Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 B 13 Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Veldi sólarinnar ★ ★ ★ Framsækin og metnaðarfull, en Spielberg kannski full hátíðlegur á hæstu nótunum. Konfekt fyrir aug- að - síður eyrað - og hinn ungi Christian Bale er eftirminnilegur í erfiðu aðalhlutverki. Mynd fyrir vandláta. -sv. Sjónvarpsfróttir ★ ★ ★ 1/2 Einstaklega skemmtileg og mein- fyndin rómantísk gamanmynd um fólk í sjónvarpsfréttum þar sem meiru máli skiptir að velja rétt bindi við jakkafötin en skrifa góða frétt. Holly Hunter, William Hurt og Al- bert Brooks fara á kostum og Jam- es L. Brooks leikstýrir af smekk- vísi, skynsemi og hugsun sem er sannarlega dýrmæt í því skel- þunna skemmtanafári sem imbinn heldur sífellt að fólki. -ai. Fullt tungl ★ ★ ★ Töfrandi rómantísk gamanmynd frá Norman Jewison með Cher í aðalhlutverkinu. Myndin fjallar um Ástina með stórum staf og Cher er ómótstæðileg. -ai. Þrír menn og barn ★ ★ ★ Þrír piparsveinar taka að sér sex mánaða gamla stúlku í þessari bráðskemmtilegu og indælu gam- anmynd sem byggð er á frönsku myndinni „Trois hommes et un couffin". Tom Selleck er senuþjóf- urinn. -ai. Wall Street ★ ★ ★ Nýjasta mynd Olivers Stones um völd og græðgi á Wall Street með Michael Douglas, Charlie Sheen og Daryl Hannah í aöalhlutverkum. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Metsölubók ★ ★ Brian Dennehy og James Woods eru ólíkir en góðir saman í þessari Wambaugh-legu félagamynd. Vondi gæinn á líka að vera góði gæinn en það gengur ekki upp í þessu tilfelli. Victoria Tennant er algjörlega útá þekju. -ai STJÖRNUBÍÓ Dauðadansinn ★ ★ 1/2 Norman Mailer hefur grimmt gam- an af að filma sína eigin skáldsögu með Ryan O’Neal í kynlífs- og morðmálum í þungskýjaðri sveit- inni. Sannarlega kjaftshögg á Amerískan hversdagsleika. -ai lllur grunur ★ ★ ★ Hæggeng á köflum og rokkar á milli drama, spennu og ástarsögu en kostir hennar sem spennu- myndar hafa vinninginn. -sv. BÍÓHÖLLIN Aftur til baka ★ V2 Döngunarlítill draugagangur þar sem handritshöfundar koma öllu í algjörar ógöngur. Heldur veik- burða leikhópur kann fátt til bjarg- ar. -sv. Fyrir borð ★ ★ 1/2 Létt, brosleg en vantar sterkari brodd. Hawn er ætíð skemmtun á að horfa en mætti að ósekju vera kröfuharðari á handritin. -sv. Hættuleg fegurð ★ ★ ★ Formúlan gengurfirnavel upp, ekki síst fyrir tilstuðlan Whoopi Gold- bergs sem á hér sinn langbesta gamanleik. -sv. Þrír menn og barn Sjá Bíóborgin. Þrumugnýr ★ ★ ★ Arnold Schwarzenegger á flótta í framtíðarþriller. Enn ein sem hittir í mark hjá Arnold. -ai. Spaceballs ★ ★ ★ Mel Brooks gerir grín að stjörn- ustríðs- og öðrum geimvísinda- myndum, framhaldsmyndum, leik- fangagerð og sölubrögðum í Holly- wood á sinn frábærlega geðveikis- lega máta. -ai. REGNBOGINN Hetjur himingeimsins ★ Að slepptum hriplekum sögu- þræði, síðustu mínúndunum og Dolph Lundgren í hlutverki Garps, má hafa gaman að Mattel leik- föngunum. -ai Gættu þín kona ★ 1/2 Mynd um konu sem kúguð er af kynferðislega brengluðum manni. Tekur á svolítið frumlegan hátt á kunnuglegu efni og vill gera vel en er illa leikin og á margan hátt hroð- virknislega gerð. -ai. Hentu mömmu af lestinni ★ ★ ★ Fyrsta bíómyndin sem Danny DeVito leikstýrir kemur mjög skemmtilega á óvart. Morð og meiðingar eftir uppskrift frá Hitch- cock fá hinn skondnasta svip og mamman er dásamlegt furðufól. -ai. Síðasti keisarinn ★ ★ ★ 1/2 Epískt stórvirki. Efnið