Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
as
A DROTONSWGI
Umsj'ón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Séra Kristján Valur Ingólfsson
Þorbjörg Daníelsdóttir
„Á sandi byggði heimskur maður hús.“ Bamamessa sungin af gleði og þrótti undir forystu séra Gunnars Björnssonar.
Mömmur, afar, börn og Biblían
Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar
birtum við hér viðtal við Jóhönnu
Zimsen um kosti kristins uppeldis
og ráð til foreldra, sem vildu
kenna bömum sfnum kristna trú.
Nokkrir hafa haft orð á því síðan
að vert væri að hvetja fólk enn
frekar til að fara með bömin sín
í kirkju og kenna þeim bænir og
lesa þeim sögur úr Biblíunni. Þau
töldu eins og Jóhanna að margir
foreldrar vildu í rauninni að böm-
in þeirra kynntust kristinni trú
og lærðu hana en vissu varla sjálf
hvemig þau ættu að fara að því.
Ég átti um daginn tal við hóp
af fólki um þetta allt. Ein móðirin
sagði að hún sendi bömin sín allt-
af í sunnudagaskóla og þyrfti
reyndar ekki að hvetja þau því
þau væm ólm í að fara þangað.
Hins vegar færi hún sjaldnar með
þeim en hún ætti að gera og færi
sárasjaldan í kirkju þótt hún vildi
dýpzt í hjarta sínu vera kirkjuræk-
in. Þetta stafaði af því að hún
væri ekki alin upp við kirkjusókn
og þar, sem hún ólst upp, var
enginn sunnudagaskóli, sem
krakkar gátu sótt á eigin spýtur.
Einn feðranna sagði að hann teldi
nauðsynlegt að heimilin sendu
bömin í sunnudagaskóla svo að
fermingin yrði ekki eins og ein-
hver óvæntur viðburður í lífi
þeirra heldur framhald af langri
og góðri sunnudagaskólasókn eða
kirkjusókn með foreldmnum.
Á annan páskadag var bama-
guðsþjónusta í FWkirkjunni kl. 11..
Eg hugði að örlítil frásaga um
hana gæti orðið hvatning til
kirkjusóknar, til kristins uppeldis,
til að sækjast eftir hinum djúpu
sanníndum kristinnar trúar.
Skyldi fátt? hugsaði ég með mér
á leiðinni.. Þau, sem varla fara
nokkum tíma í kirkju, guma
nefnilega af lítilli kirkjusókn. Sum
þeirrá hafa sagt mér að í
Reykjavík væm flestir bekkir gal-
tómir í kirkjum jafnvel þótt fáein-
ar manneskjur væm í óðaönn að
halda messu. Það var ekki fátt.
Föngulegur fjöldi fólks á öllum
aldri sat á beklcjunum og það
vakti athygli mína að afar og feð-
ur vom þar engu síður en ömmur
og mæður. Það er svo oft sagt
að þeir sitji heima meðan þær
fara í kirkju. Kannski er það nú
reyndar stundum satt.
Ég kunni fyrsta sálminn, sem
var úr „fullorðinsbókinni" eins og
presturinn, séra Gunnar Bjöms-
son, sagði. Þess vegna gat ég
gægzt varlega um kirkjuna meðan
við sungum. Nei, er ekki Sigríður
þama, hugsaði ég, og Benedikt,
og hann og hún, fólk, sem ég
þekkti svo vei í sjón þótt ég viti
ekki hvað það heitir. Mikið er
þetta huggulegt. Mér þykir alltaf
svo gott að vera í kirkju með
fólki, sem ég kannast við.
Fullorðinsbókin kom í hendur
mínar fyrir tilstuðlan safnaðarfor-
mannsins, Gísla ísleifssonar, lög-
fræðings. Hann heilsaði mér í for-
kirkjunni, bauð mig velkomna og
afhenti mér kirkjusálmabókina,
söngbók KFUM og fjölrituð söng-
blöð. Séra Gúnnar stikaði syngj-
andi fTam gólfið og bauð mig
hljóðlega velkomna. Mér þótti
vænt ura það. Hann hrópaði líka
seinna til lítilla stelpna, sem komu
allseint og settust aftast eins og
ég, bauð þær velkomnar og innti
þær eftir því hvort þær hefðu átt
afmæli frá síðustu bamamessu.
Þá áttu þær nefnilega að fá ör-
litla afmælisgjöf frá söfnuðinum
eins og hin bömin, sem höfðu átt
afmæli.
Því segi égykkur, kæru lesend-
ur, frá gleði minni yfir þessum
góðu móttökum, að mér fínnst það
ævinlega stór þáttur guðsþjón-
ustunnar að finna að við emm
velkomin. Við emm komin f kirkju
með fólki, sem er fegið því að við
komum og við fínnum sjálf til
samhugs með þessu fólki. Ég tel
að það sé undur þýðingarmikið.
Nú segja það sum að þau fari
hreint ekki í kirkju til að taka þar
eftir hinum heldur til að vera þar
ein með Guði. Ég hef meira að
segja heyrt. fólk segja að það
veitti því enga eftirtekt hveijir séu
komnir með þeim til guðsþjón-
ustu. Ég held samt að þeim hljóti
að þykja vænt um að vera velkom-
in til þess safnaðar, sem heldur
guðsþjónustuna og gefur þeim
tækifæri til að sitja þar ótmfluð
í samfélagi Drottins.
