Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 12
f»K • HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND Páll Ólafsson: „Kem heim og spila með KR“ Góð helgi hjá „Is- lendingaliðunum“ Islendingaliðin í vestur- þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik unnu öll um helgina. Gummersbach og Diisseldorf deila með sér efsta sætinu þegar 5 um- ferðir eru eftir. Sig- urður Sveinsson bjargaði Lemgo enn einu sinni frá falli. Stórleikur umferðarinnar var viður- eign Gummersbach og Kiel. Kiel bytjaði vel og leiddi allt fram í miðj- an seinni hálfleik er staðan var 9:12. Þá tók Gummersbach mikinn Frá Jóhannilnga Gunnarssyni i Þýskalandi endasprett og tryggði sér sigur, 17:14. Andreas Thiel varði mjög vel í lokin og eins var vamarleikur- inn góður. Neitzel var markahæstur með 5 mörk og Fitzek gerði íjögur. Kristján Arason náði ekki að skora en átti margar línusendingar sem gáfu mörk, einnig lék hann vel í vörninni. Páll Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Dússeldorf gegn Hofweier á heimavelli. „Þetta var nokkuð ör- uggt allan tímann. Við náðum fimm AlfreA Gfslason, sem hér er í baráttu við vamarmenn Steua Búkarest í Evrópuleiknum á dögunum, var markahæstur hjá Essen um helgina. marka forskoti snemma í fyrri hálf- leik og héldum því út. Við eigum nú fímm leiki eftir í deildinni og er ég bjartsýnn fýrir þá,“ sagði Páll Ólafsson, sem lék í vinstra hominu og fyrir utan. Lokatölurnar 20:14 eftir að heimamenn höfðu haft 10:6 yfír í hálfleik. Sigurður Sveinsson ætlar enn einu sinni að bjarga Lemgo frá falli. Um helgina vann Lemgo Göppingen á útivelli 19:18 og er þar með sloppið frá falli. Göppingen hafði tveggja marka forskot, 18:17, þegar skammt var til leiksloka en Sigurð- ur Sveinsson jafnaði og skoraði síðan sigurmarkið á lokamínútunni. Sigurður var markahæstur að vanda með 5/2 mörk. Klempel var markahæstur í liði Göppingen með 9 mörk. Alfreð Gíslason var markahæstur með fímm mörk og átti góðan leik er Essen sigraði Grosswallstadt nokkuð örugglega 22:17 á heima- velli. Staðan í leikhléi var 11:9 fyr- ir Essen. Massenheim sigraði Dort- mund, 25:20 og Númberg og Dormagen gerðu jafntefli, 13:13. Gummersbach og Dússeldorf er efst með 31 stig eftir 21 leik. Kiel er í öðru sæti með 29 stig og á einn leik til góða. Essen er í fjórða sæti með 26 stig. Það verða því Gum- mersbach, Dússeldorf og Kiel sem koma til með að beijast um meist- aratitilinn að þessu sinni. Bikarglíman: Ólafur sigraði fjórða árið íröð ÓLAFUR Haukur Ólafsson, KR, sigraði í bikarglímu íslands sem haldin var í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugar- dag. Keppnin í fullorðinsflokki var eins og svo oft áður einvígi á milli þeirra Ólafs og Eyþórs Péturs- sonar en þeir hafa verið jafnbestu glímumennimir undanfarin ár. Eftir að keppni var lokið voru þeir jafnir með þijá og hálfan vinning. Ólafur og Eyþór þurftu því að heyja aukaglímu. í henni var jafnglími. Þá var glímt til þrautar. Ólafur sótti sniðglímu á lofti og Eyþór féll úr handvörn. Það má segja að með sigrinum hafi Ólafur hefnt ófaranna úr síðustu Íslandsglímu þar sem Eyþór bar sigur úr bítum eftir mikið ein- vígi við Ólaf. Ólafur hefur hinsveg- ar verið nokkuð öruggur í bikar- glímunni en hann hefur sigrað í henni fjögur ár í röð. Það vakti nokkra athygli að Jón Unndórsson, hinn gamalreyndi glímukappi úr Leikni, varð að sætta sig við fjórða sætið. Kjartan Lárus- son, HSK kom á óvart með því að Frosti Eiðsson skrifar Enn í toppslaqnum Páll Ólafsson og félagar í Dússeldorf sigruðu Hofweier á heima- velli um helgina, 20:14, og eru í efsta sæti ásamt Gummers- bach, sem Kristján Arason leikur með. Dússeldorf hefur enn ekki tapað á heimavelli í vetur. Páll lék vel um helgina og skoraði fjög- ur mörk. Jón Unndórsson, gamla kempan úr KR sem nú keppir fyrir Leikni, er hér nær myndavélinni. Hann lenti í fjórða sæti. vinna Jón og hreppa bronsverðlaun- in. „Þetta var persónulegur sigur fyrir mig. Það er mjög erfítt að glíma gegn Eyþóri. Hann er mikill keppn- ismaður og það er erfitt að koma honum í opna skjöldu", sagði Ólafur eftir sigurglímuna. Það var mun betri þáttaka í ungl- ingaflokkunum en hjá fullorðnum. HSK-maðurinn Jóhannes Svein- björnsson varð efstur með fimm og hálfan vinning í flokki 16-19 ára. Lárus Bjömsson HSÞ hlaut hálfum vinningi minna og Amgeir Friðriks- son Víkveija varð í þriðja sæti með fjóran og hálfan vinning. Allt eru þetta sterkir strákar sem ættu að geta spjarað sig í fullorðinsflokki innan fárra ára. Víkveijinn Ingibergur Sigurðsson vann allar glímur sínar í flokki 13-15 ára og varð því ömggur sig- urvegari. Tryggvi Héðinsson varð annar með fimm vinninga og Þórir Þorisson hafnaði í þriðja sæti með §óra vinninga. Ólafur Sigurðsson og Láms Kjart- ansson frá HSK háðu skemmtilega glímu í 10-12_ ára flokki og hafði Ölafur betur. Ólafur hlaut sex vinn- inga, Láms íjóra og Torfí Pálsson, einnig HSK varð í þriðja sæti með þijá vinninga. Nokkuð var um minniháttar meiðsli hjá keppendum og nokkrir þurftu að hætta keppni þeirra vegna. Næsti stórviðburðurinn á glímu- sviðinu verður um næstu helgi. Þá varður efnt til gmnnskólamóts og er búist við mikilli þáttöku. Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Ólafsson nær hér góðu bragði á Eyþóri í úrslitaglímunni í fullorðins- flokki. Eg er ákveðinn í því að koma heim og spila með KR næsta vetur. Forráðamenn Dússeidorf hafa verið að bjóða mér að vera áfram en ég kem heim,“ sagði Páll Ólafsson, í samtali við Morgunblaðið. „Aðal ástæðan fyrir því að ég kem heim er að konan fær ekki atvinnuleyfí hér í Þýskalandi. Hún viil því komast heim og ég ætla mér ekki að verða eftir hér.“ Páll reiknar með að koma heim í lok maí og mun þá fara á fullu í undirbúning landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Seoul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.