Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 17
•8®ei .ltcHA .OrHUOAHGMMUE .dlQAJHMUDHGlT
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
3 M
B 17
SKRANINGISUMARNAM
SKRANING í sumarnám í uppeld-
is- og kennslufræðum til kennslu-
réttinda við félagsvisindadeild
Háskóla íslands er nú að hefjast.
Á undanfomum árum hefur öðru
hveiju verið unnt að stunda nám í
uppeldis- og kennslufræðum við
Háskóla íslands að sumarlagi auk
reglubundins vetramáms. f bytjun
var um að ræða nám sem skipulagt
var sérstaklega fyrir starfandi kenn-
ara, en undanfarin fjögur ár hafa
námskeið sem kennd em að sumrinu
verið skipulögð með sama hætti og
sömu námskeið að vetrinum og nám-
ið hefur verið opið jafnt reyndum
kennumm sem stúdentum. Hægt er
að taka meginhluta námsins á tveim
summm, taka má allt námið á hálf-
um vetri auk sumars og einnig er
mögulegt að dreifa því á eitt sumar
og heilan vetur.
Sumarið 1988 verða eftirtalin
námskeið kennd:
Hagnýt kennslufræði (5 ein.) 30.
maí til 15. júní. Próf 23. júní. Mat
og skólastarf (3. ein.) 29. júní til
12. júlí. Próf 20. júlí. Hluti nám-
skeiðsins Kennsla, þ.e. námskeið í
nýsitækni 24., 27. og 28. júní; dæmi-
kennsla sem er 16 stunda námskeið;
tvær vettvangsferðir; undirbúningur
og skipulag æfingakennslu.
Nám þetta er ætlað þeim sem
þegar hafa lokið háskólaprófi eða
em í háskólanámi. Námskeiðaskrán-
ing fer fram í nemendaskrá háskól-
ans 11. til 15. apríl kl. 10—12 og
13—15. Skrásetning í háskólann fyr-
ir þá sem ekki em þegar skráðir fer
fram sömu daga í aðalskrifstofu
háskólans og þar fást umsókna-
reyðublöð (skráningargjald fyrir þá
er kr. 1.900.-).
Þeim sem þegar hafa lokið hluta
af náminu í uppeldis- og kennslu-
fræðum, en eiga ofannefnd nám-
skeið eftir, skal bent á að næsta
haust verður náminu breytt talsvert
og því hentugra fyrir þá aðila að
ljúka náminu áður en þær breyting-
ar ganga í garð. Breytingamar fel-
ast í því að verklegi þátturinn stækk-
ar, bætt er við námskeiðum í
kennslufræði sex námsgreina og
fræðileg námskeið minnka.
Nemum er boðin vist á stúdenta-
garði og er öllum veitt úrlausn ef
umsókn berst á réttum tíma. Að
þessu sinni þarf umsókn að berast
Félagsstofnun stúdenta fyrir 10.
maí.
(Fréttatilkynning frá félagsvisindadeild)
bylting í notkun tölva
Ótrúleg fjölbreytni þessa nýja kerfis er brotin til
mergjar á skemrotilegu námskeiöi.
Dagskrá:
’ HyperCard og fylgihlutir
’ Teiknikerfið HyperCard
’ Mynda- og gagnasöfn
* Gerð eigin HyperCard kerfa
’ Forritunarmálið HyperTalk
Sídegis- og kvöldnámskeið
Næstu námskeið hefjast 18. apríl.
Halldór Krístjánsson
verkfræðingur
Tolvu-og
verkfræðiþjónustan
V/SA
Grensásvegi 16, slmi 68 80 90, einnig um helgar
raða Lottómiði
Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raðir á sama miðanum til hagræðingar fyrir alla Lottóleikendur.
Eftir sem áður er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni.
Hærri vinningar!
Hærri vinningar!
Með leiðréttingu í samræmi við
verðlagsþróun munu vinningar
hækka að meðaltali um 20% og er
það fyrsta verðbreyting frá því
Lottóið hóf göngu sína í nóvember
1986.
Hver leikröð kostar nú 30 krónur!
Nældu þér í nýjan miða á næsta sölustað!
Upplýsingasími: 685111