Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 8
8 B 3B«rgimblni»iÍ> /IÞROTTIR ÞRLÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / VESTUR-ÞÝSKALAND Stuttgart stödvaði sigurgöngu Bremen Bayern vann Gladbach og er tveimur stigum á eftir Bremen STUTTGART, án Ásgeirs Sigur- vinssonar, stöövaði sigur- göngu Werder Bremen í vest- ur-þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Fritz Walter skoraði sigurmark Stuttgart á 73. mínútu. Bayern Miinchen vann á sama tíma Borussia Mönchengladbach 1:0 og jók þar með mögleika sína á meistaratitlinum. Brem- en hefur nú aðeins tveggja stiga forskot á Bayern. Stuttgart hefur nú hlotið fimm stig úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og er í fimmta sæti. Miðvallarspilið hjá Stuttgart var ekki eins gott og þegar Asgeir, sem var í leikbanni, leikur með. Karl Allgöwer var mað- urinn á bak við mark Stuttgart. Hann skaut föstu skoti úr auka- spymu af 22 metra færi sem mark- vörður Bremen hélt ekki og Fritz Walter fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi. A 75. mínútu var markverði Werder Bremen, Oliver Reck, vikið af leik- Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni ÍÞýskalandi velli fyrir að fella Júrgen Klinsmann gróflega utan vítateigs. Hinn 37 ára gamli Burdenski tók þá stöðu hans í markinu og stóð sig vel. Hann verður einnig í markinu næstu tvo deilarleiki. Þetta var fyrsti ósigur Bremen í deildinni í sex mánuði og annað tapið á tíma- bilinu. Bayern Múnchen vann Gladbach, 1:0, á heimavelli. Sigurmarkið gerði Lothar Mattaeus, fyrrum leikmaður Gladbach, 12 mínútum fyrir leiks- lok. Leikurinn var ekki í háum gæðaflokki þar sem Gladbach lék vamarleik. Völlurinn var mjög blautur og þungur. Besti leikur umferðarinnar var leik- ur Leverkusen og Kölnar á föstu- daginn. Liðin skildu jöfn, 1:1 og er Köln nú fimm stigum á eftir Brem- en. Númberg er í fjórða sæti eftir l:0-sigur á Waldhof Mannheim. Kaiserslautern náði jafntefli við Karlsruhe, 1:1, á heimavelli. Sta- bel, þjálfari Kaiserslautem, sagði eftir leikinn: „Ég er mjög þakklátur áhorfendum fyrir að halda það út að horfa á leikinn til enda.“ Lárus lék ekki með Kaiserslautern. Leik Bayer Uerdinegn og Schalke var frestað. ITALIA Erfið helgi hjá efstu liðunum Markalaust hjá Napóli gegn Em- poli, sem er í neðsta sæti LEiKIRNIR í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar voru erfiðir hjá efstu liðunum á sunnudag- inn. Empoli, sem er í neðsta sœti, gerði jafntefli við Napóli og Torínó, sem lék án Polsters, gerði jafntefli við Mílan AC. Roma vann Como meðan Sampdora tapaði fyrir Cesena. Bertoni skoraði sigurmark Avellino gegn Juventus á 25. mínútu. Juve var betra liðið í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna. Bianchi skoraði Brynja bæði mörkin gegn Tomer Sampdoria og átti skrifar tvö önnur tækifæri, lrállallu en Cesena lék mjög ákveðið á sunnudaginn, meðan Sampdoria virtist sundraðra en oft áður. Fyrri hálfleikur Como og Roma var vægast sagt daufur, aðeins eitt marktækifæri í fyrri hálfleik er er Todesco misnotaði gott færi. í síðari hálfleik átti Roma góðar sóknir. Poiicano sólaði frá miðju og skoraði skemmtilegt mark. Roma lék sterk- an vamarleik og áttu Coma-menn í miklum erfíðleikum með að kom- ast í með boltann í gegnum „köng- ulóavef" Roma. Napóli hefur átt í erfiðleikum í siðustu leikjum og er ótrúlegt að það skuli hafa gert jafntefli við Empoli sem er í neðsta sæti 1. deild- ar. Maradona átti ágætan leik, en vamarmenn gættu hans vel og komu í veg fyrir að áhorfendur fengju að njóta til fullnustu hinna frábæru hæfileika hans. Gasperini skoraði mark Pescara á 4. mínútu í leiknum við Fiorentina. í seinni hálfleik fískaði Pagano víta- spymu sem Landucci varði. