Morgunblaðið - 10.04.1988, Blaðsíða 14
14 B
B 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
foreldra sína, sem koma þreyttir
heim seint í kvöldmatinn og hlusta
á fréttimar meðan verið er að
borða. Þá má enginn segja orð.
Síðan horfa þau á fréttimar í sjón-
varpinu klukkan hálf átta og siðan
aftur klukkan átta. Svo kemur bara
eitthvað annað."
Ingvi Steinar; „Svo loksins þegar
þau hafa tíma fyrir okkur, þá emm
við kannski búin að ákveða eitthvað
allt annað en verðum samt að fóma
okkar tíma, af því að það hentar
svo.“
Og þessu em þau öll sammála.
En nú fara þau að ókyrrast. Stuð-
ið er í hámarki og húsið skelfur
engu minna en Glaumbær gamli
gerði forðum daga. Hávaðinn er
ærandi og maður tekur um eymn
og hleypur um skólann í leit að
yfirkennaranum til að fá nú hans
álit á ungdómnum:
Unglingar eins og hljóðfæri
Yfírkennari skólans, Daníel
Gunnarsson, hefur kennt ungling-
um í nær 15 ár og haft umsjón
með félagslífí þeirra.
— Daníel, em unglingar núna
eitthvað öðmvísi en þeir vom þegar
þú byijaðir að kenna?
„Þau em ósköp svipuð held ég,
en þau hafa jákvæðara gildismat
núna, til dæmis hvað snertir hrein-
læti og umhirðu, þau hugsa betur
um heilsuna og bera meiri virðingu
fyrir sjálfum sér. Þau virðast líta
jákvæðari augum á samfélagið, og
það er minni orka sem fer í átök
við það.
En aftur á móti em þau upptekn-
ari af hinu veraldlega, það sló mig
dálítið þegar þau vom að undirbúa
árshátíðina núna og vildu endilega
hafa verð aðgöngumiða hátt því það
átti að gera hátíðina eftirsóknar-
verðari."
— Það er rætt um óvenjumikla
ijárþörf?
„Það er eftiröpun af heimi for-
eldranna. Sú kynslóð er búin að
innræta virðingu fyrir öllu því sem
kostar nógu mikla peninga. Hef-
urðu ekki tekið eftir því hvað það
er lítið orðið um að menn geri hver
öðmm greiða? Það er alltaf verið
að selja vinnu, menn hreyfa sig
ekki nema fá borgað fyrir. Og það
er okkar kynslóð sem hefur innleitt
þennan hugsunarhátt."
— Hvað fínnst þér um að þau
vinni með skólanum?
„Hér er ábyrgð foreldra mikil,
en þau láta oft undan bömum sínum
þegar þau vilja vinna með skólan-
um. Bömin em líka búin að taka
þátt í þessu samkeppnisþjóðfélagi
iengi. En skólinn á að vera fullt
starf, og það þarf líka að vera eitt-
hvað þrek eftir fyrir tómstundir og
félagsstarf."
— Þú lætur þau sjálf bera ábyrgð
á árshátíðinni sinni, sjá um að
áfengi sé ekki haft um hönd og svo
framvegis?
„Það er undantekning ef ungl-
ingur bregst ábyrgð. Annars er
umfjöllun um' unglinga eingöngu
tvenns konar. í fyrsta lagi ef um
er að ræða einhver íþróttaafrek, og
í öðm lagi ef um er að ræða af-
brota- eða ólánsunglinga. Aðrir
unglingar eiga ekki aðgang að fjöl-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
miðlum. Um hinn venjulega ungling
er aldrei talað, heilbrigðan ungling
sem ræktar manninn í sjálfum sér.“
— Hafa þau meiri metnað núna?
„Það er ég ekki viss um. Kannski
meiri ró yfír þeim, þau em opnari
og að mörgu leyti réttlátari þótt
þau geti auðvitað verið dómhörð."
— Em þau frek ogyfírgangssöm?
„Ef þau em það þá er það vegna
þess að foreldrar þora ekki að segja
nei, þeim fínnst auðveldara að gefa
þeim ábyrgðarlaust frelsi. Þeir rétt-
læta afskiptaleysi sitt með þessu
tali um frelsi unglinganna, en það
er ódýr lausn, því með því em þeir
að varpa ábyrgðinni frá sér og þetta
frelsi sem þeir kalla, er ekkert ann-
að en byrði sem unglingar em að
kikna undan.