og kvik- myndagerðin með ólíkindum margslungin. Síðasti keisarinn er næsta óaðfinnanleg að allri gerð og hefur kvikmyndaárið 1988 meö glæsibrag. -sv. Brennandi hjörtu ★ ★ V2 Einkar geðþekk, mannleg og ekta gamanmynd frá frændum vorum Dönum. -ai. Hættuleg kynni ★ ★ ★ ★ Glæsilega uppbyggður og velleik- inn þriller um hættuna sem hlotist getur af framhjáhaldi þegar við- haldið vill vera meirá en bara stundargaman í lífi mannsins. Vek- ur spurningar og er verulega spennandi. -ai. LAUGARÁSBÍÓ Hárlakk ★ ★ V2 Óvenju háttvís Waters á dans- mynd frá sjöunda áratugnum. Eft- irsjá og meinfyndni dæmafáss kvikmyndargerðarmanns, sem nú verður að líkindum farið að taka alvarlega. -sv. Kenny Harla óvenjuleg mynd um ungan, glaðlegan og gáfaðan strák sem á vantar neðri hluta líkamans. En hann lætur ekki stjórnast af þess- ari miklu fötlun og er því hvatning okkur hinum að ráða framúr ólíkt léttari vandamálum. Einstök mynd sem er að • sjálfsögðu hafin yfir stjörnuflokkun. -sv. Rosary-morðin ★ ★ Hæggeng, nostursamleg saka- málamynd sem nýtur góðs af hlýj- um undirleik Donalds Sutherlands, sem hér er víðsfjarri sinni gamal- kunnu skálksímynd. -sv. Hróp á frelsi ★ ★ ★ Hvað snertir þá ætlun aðstand- enda „Hróps á frelsi" að ýta við samvisku heimsins með gerð myndarinnar er hún lítið meira en hálfkæft óp. Stendur sýnu betur sem okkar góða og gamalkunna spennumynd. -sv. Skelfirinn ★ ★ Hér er að finna sitt lítið af hverju fyrir unnendur lögreglumynda og geimvísindahrollvekja þótt það hljómi skrítilega. En Skelfirinn er líka skrítin mynd og ágæt afþrey- ing. -ai. MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson BANVÆN MARTRÖÐ SPENNUMYND MIND OVER MURDER^i/2 Leikstjóri Ivan Nagy. Handrit Robert Carrington. Kvik- myndatökustjóri Dennis Dalz- ell. Aðalleikendur Deborah Raffin, David Ackroyd, Bruce Davison, Andrew Prine. Bandarísk. Paramoimt 1979. CIC video/Hásdkólabíó 1988. 92 min. Ung og fönguleg stúlka (De- borah Raffin) verður þess allt í einu vör að hún sér hluti fyrir. Sköllóttur manndrápari sækir að henni í hinum grimmilegustu martröðum, að auki sér stúlku- kindin fyrir ýmsa óheillavænlega atburði, svo sem flugslys. Sambýl- ismaður hennar (Davison) hefur enga trú á hinu andlega atgervi stúlkunnar, svo hún rekur kauða á dyr og leitar á náðir rannsóknar- manns á vegum flugmálastjómar- innar (Ackroyd). Reynist hann samvinnuþýðari og trúaðri á hina yfímáttúrulegu hæfíleika sem að lokum færir skyggnu stúlkuna á fund hins sköllótta draumamanns, sem reynist kaldrifjaður fjölda- morðingi af holdi og blóði. Hér hafa minniháttar spámenn hætt sér inná yfirráðasvæði fant- asíumeistara á borð við Koontz og King, og hafa lítið að sækja. Oftar en ekki er spennan heldur fáfengileg og þau atriði, sem best hefur teksit til með, em gamal- kunnug. Og mikil skelfingar ósköp eldast útsniðnar gallabuxur ilia! Raffín er rútínemð B-mynda- leikkona, sem vinnur það ágæta afrek hér að sparka á dyr Bmce Davison, einhveijum ógeðfelld- asta leikara sem Hollywood hefur uppgötvað á síðustu áratugum. Það bjargar þó ekki myndinni, sem bersýnilega er gerð fyrir sjón- varp, og er það einna helst Christ- opher Carey sem reynir einhveija tilburði í þá átt í hlutverki morð- vargsins. samskiptabúnað fyrir einmenningstölvur. rm hewlett T PACKARD : ||wysE|i ; I gaitöalf I °9 i~ riAT>^L w w * * ORTOLVUTÆKNI Ármúla 38 108Reykjavík Sími: 687220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.