Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 9
flsor mr'TA nr mrnrmiMMiiP nmi im/nMnw
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
tvítug þá fer ég á skemmtistaði.
Auðvitað kom fyrir að maður reyndi
að komast inn hér og þar en oft
gekk það ekki og þá sneri maður frá
við svo búið, ég stóð aldrei í neinu
stappi eins og sumir gerðu.“
Hvað snertir sumarvinnu þá hefur
Sigríður unnið mest á fyrrgreindum
veitingahúsum en eitt sumar var hún
þó við jarðarbeijatínslu í Noregi.
„Ég fór með vinkonu minni til
Þrándheims og tíndi þar jarðarber
sem vaxa þar nokkuð vel. Það var
æðislega gaman. Við vorum fimmtán
sem vorum að tína, bæði útlendingar
og Norðmenn. Ég kynntist útlend-
ingunum meira en mér virtust norsk-
ir unglingar vera svipaðir þeim
íslensku."
í samtali okkar Sigríðar kemur
fram að fátt eitt af því fólki sem er
með henni í bekk „er á föstu" og
aðeins ein hefur eignast bam. Helst
er Sigríður á því að ungt fólk í dag
vilji fremur sjá sig um og upplifa
eitt og annað en binda sig snemma
yfir bömum og heimili. „Kannski
stefna fleiri hærra en áður var,“ seg-
ir hún. „Fólk vill læra eitthvað og
verða eitthvað áður en það fer að
standa í búskap og Íbúðarícaupum."
Sigríður reykir ekki og þannig er
því raunar háttað með flest alla í
hennar bekk, það em aðeins örfáir
sem reykja í bekknum. Hins vegar
er annað uppi á teningnum þegar
áfengi er annars vegar, þar eru hlut-
föllin öfug, aðeins einn sem ekki
bragðar vín. Eiturlyfjum segist
Sigriður aldrei hafa kynnst og engan
þekkt sem hún viti til að hafi notað
þau. Þegar talið berst að framtíðar-
horfunum þá er aðeins eitt ákveðið,
Sigríður ætlar að taka sér frí í eitt
ár frá námi: „Annars er ég alveg
óráðin hvað ég ætla að taka mér
fyrir hendur kannski fer ég í hjúkr-
unarfræði. Ég get vel ímyndað mér
að hjúkmn sé starf sem gefi mikið
og þroski fólk. En það er líka margt
annað sem getur komið til greina svo
ég ætla bara að hugsa málið í nokk-
um tfma,“ segir Sigríður að lokum.
Þegar ég yfirgef þær systur em
þær báðar sestar við námsbækumar
enda skóli snemma að morgni. Þegar
ég geng út á götuna verður mér
hugsað til orða Sigríðar fyrr um
kvöldið: „Mér fínnst það mjög skrítin
tilfinning að hugsa til þess að þetta
séu síðustu dagamir sem maður er
að labba í skólann, ég fínn til saknað-
ar þegar ég hugsa til þess að kveðja
skólann og krakkana en jafnframt
til gleðikenndar að vera nú loksins
að ljúka við menntaskólanámið."
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Japanskir
vísindamenn:
Jörðin eldri
en áður talið
Tókíó, Reuter.
JAPANSKIR vísindamenn segja
að nýjar rannsóknir á demöntum
í Afríku bendi til að jörðin sé
eldri en menn töldu.
Sólkerfísfræðingurinn Minom
Kojima frá háskólanum í Tókíó seg-
ir sig og samstarfsmenn sína hafa
fundið 10 litla demanta f Zaire sem
em sex milljarða ára gamlir. Sam-
kvæmt kenningu sem flestir
vísindamenn aðhyllast em jörðin og
aðrar reikistjömur í sólkerfi okkar
4,5-4,6 milljarða ára gamlar, segir
Kojima.
Kojima sagði að aldur demant-
anna hefði verið áætlaður með hjálp
kalíum-argon-aðferðar. Hann sagð-
ist ekki kunna neina skýringu á því
að demantamir virtust eldri en jörð-
in er talin.
Dýragarður
í Englandi:
Ljónin sett
á pilluna
Longleat á Englandi, Reuter.
Forsvarsmenn dýragarðs í
Englandi hafa gripið til þess
ráðs vegna viðkomu ljónanna
í garðinum að gefa þeim
getnaðarvamarpillur.
Tíu af 45 ljónynjum í garðin-
um verða settar á pilluna og
vara áhrif hennar í þrjú til fjög-
ur ár. „Viðkoman hjá ljónunum
er eins og hjá kanínum. Við
verðum að gera eitthvað," sagði
talsmaður dýragarðsins. Pillun-
um verður komið fyrir undir
skinni ljónynjanna.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Nicolas Cage og Cher f hlutverkm sínum í kvikmyndinni „Moons-
truck“.
Bíóborgin frumsýnir
kvikmyndina „Moonstruck“
BÍÓBORGIN frumsýnir í dag
kvikmyndina „Moonstruck“ sem
hlotið hefur 6 tilnefningar til
Óskarsverðlauna. Aðalhlutverk
leikur Cher og leikstjóri er Nor-
man Jewisson.
Myndin segir frá ítalskri ekkju
sem býr í ítalska hverfinu í New
York og er hún leikin af Cher.
Hún lendir oft á tiðum í fyndnum
samskiptum við hitt kynið og
ættingja sína.
(Úr fréttatilkynningu)
Nú höfum við flutt okkur úr Ármúlanum inn að Sundum.
Nýja heimilisfangið er því svohljóðandi:
Nathan & Olsen
Vatnagarðar 20 • Pósthólf 4240 • 124 Reykjavík
Símanúmerið er óbreytt: 681234
Starfsfólk Nathan & Oísen
Nathan &
Olsen hf