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka skoraði Baggio úr vítaspyrnu og jafnaði stöðuna. AC Mílanó átti í erfiðleikum með hið vaxandi lið Tórínó. Fyrri hálf- leikur var jafn og fá marktæki- færi. Gullit átti eitt skot í stöng og Lorieri varði frábærlega langskot frá Baldini skömmu fyrir leikhlé. í upphafi seinni hálfleiks fékk AC Mílanó vítaspyrnu sem Baresi tók og Lorieri varði á glæsilegan hátt. Á 78. mínútu komst Gritti fram á ótrúlegan hátt og skildi vörn Mílanó eftir og skoraði. En Adam var ekki lengi í Paradís, því 30 sekúndum síðar skoraði Ancelotti örugglega. Leikur Verona og Ascoli var fjörug- ur. Fyrsta markið gerði Volpeceina eftir vítaspymu sem dæmd var á Ascoli. Di Gennaro skaut ekki að markinu heldur gaf á Volpeccina sem skoraði. Á 15. mínútu seinni hálfíeiks skoraði Pacione fyrir Ver- ona. Casagrande var rekinn út af á 18. mínútu fyrir að mótmæla dómarandum. Giovanelli skoraði síðan úr vítaspymu á 78. mínútu. Altobelli skoraði strax á 10. mínútu fyrir Inter gegn Pisa eftir að hafa fengið boltann frá Mandorlini. Sci- osa hafnaði fyrir Pisa úr vtaspymu skömmu fyrir leikslok. ■ Úrslit/B 10. ■ Staöan/B 10. ípfémR FOLK ■ RABAH Madjer, fram- herjinn kunni frá Alsír, leikur með Inter Mílanó á ítaliu næstu keppnistímabil, skv. frétt í Corriere dello Sport um helg- ina. Leikmaðurinn, sem er 29 ára, er í eigu Portó í Portúg- al, en er í láni hjá spánska fé- laginu Valencia. í vetur gerði hann samning við þýska félagið Bayem Miinchen um að leika með iiðinu næsta vetur, en ítalska blaðið, sem fyrr er vitn- að til, sagði þann samning ekki gilda þar sem forráðamenn Portó ekki hafa samþykkt hann. ■ PAULO Futre, sóknar- leikmaðurinn snjalli hjá Atletico Madrid á Spáni, harðneitaði um blaðafregnum á Spáni þess efnis að hann hefði gert samning um að leika með ítalska félaginu Roma næsta vetur. „Ég hef ekki skrifað undir neitt og ákveð ekkert um framtíð mín fyrr en þessu keppnistímabili er íokið," sagði hann. ■ REALMadrid ogBayem MUnchen leika síðari leik sinn í Evrópukeppninni í Madrid á morgun, miðvikduag. Miklar öryggisráðstafnir hafa verið gerðar fyrir ieikinn. 400 lögr- elgumenn verða á leikvanginum auk þess verða 70 karatemenn til taks ef eitthvað fer úrskeiðis á áhorfendapöllunum. Byggðir hafa verið átta metra háir vegg- ir fyrir aftan mörkin til að vama því að áhorfendur kasti aðskota- hlutum inn á leikvanginn. Bay- era vann fyrri leikinn 3:2. HOLLAND Fyrstatap Eindhoven PSV Eindhoven tapaði loks leik í hollensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Feyenoord um helgina. Feyenoord sigraði 2:1 með mörkum Mario Been, úr víti á 3. mín., og Andre Hoekstra, sem skoraði eftir 80. mín. Eina mark PSV gerði Ronald Koeman í lokin. Þetta var fyrsta tap PSV í vetur, en liðið hefur nú lokið 26 leikjum. Þrátt fyrir tapið hefur PSV því ör- ugga forystu, er átta stigum á und- an Ajax, sem er svo öðmm átta stigum á undan Feyenoord. PSV mætir frönsku meisturunum Bordeaux í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni á morgun. Tapið kemur því á slæmum tíma, en þjálf- ari PSV, Guus Hiddink, var þó ekki svartsýnn. „Ef Feyenoord hefði tek- ið okkur í kennslustund hefði mér ekki staðið á sama. En við höfðum mikla yfirburði í fyrri hálfleik og lékum vel þrátt fyrir að lenda marki undir. Þetta var erfíður leikur og leikmenn mínir em þreyttir, en það á ekki að koma að sök á miðviku- daginn," sagði Hiddink. ■ Úrslit/B 10. ■ Staóan/B 10. Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Amór Guðjohnsen, sem hér er á æfíngu hjá Anderlecht fyrir skömmu, skoraði gott mark um helgina. Amórsetti mark gegn Winterslag ARNÓR Guðhjonsen skoraði þriðja mark Anderlecht í 4:0- sigri yfir Winterslag, liði Guð- mundar Torfasonar, í belgísku 1. deildinni á laugardaginn. Arnór skoraði á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með þrumu- skoti af stuttu fœri eftir fyrir- gjöf. Mechelen er enn efst í deildinni eftir 2:1-sigurá Lokeren. Amór fékk góða dóma fyrir leik sinn gegn Winterslag. „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur fyrir Evrópuleikinn gegn Benfíca. Völlurinn var erfið- ur, þungur og blaut- ur og setti það mark sitt á leikinn,“ sagði Amór. Hann var tekinn útaf þegar 15 mín. vom til leiksloka og var ástæðan sú að þjálfarinn vildi spara hann fyrir Frá Bjama Markússyni i Belgíu Evrópuleikinn sem fram fer á morg- un. Um Evrópuleikinn gegn Benfica sagði Amór: „Við emm ákveðnir í því að vinna upp tveggja marka tapið í Lissabon fyrir hálfum mán- uði. Bæði liðin léku þá illa en ég get lofað fjömgum leik á heima- velli okkar hér í Bmssel.“ Fyrsta mark Andertecht gegn Wint- erslag var sjálfsmark. Nilis bætti öðm markinu við á 21. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Amór skoraði síðan þegar 40 sek. vom liðnar af seinni hálfleik. Kmcevic bætti fjórða markinu við rétt fyrir leikslok. Guðmundur Torfason lék ekki með Winterslag vegna meiðsla. Oll toppliðin unnu um helgina. Den Boer skoraði bæði mörk Mechelen, sem er í efsta sæti, gegn Lokeren. Ursllt/B10 StaAan/B11 SPANN Stórsigur Real Ungu strákarnir hans Howard Kend- all áttu aldrei möguleika REAL Madrid hitaði upp fyrir Evrópuleikinn gegn Bayern Múnchen annað kvöld með því að sigra Atletico Bilbao 5:0 í spönsku 1. deildinni á laugar- daginn. Real hefur því enn ömgga for- ystu í 1. deildinni. Það sakaði ekki þó vamarmanninn Miguel Chendo og framheijann kunna Emilio Butragueno vantaði vegna meiðsla. Carlos Santillana kom inn í liðið í stað Butragueno, og sýndi að hann hefur engu gleymt þó hann sé nú á 36. aldursári. Santillana skoraði tvívegis, á 10. og 80. mín. Michel gerði einnig tvö mörk, á 27. og 33. mín. en það var mexíkanski sniliingurinn Hugo Sanchez sem gerði síðasta markið á 87. mín. Hann hefur þar með gert 23 mörk í deildinni í vetur. Hinir ungu leikmenn Bilbao-liðsins, sem Englendingurinn Howard Kendall þjálfari, áttu aldrei mögu- leika að þessu sinni, en liðið er engu að síður enn nálægt toppnum. Barcelona náði að sigra Logrones heima, 2:1. Gestimir, sem em í næst neðsta sæti deildarinnar, kom- ust yfír með marki Angel Gonzalez á 54. m(n. en útlendingamir í liði Barcelona tryggðu liði sínu sigur- inn. Englendingurinn Gary Lineker skoraði á 78. mín. og einni mín. fyrir leikslok gerði Vestur-Þjóðveij- inn Bemd Schuster sigurmarkið. ■ Úrslit/B 10. ■ Staöan/B 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.