútur og ÍBV komst á I 21:15. Mörk ÍBV gerðu eftirtaldir: Sigurður Már Friðriksson 7, Elías Bjamhéðinsson 5, Sigur- jón Aðalsteinsson 4, Þorsteinn Viktorsson 4, Sigurður Friðriksson 2, Jóhann Pétursson 1 og Sigbjöm Óskarsson 1. ÍBV sigraði Fyiki í Eyjum, 24:19, en það voru gestimir sem voru yfir í hálfleik, 13:12. Þeir komust svo í 15:12, en skoruðu svo ekki í Mörk Fylkis: Haukur Vignisson 4, Jón Levý Hilmarsson 4, Einar Einarsson 3, Magnús Sigurðsson 3, Elís Sigurðsson 3 og Jón Daví- ðsson 2. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Suðumesjatröllin lögðu Valsmenn NJARÐVÍKINGAR rétt mörðu sigur á Valsmönnum f leik lið- anna sem fram fór í fþróttahús- inu Hlíðarenda í gærkvöldi. Sig- urkörfuna skoruðu gestirnir þegar aðeins 7 sekúntur voru til leiksloka. Valsmenn fengu tækifæri að jafna úr vftaskotum sem þeir fengu dæmd í þ ann mund sem flautað var til leiks- loka en það tókst þeim ekki að nýta sér o g urðu þvf að gráta stigin tvö. Góð barátta var í leik Valsara í upphafi leiksins og, virtust þeir hafa góð tök á ráðleysislegum Njarðvíkingunum. Snemma í fyrri hálfleik fékk Torfi Viimar Magnússon sína 4 Pétursson villu og var hvíldur skrifar mikinn hluta leiks- ins. Þetta kom niður á leik Vals sérstaklega söknuðu þeir Torfa í fráköstunum. Þegar leið að leikhléi fóru Njarðvíkingar að bíta meira frá sér. Mest munaði um að Valur Ingimundarson fór að skora hveija körfuna á fætur ann- ari auk þess sem hann hirti ógrynni Valur-UMFIU 92 : 94 íþróttahús Vals, Úrvalsdeildin í körfu- knattleik, sunnudaginn 13. mars. Gangur leiksins: 4:3, 15:6, 19:14, 27:19, 31:26, 33:33, 40:43, 49:55, 57:57, 65:66, 69:71, 74:77 78:78, 82:81, 85:81, 87:87, 92:92, 92:94. Stig Vals: Leifur Gústavsson 28, Bárð- ur Eyþórsson 18, Einar Ólafsson 12, Tómas Holton 12, Torfi Magnússon 6, Jóhann Bjarnason 5, Þorvaldur Geirsson 5, Svali Björgvinsson 4 og Bjöm Zoega 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarsson 31, ísak Tóma8son 27, Helgi Rafnsson 14, Teitur Örlyg-sson 11, Ellert Magn- ússon 4, Sturla Örlygsson 4 og Friðrik Gunnarsson 3. Dómarar: Jón Otti Jónsson og Jóhann Dagur voru frekar slákir í þessum leik sem var erfitt að dæma. frákasta. Þetta dugði til að suður- nesjatröllin höfðu 6 stiga forystu þegar flautað var til leikhlés. Valsarinn Bárður Eyþórsson byrjaði seinni hálfleikinn með mikilli skrautskotasýningu. Pilturinn skor- aði 4 þriggjastigakörfur á fyrstu mínútum hálfleiksins og hleypti mikilli spennu í leikinn. Jafnræði hélst með liðunum út allan leikinn og lokamínútur hans voru æsi- spennandi. Þegar 8 sekúntur eru til leiksloka er staðan jöfn 92 stig gegn 92 og fær UMFN þá víta- skot. ísak Tómasson skorar úr tveimur skotum og Valur hefur sókn. í þann mund sem flautað er til leiksloka fá Valsmenn vítaskot og möguleika á að jafna. Amar Guðmundsson fékk það erfiða hlut- verk en tókst ekki að nýta skotin og UMFN vann einn sigurinn enn. ■ Úrsllt B/10 ■ Staðan B/IO KAaf hættu- svæð- inu Sigraði Þórörugg- lega íAkureyrar- bardaganum KA nældi sér í dýrmæt stig er liðið lagði erkióvininn, Þór, ör- ugglega að velli á sunnudag- inn, og er nú nánast öruggt með sæti sitt í deildinni, eftir að ÍR tapaði fyrir Fram. KA-menn fóru vel af stað og gerðu fyrstu þijú mörkin. Þá fyrst fóru Þórsarar í gang og var greinilegt að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Þeir kom- Reynir ust yfir, 6:5, um Einksson miðjan fyrri hálfleik skrifarfrá en KA-menn brugðu Lireyn 4 það ráð að taka Sigurð Pálsson úr umferð, en hann hafði verið aðaldriffjöðrin í sókn Þórsara. Við það riðlaðist leikur Þórs mjög og á næstu 10 mínútum náðu KA menn að breyta stöðunni 'í 13:7 sér í hag. Eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. í síðari hálfleik héldu KA-menn uppteknum hætti og juku forskot sitt jafnt og þétt fyrri hluta hálf- leiksins, en síðari hlutann hljóp allt í baklás hjá Þór, sem hugsanlegt var að hlypi í baklás, og gerði liðið einungis 2 mörk gegn 10 mörkum KA síðustu 15 mínútumar. Hjá KA var Pétur mjög ógnandi í fyrri hálfleik, ásamt Eggert Tryggvason í hominu sem átti mjög góðan leik að þessu sinni. í síðari hálfleik fór Erlingur Kristjánsson vel í gang og gekk Þórsumm illa að hemja hann. Erlingur gerði sex af mörkum sínum í síðari hálfleik. Hjá Þór stóð Sigurður Pálsson sig mjög vel meðan hann fékk að leika lausum hala, en hann mátti sín lítils eftir að KA-menn fóru að gæta hans sérstaklega. Þá kom Hermann Karlsson mjög vel út í markinu, varði á skömmum tíma níu skot, eftir að hafa komið inn á er 10 mín. voru liðnar af síðari hálfleik. ■ Úrsllt B/IO ■ Staóan B/10 KA-Þór 34 : 19 íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið 1. deild, sunnudaginn 13. mars 1988. Gangur leiksins: 3:0, 4:4, 5:6, 13:7, 15:10, 19:11, 22:14, 24:17, 29:17, 33:18, 34:19. Mörk KA: Pétur Bjamason 8, Erlingur Kristjánsson 7/2, Eggert Tryggvason 6, Friðrjón Jónsson 4, Axel Bjömsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Svanur Valgeirsson 2, Hafþór Heimisson 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 9, Gísli Helgason 4/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Þórs: Sigurpáll Ámi Aðalsteins- son 5/4, Sigurður Pálsson 4, Jóhann Samúelsson 3, Erlendur Hermannsson 3, Gunnar M. Gunnarsson 2, Aðalbjöm Svanlaugsson 1, Kristján Kristjánsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 6, Her- mann Karlsson 9/1. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 464. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Jóhannesson, og dæmdu ágæt- lega. Birgir Slgurðsson átti mjög góðan leik i mörkum sínum gegn ÍR. FH átti ekki nokkrum vandræðum með að vinna Breiðablik í Digranesi á sunnudaginn. FH-ingar léku mjög yfirvegað og gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik, höfðu sex Þorgils Óttar Mathiesen átti enn einn stór- leikinn með FH. Skoraði mörg glæsileg mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.