Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 9
PorgimMaMh /ÍÞRÓTTtR ÞRIÐ.JUDAGUR 15. MARZ 1988 B 9 ENGLAND / BIKARKEPPNIN „Eg trúði varia mínum eigin augum“ - sagði Brian Clough, um mark Paul Wilkinson, gegn Arsenal. Clough í fyrsta skipti á ferlinum í undanúrslit LIVERPOOL, Nottingham For- est, Luton og Wimbledon tryggðu sér um helgina rétt til að leika í undanúrslitum bikar- keppninnar. Eg trúði ekki mínum eigin aug- um þegar Paul Wilkinson skor- aði fyrra mark okkar. Eg hef aldrei séð svona fast skot,“ sagði Brian ^■■■■l Clough, stjóri Nott- Frá Bob ingham Forest, eftir Hennessy að lið hans hafði lEnglandi sigrað Arsenal í London. Markið var glæsilegt — Brian, sonur Cloughs, lagði knöttinn fyrir Wilkinson sem þrumaði að marki utan vítateigs, og knöttinn small í stönginni áður en hann söng í netinu. Brian Rice kom Forest í 2:0 með laglegu marki eftir að hafa komist einn inn fyrir Arsenal vömina og David Rocastle lagaði stöðuna fyrir heimaliðið tveimur mín. fyrir leiks- lok er hann skoraði. „Ég hef engar afsaknir. Forest sigraði sann- gjamt," sagði George Graham, stjóri Arsenal, á eftir. Brian Clough sagði aftur á móti: „Ég kenni í bijósti um Graham. Lið hans sótti talsvert og átti sín færi en hlaut ekkert að launum." Öruggt hjá Liverpool Liverpool bar sigurorð af Manc- hester City á útivelli á sunnudag- inn. Úrslitin urðu 4:0 og var sigur- inn mjög ömggur, spumingin raun- ar aðeins sú hve oft Liverpool næði að skora. Ray Houghton skoraði glæsilegt maric i fyrri hálfleik eftir sendingu John Bames og eftir hlé John Barnes - frábær gegn Manc- hester City á sunnudaginn. skomðu Peter Beardsley, úr víti eftir að Craig Johnston hafði verið felldur, Johnston sjálfur og John Bames. Liverpool-liðið lék frábær- lega vel að þessu sinni og er nú talið sigurstranglegast í keppninni, af veðmöngumm. Liðið sigraði tvö- falt, bæði í deild og bikar, fyrir tveimur áram, og þykir líklegt til að endurtaka það afrek. Liverpool yrði þá fyrsta félagið sem tækist það, en á þessari öld hefur það ein- ungis gerst þrívegis að lið sigri tvöf- alt, Tottenham gerði það 1961, Arsenal 1971 og Liverpool 1986. Wimbledon í undanúrslK í fyrsta skipti Eftir að hafa verið einu marki und- ir og einum manni færri tókst Wimbledon hið ótrúlega, að sigra Watford 2:1, og komast þar með í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það em aðeins ellefu ár síðan Wimble- don kom inn í deildarkeppnina, en nú er liðið í efri hluta 1. deildar og komið þetta langt í bikamum. Malcolm Allen skoraði fyrst fyrir Watford og Brian Gayle var síðan rekinn af velli, skömmu fyrir leik- hlé, fyrir að slá Allen. En með gífur- legri baráttu náðu leikmenn Wimbledon að rétta sinn hlut — og Eric Young (48. mín.) og John Fas-. hanu (73.) tryggðu liðinu sæti í undanúrslitunum. Harford í adalhlutveridnu Mick Harford var í aðalhlutverkinu hjá Luton er liðið sigraði Ports- mouth á heimavelli sfnum, 3:1. Hann átti þátt í öllum mörkum liðs- ins. Skallaði knöttinn til Danny Wilson er sá síðamefndi gerði fyrsta mark leiksins, endurtók það síðan skömmu síðar en þá var það Brian Stein sem naut góðs af sendingu Harford — og skoraði annað mark- ið — og Harford gerði svo sjálfur þriðja markið í lokin. Áður hafði Mike Quinn minnkað muninn, en sá hinn sami Quinn var síðan rekinn af velli fyrir að slá Steve