Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 7
gBorflttwMaMh /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 15. MARZ 1988 B 7 f 1.DEILD Atli skoraði sigur markiðásíð- ustu sekúndunni Morgunblaðið/Sverrir neð Fram. Hér sést hann skora eitt af sjö Valur Jónatansson sknfar !?aar striki marka forskot í leikhléi, 9:15. Það er þó of snemmt að spá þeim ís- landsmeistaratitlinum þar sem þeir eiga bæði Víking og Val eftir f síðustu umferðunum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu tíu mínúturnar, en þá komu fimm mörk í röð hjá FH og gerði það útslagið. Blik- amir náðu sér aldrei á strik eftir það og FH-ingar létu foyrst- una ekki af hendi það sem eftir var leiks. Sóknarleikur Breiðabliks var mjög fálmkenndur. FH-ingar komust mikið inní sendingar og brunuðu upp og skoruðu úr hraðaupp- hlaupum eins og þeim einum er lagið. Blikar reyndu að taka Óskar Ármanns- son sem stjómaði leik FH úr umferð og síðan Héðin en allt kom fyrir ekki. FH-ingar léku vel á köflum og hafa yfir miklum hraða að ráða enda skora þeir oft yfir 30 mörk í leik og þá oftast helming markanna úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sérgrein. Vöm FH var einnig mjög hreyfanleg og erfitt fyrir Blika að byggja upp leikfléttur fyrir framan hana. í liði Breiðabliks var það helst Guðmund- ur Hrafkelsson sem stóð uppúr. Einnig komst Ólafur Bjömsson vel frá leiknum eftir að hann kom inná í seinni hálfleik. Aðalsteinn var góður í fyrri hálfleik en það bar ekki mikið á honum í seinni. Hjá FH var Þorgils Óttar Mathiesen bestur. Hann nýtti öll færi sín 100 pró- sent og er ekki ónýtt fyrir lið að hafa slýkan leikmann. Hann batt endahnútinn á góðan leik FH er hann skoraði 30. markið með glæsilegum tilþrifum. Hann komst í hraðaupphlaup, snéri sér í hring í loftinu við punktalínu og skoraði án þess að Guðmundur, markvörður, vissi hvað á sig stóð veðrið. Óskar Ármanns- son, Gunnar Beinteinsson og Guðjón Árnason áttu góðan leik og Héðinn gerði falleg mörk í seinni hálfleik. ÍR náði að vinna upp fimm marka forskot um miðjan seinni hálfleik ATLI Hilmarsson var hetja Framara er hann skoraði sigur- mark Fram eftir aukakast á Morgunblaðiö/Sverrir Markverðirnlr Jens Einarsson og Guðmundur A. Jónsson, sjást hér fagna Atla Himarssyni, eftir að hann skoraði sigurmark Fram. UBK - FH 24 : 30 Digranesi, íslandsmótið - 1. deild, sunnudaginn 13. mars 1988. Gangur leiksins: 0:1, 5:5, 5:9, 7:10, 7:13, 9:15, 11:15, 14:19, 16:19, 16:21, 21:24, 21:27, 23:27, 24:28, 24:30. Mörk UBK: Aðalsteinn Jónsson 4, Hans Guðmundsson 3, Magnús Magn- ússon 3, Ólafur Bjömsson 3, Jón Þórir Jónsson 3, Kristján Halldórsson 2, Sva- far Magnússon 2, Bjöm Jónsson 2/2 og Þórður Davíðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathíesen 8, Óskar Ármannsson 6/1, Guðjón Áma- son 5/3, Héðinn Gilsson 4, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Petersen 2 og Einar Hjaltason 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 8/2 og Magnús Ámason 4. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: 432. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigur- geir Sveinsson og dæmdu vel. Fram - IR 21 : 20 Laugardalshöll, íslandsmótið - 1. deild, laugardaginn 12. mars 1988. Gangur leiksins: 6:0, 6:2, 8:2, 8:4, 12:5, 13:7 14:8, 16:10, 18:13, 18:18, 19:19, 19:20, 20:20, 21:20. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 7, Atli Hilmarsson 4, Hermann Bjömsson 3, Ragnar Hilmarsson 3, Egill Jóhannes- son 2, Hannes Leifsson 2. Varin skot: Hrafn Magnússon 16. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍR: Orri Bollason 8/1, Frosti Gunnlaugsson 4, Matthías Matthfsson 4, Finnur Jóhannsson 2, Guðmundur Þórðarson 1 og Ólafur Gylfason 1. Varin skot: Jens Einarsson 13. Utan vallar: 2 mínútur. Áhorfendur: 72. