Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 B 13 lord í dökkbláum jakkafötum með fínröndótt fölbleikt bindi í í ítölskum svörtum skóm. Ljós lokkur datt fram á ennið og hann skaut fram hökunni um leið og hann horfði yfirlætislega og í senn þreytulega yfír salinn. „Þú ert dálftð þreyttur? áræddi ég að segja. — „Þreyttur?" endurtók hann og horfði á mig þess- um köldu augum aðalsmannsins — og er það eitthvað skrýtið, ég þurfti að taka allt í gegn heima áður enn ég fór, skúra og Svoleiðis." Dömumar stóðu í smáhópum guðdómlega grannar og vel vaxnar með eldrauðar varir og köstuðu til höfðinu þannig að haddur þeirra hrundi yfir herðamar. Piltamir gutu á þær augum og kreistu hnef- ana, einkum sjöundubekkingar sem voru ekki sérlega háir til hnésins. Skemmtiatriðin voru að byija og formaður árshátíðamefndar, hár og huggulegur piltur með ámálað franskt yfirvararskegg, hneigði sig kurteislega fyrir mér og bauð mér af lítillæti að stíga inn í salinn og njóta kvöldsins. Seinna, þegar dansinn dunaði, neytti ég færis og dró afsíðis Ijögur ungmenni sem höfðu ákveðið blik í .augunum og virtust þessleg að hafa eitthvað til málanna að leggja. í fótspor uppalandans Við settumst inn í yfírgefna kennslustofu og þau horfðu á mig björtum augum unglingsins og ræsktu sig hvert í kapp við annað, Halldór Backman og Björg Þor- steinsdóttir í 9. bekk og Guðrún Skúladóttir og Ingvi Steinar Ólafs- son í 8. bekk. — Krakkar, það er talað um að þið hafið svo mikla fiárþörf? Þau líta hvert á annað en svara engu, enda finnst þeim þetta engin spum- ing. Ég reyni aftur. — Fáið þið ekki alltof mikla pen- inga? Þurfa foreldrar ykkar ekki að vinna mikið til að geta skaffað ykkur þetta allt? Nú taka þau við sér. „Það fer náttúriega eftir launum hvers og villu og sportbíl? Halldór bætir hraðmæltur við: „Já,er það ekki bara Ferrari?" „Ég hefði ekkert á móti því," segir Ingvi Steinar góðlátlega, en hvað varðar frístundir, ég hugsa að ég muni bara vinna... er það ekki það sem fullorðna fólkið gerir í frístundum?" „Ég mun víst varia búa í villu, segir Guðrún, en ég ætla í hag- fræði, stunda skíði og heilsurækt í frístundum, ég hef ekkert á móti því að gifta mig, en ég er ekki viss um að ég vilji eignast böm. En kannski ég ættleiði böm frá Afríku sem þurfa á heimili að halda." — Þið hafið ekki neitt á móti hjónabandinu? „Nei, alls ekki.“ „Óvígð sambúð er ekki mjög heppileg," segir Björg, „en hvað mig varðar þá ætla ég að verða að fara í langskólanám, eða eru ekki hvött til þess.“ Halldór: „Sumir em líka fátækir en sætta sig ekki við fátæktina og rífa sig upp úr henni með því að mennta sig. En eitt finnst mér fár- ánlegt, það er þegar venjulegur verkamaður vinnur myrkranna á milli til þess að geta keypt af- mglara, tvo bíla og þess háttar. Það er allt f lagi að kaupa en mað- ur verður þá að hafa efni á því. Það er greinilegt að þeim ofbýður flottræfilshátturinn. Ingvi Steinar: „Ég held að illa menntað fólk geri sér síður grein fyrir því að það er ekki nauðsynlegt að eignast alla hluti." Guðrún: „Hugsið ykkur, einn kennarinn minn er ekki með sjón- varp! Hún er bara að gera eitthvað menningarlegt meðan aðrir glápa á sjónvarpið." Þau em full aðdáunar á þessum Ingvi Steinar með Guðrúnu (til vinstri) og Bjjörgu. (EÐA BORN GLAIJMBÆJARKYNSLOÐARINNAR?) eins hvað hann getur látið bamið sitt hafa af peningum," segir Hall- dór. „Jú, foreldrar okkar vinna mik- ið, segja Ingvi Steinar og Guðrún, og kannski þyrftu þau ekki að vinna svona mikið ef við værum ekki.“ Og þau líta niður. „Ég er nú alveg viss um að þau myndu vinna svona samt, hvort sem við væmm eða ekki,“ segir Björg þurrlega, „það er svo hár lífsstandardinn hérna." — Ætlið þið að vinna mikið þeg- ar þið verðið fullorðin? „Já, ef vinnan er skemmtileg," svarar Guðrún að bragði. — Hvernig viljið þið nú hafa ykk- ar framtíð? Ætlið þið að læra eitt- hvað, giftast, eignast böm, hvar ætlið þið að búa, og hvemig ætlið þið að eyða frístundum ykkar? Ingvi Steinar segist ömgglega ætla að mennta sig og fara í háskól- ann', hann hafi ekkert á móti því að giftast og eignast svona eins og þijú böm, hvar hann ætli að búa fari eftir efnahag, þó vill hann ekki búa á neinum skítastað. — Þig dreymir ekki um stóra læknir. Sennilega mun ég búa í leiguíbúð, því ég ætla í langt fram- haldsnám og verð varia búin að læra fyrr en 35 ára. Nú ef ég geng út þá vil ég endilega eignast fullt af bömum. Og frístundir? Ja, hesta- mennska, hugsa ég.