Foster. DEILDARKEPPNIN McClair skoraði tvívegis - er Manchester United vann Sheffield Wednesday örugglega MANCHESTER United vann öruggan sigur, 4:1, á Sheffield Wednesday á laugardaginn og stendur því vel að vígi í öðru sætinu, en keppni um það sæti — sem gefur rétt til þátt- töku í Evrópukeppni næsta vet- ur verði enskum liðum leyft að vera með á ný — verður mjög hörð ef að líkum lætur. Þrátt fyrir sigurinn er United fjórtán stigum á eftir Liverpool og svo virðist sem ekkert fái stöðv- að „Rauða herinn" frá því að endur- ■■■■■ heimta meistaratit- Frá Bob ilinn. Hennessy Brian McGlair skor- lEnglandi aði tvö mörk fyrir United í sigrinum á Wednesday, og hefur þar með gert 23 mörk í vetur. Baulað á Tottenham Tottenham tapaði 1:3 á heimavelli fyrir Norwich. Áhangendur liðsins vom sannarlega ekki ánægðir með frammistöðuna og sýndu það með því að baula kröftuglega á sína menn. Robert Fleck, sem Norwich keypti frá Rangers í vetur fyrir 580.000 pund, skoraði sitt 7. mark í 12 leikjum og Kevin Drinkell gerði einnig mark — sitt 9. í vetur — en Terry Venables, stjóri Tottenham, hefur einmitt mikinn áhuga á að kaupa Drinkell til félagsins. Belginn Nico Claesen kom inn á sem vara- maður hjá Tottenham og skoraði eina mark liðsins. „Við höfum aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum okkar í deild- inni. Það er því kominn tími til að fólk fari að hrósa okkur en tali ekki alltaf um að andstæðingurinn hafi átt slakan leik!“ sagði David Stringer, stjóri Norwich, eftir leik- inn. Svartnætti f Southampton Southampton hefur ekki sigrað á heimavelli síðan 26. desember. Nú kom Coventry í heimsókn og fór með þrjú stig í burtu er liðið vann 2:1. Colin Clarke, markahæsti mað- ur Southampton, klúðraði víta- spymu í annað skiptið í þremur leikjum. Steve Ogrizovic, markvörð- ur Coventry, varð spymu hans að þessu sinni. Gary Bannister, sem Coventry keypti á flmmtudaginn frá QPR, lék með liðinu. Reuter Brian McClalr hefur skorað 23 mörk í vetur. Stórioikur Wlcks Chelsea og Everton gerðu marka- laust jafntefli á „Brúnni" í London og Chelsea hefur nú leikið 17 leiki í röð án þess að sigra. Liðið hefur reyndar ekki sigrað í fimm mán- uði. Steve Wicks lék að nýju með Chelsea eftir sex mánaða hlé vegna meiðsla og átti stórlei’■ í vöminni. Garth Crooks skoraði u 'ívegis er Charlton gjörsigraði West Ham 3:0. Þriðja mark Charlton í leiknum, og annað mark Crooks, var Í.000. mark Charlton í 1. deild frá upp- hafí. Charlton er nú í næst neðsta sæti deildarinnar og sagðist Lenny Lawrence, stjóri Charlton, hafa trú á að lið sitt næði að bjarga sér frá falli. „Þetta var besti leikur liðsins í þau flmm og hálft ár sem ég hef verið hér við stjómvölinn. Ef frá em talin fímm eða sex bestu lið deildarinnar þá tel ég Charlton standa öllum liðum deildarinnar jafnfætis í dag hvað getu varðar,“ sagði Lawrence. Skoski bikarinn Celtic er talið líklegt til að vinna tvöfalt í Skotlandi, bæði deild og bikar. Liðið vann Partick Tistle 3:0 í bikamum um helgina með mörk- um Andy Walker, Tommy Bums og Billy Stark. Davie Dodds skor- aði þrívegis er Aberdeen lagði Clyde 5:0 í bikarkeppninni og Hearts vann Dunfermline 3:0. Nágrannaliðin Dundee United og Dundee gerðu markalaust jafntefli. Maurice Malp- as, fyrirliði United-liðsins, var rek- inn af velli. í úrvalsdeildinni sigraði Rangers lið Motherwell 1:0 á Ibrox