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Stef- án Amaldsson\)g dæmdu þeir vel. Morgunblaðið/Sverrir Óskar Ármannsson sést hér vera búinn að leika á Hans Guðmundsson, fyrrum félaga sinn hjá FH, og skora gegn Breiðablik. síðustu sekúndu ieiksins gegn ÍR á laugardaginn. Fram fékk aukakast þegar 2 sekúndur voru eftir og klukkan stöðvuð. Atli fékk boltann upp úr au- kakastinu, stökk upp og skor- aði og tryggði Fram þar mikil- vægan sigur í botnbaráttunni. ark Atla var þó umdeilt þar sem ÍR-ingar töldu að leikur- inn hafi verið úti þegar boltinn hafnaði í netinu. Þeir sögðu að það væri ekki hægt að skora á tveimur sek- úndum nema skjóta beint úr aukakast- inu. Dómararnir voru hins vegar alveg öryggir og dæmdu markið gilt. Leikurinn var ekki í háum gæða- flokki og sveiflurnar í leiknum með eindæmum. Framarar byijuðu mjög vel og skoruðu sex fyrstu mörkin. Þeir höfðu einnig sex marka for- skot í leikhléi, 13:7 og síðan 18:13, og sigurinn virtist í höfn. En það var öðru nær. IR-ingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og með miklu harð- fylgi tókst þeim að jafna, 18:18, Valur Jónatansson skrífar þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Þeir náðu síðan að komast yfir, 19:20, þegar tvær mínútur voru eftir. Hermann jafnaði fyrir Fram þegar ein mínúta var eftir. IR- ingum tókst ekki að skora og Fram- arar hófu sókn er 16 sek voru eftir og það dugði þeim til að næla sér í bæði stigin eins og áður er lýst. Framarar léku fyrri hálfleikinn mjög vel og að sama skapi seinni hálfleikinn illa. Þeir virtust of sigur- vissir og misstu niður einbeiting- una. ÍR-ingar gegnu á lagið og sýndu að leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er til leiksloka. Þeir voru óheppnir að tapa leiknum í lokin. Birgir Sigurðsson var besti leikmað- ur Fram að vanda. Hann var geysi- lega fljótur og útsjónasamur og nýtti færin vel. Hermann var einnig sterkur og eins varði Jens ágætlega. Hrafn Magnússon var besti leimað- ur ÍR-inga. Hann varði alls 16 skot í leiknum, þar af 11 í síðari hálf- leik. Geysilegt efni þar á ferð. Orri Bollason blómstraði í seinni hálfleik og skoraði þá öll átta mörk sín. Eins voru homarmennimir ungu Matthías og Frosti góðir. „Stefnum á fimmta sæti“ -sagði ÓlafurJónsson, þjálfari KR „JÚ, nú erum viA sioppnir úr fallhættunni. Þetta er búiö að vera erfitt og nú er þetta búið, en við stefnum að því að verða í fimmta sæti,“ sagði Ólafur Jónsson þjálfari KR-inga eftir að lið hans hafði lagt Stjörnuna að velli á íslandsmótinu í hand- knattleik á sunnudaginn. Leikurinn var nokkuð skemmti- legur á að horfa þó svo liðin léku ekki vel. Mikið var skorað og munurinn á liðunum varð aldrei mikill þannig að SkúliUnnar spennan hélst allan Sveinsson leikinn. skrífar Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálf- leik, KR-ingar fyrri til að skora framan af en Stjömumenn síðari hluta hálfleiksins. Einar Einarsson fór á kostum í fyrri hálfleik. Hann skoraði fimm mörk auk þess að eiga fjórar frábærar línusendingar sem gáfu mark. Lítið fór fyrir varnarleik í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að ná upp þeirri baráttu sem þarf til að varn- arleikurinn verði góður. Á köflum tókst þó Stjömunni aðeins að sýna í hveiju vamarleikur er fólgin en það voru bæði fáir og stuttir kaflar. Stjaman leiddi allan síðari hálfleik- inn og mestur varð munurinn þijú mörk, 27:24, er 8 mínútur voru til leiksloka. Það sem eftir lifði leik tókst þeim aðeins að skora eitt mark og KR vann því naumlega. Jafnt var er rúmar tvær mínútur vom eftir, 28:28, og Stjarnan var með boltann. KR vann knöttinn en dæmd vom skref á þá í hraðaupp- hlaupi og í sókn Stjörnunnar mis- fórst sending er ein mínúta var eft- ir. Guðmundur Albertsson skoraði er 25 sekúndur vom eftir og það dugði til sigurs. Einar Einarsson var bestur Stjömunn- ar. Línusendingar hans voru margar hveijar frábærar, hann lék ágætlega í vöminni og stjómaði leik liðsins vel. Annars léku flestir ágætlega í sókn- inni. Hjá KR var Guðmundur Albertsson bestur, skoraði mikið og stjómaði leikn- um vel. Konráð og Stefán vom einnig atkvæðamiklir en minna fór fyrir öðr- Stjaman - KR 28 : 29 Digranesi, íslandsmótið í handknatt- leik, sunnudaginn 13. mars* 1988. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 4:6, 6:8, 10:10, 15:15, 17:15, 17:17, 18:19, 21:21, 24:22, 27:24, 27:27, 28:28, 28:29. Mörk Stjörnunnar: Einar Einarsson 9/1, Gylfi Birgirsson 5, Siguijón Guð- mundsson 4, Skúli Gunnsteinsson 4, Hafsteinn Bragason 3, Hermundur Sigmundsson 3. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 6, Höskuldur Ragnarsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 10/6, Konráð Olavson 7, Guðmundur Al- bertsson 7, Jóhannes Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Guðmundur Pálmason 1. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 9, Leifur Dagfmnsson 2. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: 33. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson og dæmdu þeir mjög vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.