“ „Ég ætla að verða hagfræðingur eða verkfræðingur,** segir Halldór þegar ég horfi á hann — „svo ætla ég að stunda íþróttir og hlusta á tónlist í frístundum.“ Og hann hefur heldur ekkert á móti því að giftast og eignast svona eins og tvö til þijú böm. Það kemur á óvart hversu ákveð- in þau em í að mennta sig og fram- tíðarstarfíð er svo sem ekkert lág- iaunastarf. Hver hefur komið þessu inn í kollinn á þeim? Guðrún: „Foreldrar mínir hafa sagt að góð leið til lífsins sé að læra.“ Halldór: „Já, maður leitast við að feta í fótspor uppalandans." Guðrún: „í litlum sjávarþlássum er þetta oft öðmvísi, þar hafa krakkar kannski ekki tækifæri til hugsunarhætti kennarans. Eg spyr þau hvað þau haldi að sé það versta sem komið gæti fyrir þjóðfélagið. „Kjamorkustríð," svara þau öll að bragði. Þau rökræða ákaft um vopna- burð stórveldanna og em alls ekk- ert illa að sér í heimspólitíkinni. Þau segja að innst inni séu þau alltaf hrædd við kjamorkustríð og hugsi oft um það. Þau em sam- mála því að allar kreppur mundu þau lifa af, það gerði ekkert til þótt þau þyrftu að fara í torfbæina aftur, bara ekki stríð. Halldór: „Amma mín sem dó nýlega bjó í torfbæ. Það er nú ekki lengra síðan.“ En hvemig em tengsl þeirra við afa og ömu, fara þau oft í heim- sókn? Þau segjast oft fara í heimsókn til afa og ömmu og þeim fínnist það gaman því þeim líði vel innan um eldra fólk. Oftast fara þau þó með foreldmm sínum. Ein amman á bíl og kemur bara sjálf. — Finnst ykkur vel búið elö öldmðum? Guðrún: „Ég held það sé lítið gert fyrir aldrað fólk, annars veit maður svo lítið því það fær svo litla umfjöllun í fiölmiðlum." Björg: „Það vantar meira fyrir það að gera. Einnig þyrfti félagslíf- ið að vera virkara." Halldór: „Mér fínnst oft eins og aldraðir skammist sín fyrir að vera gamlir." Björg: „Samt er þetta þeirra þjóðfélag. En frekjan er svo mikil í unga fólkinu." Ekkiofnúld — Hugsið þið vel um heilsuna? Ingvi Steinar: „Maður er nú neyddur til þess heima." Halldór: „Já, já, éta fisk sex siún- um í viku ... Guðrún: „... að drekka hreinan safa.“ Björg: „Afi var nú reyndar heilsufrík..." Sjoppufæði reyna þau að forðast að sögn, en hafa þó oggulitlar áhyggjur af of mikiu gosdrykkja- þambi. Halldór: „Það hefur verið gert svo mikið heilsuátak. Það var til dæmis reykt miklu meira þegar pabbi minn var ungur.“ Björg: „Nú er litið niður á þá sem reykja. Vonandi er það ekki bara tískusveifla sem gengur yfír.“ Þegar þau em spurð um áfengis- notkun, þá segja þau að hún sé nokkur, en að partýin séu alls ekki eins og sýnt var í sjónvarpsmynd síðastliðið haust. „Af hveiju er allt- af verið að ýkja svona?" spyr Guð- rún. Ingvi Steinar „Þessir menn hafa bara einhveijar ákveðnar hugmynd- ir um unglinga. Ef einhver gerir eitthvað af sér, þá er því slegið upp á forsíðum dagblaðanna og fiallað um alla unglinga borgarinnar eins og gorillur sem ganga berserks- gang.“ Björg: „Ekki em allir fullorðnir dærndir eftir einum, eða hvað?“ í framhaldi af þessu ræða þau um félagsmiðstöðvar og hversu gott það væri að hafa eina slíka í hveiju hverfi, en Guðrúnu finnst að unglingar eigi þó ekki að láta aðra alltaf skemmta sér. — Við fullorðna fólkið vomm svo ákaflega ljóðelsk og skáldmælt þeg- ar við voram ung, hvemig er það með ykkur? Björg: „Jú, ég samdi eitt sinn ljóð á búnaðarþingi." Halldór: „Ég hef samið texta við lag, órímað reyndar." Ingvi Steinan „Er maður ekki neyddur til þess í íslenskunni?" Guðrún: „Æ, ég er svo pennalöt." — Horfið þið mikið á sjónvarp? Ingvi Steinar: „Já, maður situr stundum alveg fastur, yfír Þingsjá og öllu saman.“ — Menn hafa þungar áhyggjur af íslenskukunnáttu ykkar. Halldór. „Nú, það er enska í skól- anum, enska í sjónvarpinu, enska út um allt. Það væri mjög slæmt ef við töpuðum niður málinu okkar." Björg: „Oft er lítill áhugi foreldra fyrir því að hafa gott mál fyrir bömum sínum.“ Guðrún: „Ef þeir tala gott mál þá gera bömin það oftast líka.“ Ingvi Steinar. „Ég er ailtaf leið- réttur.“ Björg: „Það þyrfti að matreiða þetta öðravísi. Lesa meira af bók- • menntum, byija fyrr með bók- menntakennslu." Halldór „Hafa skyldulestur í bókmenntum, lesa þijár bækur í sjöunda bekk, flórar í áttunda og fimm í níunda." — Samviskuspuming krakkar, hvemig eiga foreldrar að vera? Halldór: „Skilningsrík, en ekki of mild." Ingvi Steinar: „Nútímaleg í hugs- un.“ Guðrún: „Vera vel að sér.“ Björg: „Gefa sér tíma fyrir okk- ur.“ Halldór: „Það er nú oft erfítt fyrir unglinga að ná sambandi við SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.