Það er sorglegt hversu gegnsæj-
ar persónur unglingar em, því bæði
má sjá í gegnum þá erfíðleika sem
em heima fyrir, og svo ef þeir em
undir áhrifum frá öðmm hópnum,
þá þora þeir ekki að vera þeir sjálf-
ir.“
Hvemig á að koma fram við
unglinga Daníel?
„Þú færð það viðmót til baka sem
þú sýnir. Unglingar em eins og
hljóðfæri, ef þú spilar falska nótu
þá verður útkoman eftir því. Það á
að tala við ungling sem einstakling
og mann, tala aldrei niður til þeirra.
Bera virðingu fyrir þeim og virða
þeirra skoðanir. Vera samt óhrædd
að segja nei ef þess gerist þörf, ef
umræða dugir ekki, þá gildir for-
eldravaldið.
Svo á maður ekki að vera að
skipta sér af því sem manni kemur
ekki við. Vera ekki að nöldra yfír
smámunum í fari þeirra. Það er
víst ýmislegt í fari okkar sem hægt
væri að nöldra yfír.
Texti: Kristín Maija
Myndir: Bjarni Eiríksson
Fótaaðgerðarstofa
Guðrúnar
Laugavegi 91,2. hæð.
Tímapantanir í síma 14192.
Guðrún Ruth,
fótasérfræóingur.
omRon
AFGREIÐSLUKASSAR
Börn eru viðkvæmari fyrirþví að vera án
réttrar næringar en fullorðið fólk.
Skorturá næringarefnum hamlarþroska
þeirra.
3
S
Kalk er algengasta steinefnið í líkamanum.
Kalk er nauðsynlegt til þess að tennur ojg bein
nái fullri stærð, þéttleika og styrk. An
mjólkurmatar er nær ógerlegt að fullnægja
kalkþörfinni og tryggja jafnframt önnur
næringarefni í nægilegum mæli.
Til þess að beinabygging verði eðlileg þarf
hlutfall hinna ýmsu steinefna að vera rétt.
í mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð.
2glös afnýmjólk gefa 1 -3ja ára börnum um
50% af RDS A-vítamíns. Það vítamín er
stundum nefntslímhúðarvítamínið, því að
það endurnýjarslímhúðina og verokkur
þannig gegn utanaðkomandi sjúkdómum.
Prótein eraðalbyggingarefni líkamans.
Próteinið í mjólk er hágæðaprótein og eitt það
besta sem völ er á.
Lýsi og mjólk vinna mjög velsaman.
D-vítamínið ílýsinu hjálpar til við að nýta
kalkið úrmjólkinni.
Börn með eðlilegan vöxt þurfa á
hitaeiningum og fitu úrnýmjólk að halda.
Neyslafituskertrarmjólkurgetursviptsum
börn nauðsynlegri orku. Orkuþörf 1 -3ja ára
bams er allt að þreföld orkuþörf fullorðinna
miðað viðþyngd.
í mjólkinnieru B vítamín sem eru
nauðsynleg fyrirþá sem eru í örum vexti til
þess að geta myndað erfðaefni fyrirnýjar
frumur.
Hún á allt
það besta
skilið
Fyrstu árin í lífi barns geta skipt sköpum um
framtíð þess. Sú undirstaða sem þá er lögð
þarf að vera það traust að á henni sé hægt að
byggja allt lífið.
Þennan mikilvæga tíma er þessi litla vera hins
vegar algerlega háð umönnun annarra. Vöxtur
hennar og þroski er á þeirra ábyrgð. Þegar
brjóstagjöf hættir skiptir rétt fæðuval miklu máli.
Mjólk er einn mikilvægasti þátturinn í fjölbreyttu
fæðuvali barna. Auk þess að vera langmikil-
vægasti kalkgjafi okkar inniheldur hún í ein-
hverjum mæli öll mikilvægustu vítamín og
steinefni sem líkaminn þarfnast og verulegan
hluta snefilsteinefna. Hæfilegur skammtur af
nýmjólk fyrir 1 -3ja ára barn er 2-3 glös á dag.