Séra Gunnar kennir bömunum
vers Hallgríms Péturssonar, les
páskaguðspjallið fyrir okkur og
segir frá því með því að bregða
Ég fór niður í Kirkjuhús, verzl-
un kirkjunnar á Klapparstíg 27,
skyggndist um í bókahillum og
talaði við Guðrúnu Bjamadóttur,
verzlunarstjóra, til að fá upplýs-
ingar um bækur, sem gagnlegar
upp myndum á töflu. Hann talar
um lífið og dauðann, segir að þau
sem lifi af fullum krafti óttist sízt
dauðann. Talar um lífið, sem Jes-
ús gefi lffí okkar. Bömin sitja á
gólfinu framan við töfluna og svo
syngja þau hreyfisöngva. Þau,
sem vilja koma, koma svo til
þeirra og við syngjum af blöðun-
um. Orgelleikari kirkjunnar, Pável
Smid, leikur á píanó undir allan
sönginn, samt í þeirri tónhæð, að
við, nokksar konur, sem stöndum
í hóp, syngjum áttund neðar. Við
syngjum ný lög og lög, sem voru
sungin í sunnudagaskólanum I
KFUM og K fyrir löngu. Brátt
er messan búin, séra Gunnar seg-
ir frá einhveiju óvæntu sem bíði
við dymar og það reynist fjöldinn
allur af poppkornspokum, sem
þau Gísli og Edda Ámadóttir
kirkjuvörður úthluta. Fólk spjallar
saman og svo dreifast konur með
kerrur, feður og mæður, afar og
ömmur og annað fólk og allslags
krakkar út Fríkirkjuveginn,
hverfa fyrir hom eða upp í bíla.
Þetta var frásaga af morgun-
stund f Fríkirkjunni.. Hún gæti
allt eins verið frá kirkju fyrir aust-
an eða vestan eða einhvers staðar
norður í landi. Bamaguðsþjón-
ustur og sunnudagaskólar em
haldnir úti um allt landið allan
veturinn, stundir svipaðar þessari,
þar sem fólk fínnur að það er
velkomið og hinir eru fegnir að
það kom. Stundir, þar sem talað
er og sungið um Jesúm, skapar-
ann og heilagan anda og boðskap-
ur hinna djúpu kristnu lífssann-
inda gefinn í nesti til næstu daga
og vikna.
„Við eigum gott héma í sókn-
inni,“ sagði kona úti á landi. „Við
þurfum ekki að keyra bömin okk-
ar nema þennan stutta spöl í
kirkjuskólann og þar bíður prest-
urinn eftir okkur með sögur úr
Biblíunni, sem bömin skilja svo
vel, og söngvana, sem þeim þykir
svo gaman að syngja. Mikið þakka
ég Guði oft fyrir kirkjuskólann,
hann hjálpar mér til að ala upp
bömin mín.“ Með þeim orðum
sendum við sunnudagaskólakveðj-
ur, kirlcjuskólakveðjur og bama-
messukveðjur til allra safnaða og
presta.
eru til að lesa með bömum. Við
sendum ykkur lista yfir nokkrar
þeirra en fleiri eru þar í hillum:
BARNAVERS, sem Sigurbjöm
Einarsson biskup tók saman. Bók-
in er gefín út af Setbergi og kost-
ar 165 krónur.
DAGLEGAR BÆNIR FYRIR
UNG BÖRN. Það er kaþólska
kirkjan á íslandi, sem gefur þær
út og þær kosta 75 krónur.
PERLUR í útgáfu Hvítasunnu-
hreyfingarinnar. Perlubækumar
em margar, þeirra á meðal er
Faðir vor og aðrar bænir. Hún
kostar 125 krónur.
BARNABIBLÍAN, sem Skál-
holt gaf út og kostar 780 krónur.
BÆNABÓK í þýðingu séra
Jóns Bjarman. Æskulýðsnefnd
þjóðkirkjunnar gaf bókina út og
hún kostar 250 krónur.
Af öðrum bókum nefni ég í
FYLGD MEÐ JESÚ og JESÚS
FRÁ NASARET, sem báðar eru
fallegar bækur með myndum.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: Sálm. 23.1—4: Drottinn er minn hirðir.
Mánudagur: 1. Pét. 2.21—25: í fótspor Krists.
Þríðjudagur: Jóh. 10.11—16: Jesús, góði hirðirinn.
Miðvikudagur: Esekíel 34.11—16: Góði hirðirinn.
Fimmtudagur: 1. Pét. 5.1—4: Verið algáð.
Föstudagur: Jóh. 10.22—30: Mínir sauðir heyra raust mína.
Laugardagur: Jóh. 10.1—10: Líf í fullri gnægð.
Næsti sunnudagur er 2. sunnudagur eftir páska. Litur hans
er hvítur, tákn gleðinnar, svo sem á öllum sunnudögum milli
páska og hvítasunnu. Nú hvetur kirkjan okkur til að lifa í upp-
risugleðinni og blanda henni inn í allan hversdag okkar. Með
biblíulestrum vikunnar gefst okkur tækifæri til að undirbúa
okkur undir messuna á sunnudaginn og ég óska ykkur gleðilegr-
ar viku.
BÓKALISTI