Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 1
peor ttíTQA fir í77Tr>A<TTil/fMTTD mrlA T<TMTTr>frr>w fltagMiiMMttfr B SUNNUDAGUR 10. APRIL 1988 BLAÐ ! ViÖtal við Onnu Þorsteinsdóttur, prestsfrú í Heydölum í nœr 40 ár TEXTI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Þegar nefndir eru Heydalir, vakna gjaman hugartengsl við sálmaskáldið sr. Einars Sigurðsson, sem var þar prestur um 1600 og minnir enn á sig á hveijum jólum með Maríuvísunum ljúfu. En Heydalir í Breiðdal vom um aldir með bestu presta- köllum landsins og þar jafnan stórbú. Á þessum stað hefur Anna Þorsteinsdóttir verið húsfreyja og prestsfrú í nær 40 ár, en flutti með manni sínum séra Kristni Hóseassyni til Reykjavík- ur í fyrra að afloknum löngum starfsferli. Á árunum sem þau hjón sátu Heydali hafa ekki orðið svo litlar breytingar á búsetu og lifnaðarháttum í Breiðdal. M.a. hefur risið þar heilt kaup- tún, Breiðdalsvík, þar sem nánast ekkert var fyrir. Þessar breyt- ingar hefur húsfreyjan í Heydöium lifað. Hún hefur séð nýja kirkju reista þar og nýtt prestseturshús og í námunda gmnn- skóla á Staðarborg, þar sem hún kenndi um árabil. Fyrr hafði blaðamaður á ferð fyrir austan leitað til hennar um upplýsing- ar um sveitina og greip svo tækifærið til að ræða við þessa fróðu konu þegar hún var komin í námunda við okkur hér á Morgunblaðinu. Anna Þorsteinsdóttir var ekki ókunnug í sveitinni þegar sr. Kristni manni hennar var veitt Heyd- alabrauð 1947 og þau fluttu austur, eftir að hann hafði þjónað Hrafnseyrarprestakalli í Amarfirði í eitt ár. Þau eru bæði fædd og uppalin fyrir austan, sr. Kristinn fæddur í Höskuldsstaðas- eli í Breiðdal en hún í Stöðvarfirði. Guðríður móðir hannar var dóttir sr. Guttorms Vigfússonar, prófasts í Stöð í Stöðvarfirði, sem er örstutt frá Óseyri þar sem foreldrar hennar bjuggu. Faðir hennar var Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann, útvegs- bóndi og borgari þar. I sveitinni voru þá þijú heimili fyrir botni fjarðarins. Stöð með tvíbýli og Ós- eyri, en önnur þijú á suðurbyggð, Heyklif, Kambar og Hvalnes. Á þessum bæjum var farkennsla, en svo vildi til að á þessum 7 heimilum voru aðeins skólaskyld tvö systkinin á Óseyri, svo gripið var til þess ráðs að stytta kennslutímann um einn mánuð úr tveimur og fá kenn- ara á heimilinu sjálfu, sem ekki breytti þá miklu fyrir bömin. Anna segir mér að samtals hafí hún því aldrei fengið nema tveggja mánaða kennslu hjá því opinbera. Það er fróðlegt að heyra hjá Önnu hvemig unglingar reyndu að afla sér mennt- unar við slík skilyrði. „Krakkamir í þorpinu fengu sex mánaða skóla og við áttum að taka próf með þeim. En þangað var klukkustundar gangur og of langt á vetmm. Ég man vel þegar við SJÁ NÆSTU SÍÐU Heydalir. Þar var byggt nýtt prestseturshús og ný kirkja meðan sr. Kristinn og Anna voru þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.