Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 4
4 B jHatBQnMatta /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM Michela Figlni vann bæði brun og risastórsvig um helgina og er nú efst í stigakeppninni samanlagt. Á myndinni lætur hún fara vel um sig enda stendur hún vel að vígi. Miiller varð brunkóngur Piccard sannaði getu sína í risastórsvigi BRUNKÓNGURINN Peter Mull- er frá Sviss tryggði sér sigur í brunkeppni heimsbikarsins í annað sinn er hann varð hlut- skarpastur í síðustu brun- keppni vetrarins sem fram fór í Beaver Creek í Bandaríkjun- um á laugardaginn. Ólympíu- meistarinn Franck Piccard frá Frakklandi sigraði í risastór- svigi á sama stað á sunnudag- inn. Zurbriggen hefur 12 stiga forskot á Tomba eftir heims- bikarmót helgarinnar. Miiller sagði eftir sigurinn í bruninu: „Sigurinn var mikil- vægur og gefur mér eitthvað til að hlakka til næsta vetur. Ég sá það eftir stökkin af hengjunum í braut- inni að ég lenti framar en þeir sem á undan mér fóru og vissi þá að ferðin á mér var meiri en hjá hin- um.“ Muller, sem er þrítugur, fór brautina á 2:25.26 mínútum og var hálfri sekúndu á undan Donald Ste- vens frá Kanada sem varð óvænt í öðru sæti. Marc Girardelli frá Lux- emborg varð þriðji. Ólympíumeistarinn í risastórsvigi, Franck Piccard, sannaði það á sunnudaginn að sigurinn í Calgary var engin tilviljun. Piccard fór brautina á 1:45.97 mínútum og var 24/100 á undan Markus Wasmeier frá Vestur-Þýskalandi, Marc Girar- delli varð þriðji, Pirmin Zurbriggen varð fjórði og Alberto Tomba í fímmta sæti. Pirmin Zurbriggen heldur enn forystu sinni í heimsbikamum sam- anlagt. Hann hefur nú'12 stiga forskot á Alberto Tomba sem hefur 224 stig. Þeir koma til með að berj- ast um sigurinn því 100 stig eru í næsta mann sem er Markus Was- meier. Nú halda kappamir til Evr- ópu og keppa næst í Aare í Svíþjóð 19. og 20. mars og þar gætu úrslit- in ráðist. Tvöfalt hjá Figini - tryggði sér sigur í bruni og risasstórsvigi Peter MUIIer frá Sviss varð brunkóngur heimsbikarsins á þessu keppnistíma- bili. „Brautin var ekki erfið tæknilega séð. Þetta var góður sigur fyrir mig því ég hef verið hálf slöpp að undanfömu," sagði Figini. Þetta var næst síðasta brunmót vetrarins og getur Oertli ekki náð Figini að stigum í bruninu. í risastórsviginu á sarpa stað á sunnudaginn fór Figini brautina á 1:16.43 mínútum og var tæplega hálfri sekúndu á undan austurrísku stúlkunni, Ulriku Maier. Anita Wac- her, einnig frá Austurríki, varð þriðja og Regine Mösenlechner frá Vestur-Þýskalandi fjórða. Brigdtte Oertli hafnaði aðeins í 12. sæti. Figini hefur þar með tryggt sér sig- ur í bæði bmni og risastórsvigi og á góða möguleika á að vinna keppn- ina samalagt. MICHELA Figini frá Sviss vann tvöfalt í heimsbikarnum í alpa- greinum kvenna í Rossland í Bandaríkjunum um helgina. Á laugardaginn sigraði hún í bruni og á sunnudaginn í risa- stórsvigi. Húntryggði sér jafn- framt sigur í báðum þessum greinum samanlagt. Hún fór einnig upp fyrir Brigitte Oertli í heiidar stigakeppninni. Figini og Brigitte Oertli, sem beijast um sigurinn í heims- bikamum samanlagt, urðu í tveim- ur efstu sætunum í bmninu sem fram fór á laugardaginn. Figini var tæplega sekúndu á undan Oertli og vann þar með þriðju gullverðlaun sín í bmni á þessu keppnistímabili. Veronika Wallinger frá Austurríki varð þriðja og Karen Percy frá Kanada íjórða. Figini hefur nú hlotið alls 247 stig, Oertli er í öðm sæti með 222 stig og er sú eina sem getur náð Figini að stigum. Vreni Schneider frá Sviss er í þriðja sæti með 185 stig en hún á við meiðsli að stríða og hefur ekki getað keppt að undan- fömu. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Fram íslandsmeistari! Morgunblaðið/Sverrir GuArún Kristjánsdóttlr, stórskytta úr Val, skorar hér eitt af 6 mörkum sínum í leiknum gegn KR á laugardaginn. Til vamar em KR-ingamir Bryndís Harðardóttir og Birthe Bitch. EIN umferð var spiluð f 1 .deild kvenna um helgina. Framstúlkur tryggðu sér ís- landsmeistaratitilinn 5.árið í röð með sigri á Haukum 22:16. Þá vann Valur KR 28:11, FH sigraði Þrótt 27:14 og Víkingur vann nauman sig- ur á Stjörnunni 15:14. Framliðið naði fljótlega yfir- höndinni í leiknum. Þegar um 10 mínútur vom eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að jafna í fyrsta og eina Katrín skipti í leiknum. Fríöríksen Staðan í leikhléi skrífar Var 10;7 fyrjr Fram. Seinni hálfleikur var jafnari fram- an af. Lengst af var munurinn eitt mark Fram í vil, en þegar líða tók jókst munurinn ogendaði leik- urinn með ömggum sigri Fram 22:16. Hjá Haukum var Margrét Theó- dórsdóttir atkvæðamest að vanda, en gerði þó sín mistök líkt og aðrar í liðinu. Þá varði Sólveig markmaður vel frá sínum gömlu félögum í Fram. Guðríður var góð hjá Fram þrátt fyrir að hittni hennar hafi oft verið betri. Þá áttu þær Ama Steinsen og Ingunn Bemótus- dóttir báðar góðan dag. Mörk Hauka: Margfet Theódórsdóttir 8/4, Halldóra Mathiesen 3, Steinunn Þor- steinsdóttir og Hrafnhildur Pálsdóttir 2 mörk hvor, Björk Hauksdóttir eitt mark. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/2, Ingunn Bemótusdóttir 4, Ama Steinsen og Jóhanna Halldórsdóttir 3 mörk hvor, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Margrét Blöndal og Ósk Vfðisdóttir eitt mark hvor. KR-V«lur 11:28 Strax fra fyrstu mínútu var ljóst að hveiju stefndi. Valsstúlkur spiluðu sterka vöm og skomðu mikið úr hraðaupphlaupum. Sókn- arleikur liðsins var hins vegar ekki upp á marga fiska frekar en hjá KR. Staðan í leikhléi var 14:3 fyrir Val og leikurinn endaði sem fyrr segir með stórsigri Vals 28:11. Mörk KR: Karólfna Jónsdóttir 6/4, Nellý Pálsdóttir 3, Bryndfs Harðardóttir og Snjólaug Benjamfnsdóttir eitt mark hvor. Mörk Vals: Guðrún Kristjánsdóttir 6, Ema Lúðvíksdóttir 6/3, Kristín Amþórs- dóttir 5, Guðný Guðjónsdóttir og Katrín Friðríksen 3 hvor, Diane Harwood 2, Steinunn Einarsdóttir, Lilja Sturludóttir og Magnea Friðriksdóttir eitt mark hver. Stjaman-Vlklngur 14:16 Leikurinn var frekar jafn út í gegn en Víkingsliðið þó ávallt fyrri til að skora. Staðan í leikhléi var 8:6 fyrir Viking. Eftir mikinn baming síðustu mínútur leiksins, þar sem nokkur víti og önnur dauðafæri fóm for- görðum a'báða bóga, endaði leik- urinn með sigri Vikings 15:14. Mörk Stjömunnar: Hmnd Grétarsdóttir 6, Herdís Sigurbergsdóttir 5, Guðný Gunnsteinsdóttir, Helga Sigmundsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir eitt mark hver. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 5, Jóna Bjamadóttir og Inga Lára Þóris- dóttir 3 mörk hvor, Svava Baldvinsdóttir 2, Valdís Birgisdóttir og Sigurrós Bjama- dóttir eitt mark hvor. Þróttur-FH 14:27 Stúlkurnar í Þrótti börðust vel framan af og FH-liðið var að sama skapi mistækt í leik sínum. Staðan var jöfn lengi framan af, og í leik- hléi höfðu FH-stúlkur skorað 11 mörk á móti 7 mörkum Þróttar. FH-liðið keyrði upp hraðann í seinni hálfleik og endaði leikurinn með ömggum sigri þeirra 27:14. Mörk Þróttar: Sigurlfn Óskarsdóttir, Ema Reynisdóttir, Kristfn Pétursdóttir og Ágústa Stefánsdóttir 3 mörk hver, Drífa Helgadóttir og María Sigmunds- dóttir eitt mark hvor. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 10/6, Eva Baldursdóttir og Kristfn Pétursdóttir 5 mörk hvor, Helga Sigurðardóttir 3, Heiða Einarsdóttir 2, Inga Einarsdóttir og Berg- lind Pétursdóttir eitt mark hver. ■ Staðan B/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.