að viðstödd- um 39.650 áhorfendum. Ian Dur- rant setti eina mark leiksins. ÍÞRÚmR FOLK I JIM Leighton, markvörður Aberdeen og skoska landsliðsins, hefur neitað nýjum fímm ára samn- ingi við félagið, sem hefði gefíð ■■^■■B honum 350.000 Frá Bob » pund í aðra hönd, Hennessy en það samsvarar /Er.glandi tæpum 25 milljón- um króna. Kom þetta fram í einu skosku blaðanna um helgina og þykir renna stoðum undir þann gmn að leikmaðurinn fari til Manchester United að þessu keppnistímabili loknu. ■ KENNY Dalglish, stjóri Liv- erpool, hefur verið áminntur af lögregluyfírvöldum fyrir slæmt orð- bragð á leik liðsins við QPR á Loft- us Road í London um fyrri helgi. Lögreglan í höfuðborginni sendi félögum sínum í Liverpool skýrslu um málið, þar sem segir að fjar- lægja hafí orðið fólk af áhorfenda- pöllum fyrir sama orðbragð og Dalglish notaði er hann kallaði inn á völlinn. „Hann getur talað svona á æfíngavellinum okkar vegna, en við getum ekki leyft þetta í návist bama og unglinga á áhorfendapöll- unum um leið og við fjarlægum áhorfendur fyrir þetta. Það væri hræsni," sagði yfirmaður í Lund- únalögreglunni. I BRIAN Clough, stjóri Nott- ingham Forest, hefur verið viðloð- andi knattspjmu í 32 ár, sem leik- maður og þjálfari, en komst nú um helgina í fyrsta skipti í undanúrslit bikarkeppninnar, er lið hans sigraði Arsenal. ■ ALAN Ball, stjóri Portsmouth, var bókaður í leiknum gegn Luton. Hann reiddist mjög er Mike Quinn var rekinn af velli, mótmælti ákaft, reif af sér hatt sinn og henti honum í jörðina. Fyrir það sýndi dómarinn honum Sla spjaldið. LEE Chapman, framheiji hjá Sheffield Wednesday, gæti verið á fömm frá félaginu. Hann býr með leikkonu frá London, og vill sú búa þar í borg. Reiknað er með að John Lyall, stjóri West Ham, bjóði í Chapman áður en langt um líður. Lyall er einnig á höttunum eftir Vince Hilaire, útheijanum kunna hjá Portsmouth, sem áður lék með Crystal Palace. Ástæðan fyrir því er að Mark Ward, sem kom frá Oldham á sínum tíma, hefur aldrei náð að festa rætur í London og er líklega á fömm norður á bóginn aftur. ■ STEVE Williams hefur ekki náð að tryggja sér fast sæti í liði Arsenal upp á síðkastið og líkur em á að hann fari aftur til Sout- hampton fljótlega. Talið er að So- uthampton bjóði í kappann ein- hvem næstu daga og hefur verið rætt um að Arsenal vilji fá 400.000 pund fyrir leikmanninn. Williams hefur aldrei flutt til Lundúna þrátt fyrir að leika með Arsenal, býr enn á suðurströnd Englands í grennd við Southampton. ■ DAVID O’Leary, vamarmað- ur hjá Arsenal, þurfti að yfírgefa völlinn vegna meiðsla í leiknum gegn Forest á laugardag, og hefur tilkynnt Jack Charlton, þjálfara írska landsliðsins, að hann geti ekki verið með liðinu í vináttuleik gegn Rúmeníu 23. þessa mánaðar. Charlton valdi O’Leary nú í lands- liðshóp sinn í fyrsta skipti í tvö ár! ■ BRIAN Gayle, leikmaður Wimbledon, var rekinn af velli gegn Watford og var það í annað skiptið í vetur sem honum hlotnast þessi vafasami heiður. ■ CYRELLE Regis hefur verið orðaður við Sheffield Wednesday. Hann leikur nú með Coventry, sem keypti á fímmtudaginn framheijann Gary Bannister frá QPR. Það em þvf fjórir leikmenn sem beijast um tvær stöður í framlínunni, Keith Houchen og David Speedie auk hinna fyrmefndu, og líklegt er að Regis verði seldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.