Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 1
MÁL ÍVARS WEBSTER/B 5. V6RZUJNRRBRNKINN -vitutmmtóftéfi! Tækifæristékkareikningur ...með alltíeinu hefti! Hraðlán og Launalán Auðveld og hröð lánafyrirgreiðsla Eigendur TT-reiknings eiga kost á skuldabréfalán, að vissu hámarki. Hraðláni, að ákveðnu hámarki. Hrað- Launalánið er til allt að átján mánaða lánið er tveggja mánaða víxill. Þetta lán og er einnig afgreitt í afgreiðslu bank- fæst afgreitt í afgreiðslu bankans án ans án heimsóknar til bankastjóra. milligöngu bankastjóra. í þessu tvennu felst jafnt öryggi sem Ennfremur eiga TT-reikningseig- tímasparnaður. endur kost á Launaláni, sem er 1988 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ BLAD ENGLAND Nottingham Forest mætir Liverpool í bikamum Nottingham Forest dróst gegn Liverpool í undanúrslitum ensku bikarkeppnnnar í knattspyrnu, er dregið var í gær. í hinni undanúr- slitaviðureigninni mætast því Luton og Wimble- don. Leikimir eiga að fara fram 9. apríl. í undan- úrslitunum er aðeins einn leikur, á hlutlausum velli, og mætast Forest og Liverpool á Hills- borough í Sheffield, heimavelli Wednesday, og leikur Luton gegn Wimbledon verður á White Hart Lane í Lundúnum, heimavelli Tottenham. KNATTSPYRNA / ENGLAND QPR vill kaupa Sigurð Jónsson frá Wednesday: Wilkinson vill að Sigurður verði áfram í Sheffield „ÉG hef ekkert heyrt frá How- ard Wilkinson, framkvæmda- stjóra Sheffield Wednesday, um að QPR hafi áhuga að fá mig, en aftur á móti hefur hann boðið mér nýjan samn- ing. Það eins sem ég veit um áhuga QPR, er það sem ég hef lesið hér í blöðunum," sagði Sigurður Jónsson, landsliðsmaður {knatt- spyrnu. Blöð í Englandi sögðu frá þvf á sunnudaginn, að Lundúnarliðið hafi áhuga á að fá Sigurð til sín, eftir að Mike Hazard, miðvallarspilari Chelsea, tilkynnti QPR að hann yrði áfram hjá Chelsea. Wilkinson hefur sagt mér að fjögur félög hafi spurt um mig, en hann hefur ekki sagt mér nöfn þeirra," sagði Sigurður, sem lék í byijunarliði Sheff. Wed. gegn Man. Utd. á laugardaginn. Það var hans fyrsti leikur með aðallið- inu frá því í september, en Sigurð- ur hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég hef mikinn hug á að breyta til að fara frá Englandi. Þess vegna skrifa ég ekki undir nema eins árs samning við félagslið hér, þegar samningur minn renn- ur út við Sheffield Wednesday í vor. Ef ég fær tækifæri í næstu leikjum hjá Wednesday og næ að festa mig í liðinu, þá gæti ég vel hugsað mér að vera eitt ár til við- bótar hér í Sheffíeid. Það myndi taka mig smá tíma að átta mig á hlutunum hjá QPR í London, þannig að það er vafamál hvort að það borgi sig að skipta um félag upp á að leika aðeins eitt ár með því,“ sagði Sigurður. „Það kemur í Ijós næstu daga hvað verður upp á teningnum." Miðvörður Sheff. Wed. Nigel Pearson ökklabrotnaði t leiknum gegn Man. Utd. „Wilkinson leitar nú logandi ljós- um af miðverði fyrir næsta leik. „Hann hefur augastað á Ian Cranson hjá Ipswich. Þá vildi Wilkinson kaupa sóknarleikmanninn Cyrille Regis, en Coventry tilkynnti honum að hann væri ekki til sölu. Það er ljóst að nokkrar breytingar verða hjá okkur á næstunni. Lee Chapman hefur hug á að fara til fé- lags í London. Eiginkona hans, Lesley Ash, er fræg leikkona. Atvinnumögu- leikar hennar eru meiri í London er hér í Sheffield," sagði Sigurður. Jim Smith, framkvæmdastjóri QPR, hefur horft á Sigurð leika tvo leiki með varaliði Sheff. Wed. að undan- fömu. Þá sá hann Sigurð leika á Old Trafford á laugardaginn. Sigurður Jónsson lék að nýju með aðalliði Wednesday, á Old Trafford, eftir langa fíarveru. Jim Smith, stjóri QPR, var á meðal áhorfenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.